Stúdentablaðið - 01.12.1932, Síða 15
STÚDENTABLAÐ
13
Stakan og Islendingar.
i.
Islendingar geta ekki stært sig af mörg-
nm nýjungum á bókmenntasviðinu. Allt frá
])\\, er forfeður vorir skópu hina dýru háttu
á söguöldinni og sögurnar síðar, er svo al-
mennt talið, að fátt nýstárlegt spretti upp
hjá oss í fásinninu. Þessu er þó ekki fylli-
lega svö faiáð. Merkileg nýjung kemur í
ljós um miðja 14. öld, rímurnar, þá er farið
að yrkja undir nýjum háttum, rímnahátt-
um. En hvort sem hér er að einhverju leyti
að ræða um áhrif af erlendum miðalda-
kvæðum (danzkvæðunum), er • hér um al-
gerlega nýtt ísienzkt form að ræða. Þessir
nýju hættir eru síðan, að minnsta kosti
fyrst um sinn, eingöngu notaðir til að yrkja
söguljóð undir. Enda þótt í rímum fyrri
alda mörgum hverjum sé fremur lítill
skáldskapur, er þó vert að athuga það, að
þær ásamt kaþólskum helgikvæðuin og
lúterskum sálmum eftir siðaskiptin eru
næstum hið eina andlegt fóður þjóðarinnar
í rúmar 5 aldir. Með árás Jónasar Hall-
grímssonar gegn Sigurði Breiðfjörð er oft
svo talið, að rímurnar hafi fengið það hol-
undarsár, er riðið hafi þeim að fullu. Svo
er þó ekki í raun og veru. I fyrsta lagi
voru rímur ortar allt fram að aldamótunum
1900 eða jafnvel lengur og eru kveðnar enn
í dag. Auk þess er það hinn nýi andi nýs
tíma, sem er að drepa á dyr, og Jónas er
aðeins einn af boðberum hans. Án Jónasar
htfðu örlög rímnanna orðið hin sömu.
II.
Fátt er svo dásamlegt eins og stakan.
Upp úr flatneskju rímnanna hefur hún sig
eins og obeliski á sandauðn, lítil og veik —
styrk og voldug. Liðug í snúningum eins og
gáskafullur lækur á vordegi í fjallshlíð,
sterk og markvís eins og vopn afreksmanns-
ins. Hún klappar manni þýðlega á vangann,
eins og skáldið Þorsteinn Erlingsson segir:
þær eru margar lærðar lítt,
leita skammt til fanga,
en þær klappa yndisþýtt
eins og böm á vanga.
Hún svæfir litlu börnin með ljúfum og
látlausum hreimi. — Aðeins andartak. Stak-
an er orðin magnþrungin, hvöss og ádeilu-
gjöm, þung eins og foss í vorleysingu, hár-
beitt eins og spjótsoddur.
Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta barnaglingur.
En verður seinna í liöndum hans
hvöss sem byssustingur,
segir líka Andrés Björnsson.
Á löngum og torsóttum ferli hefir ríman
og stakan fylgt íslengingnum sem góður
og tryggur félagi. I raunum sínum og bág-
indum hafa menn ort og raulað stökur sér
til hughægðar. I aðdáun sinni á náttúrunni,
lmdahjali og lækjanið, þrastasöng, sólrisi og
seiðandi fjallavötnum sem hrikalegum
hörmum, frostum og fannkyngi hefir stak-
an reynzt öruggur boðberi hugsananna.
Æskumaðurinn liefir hvíslað henni í eyru
ástmeyjar sinnar. Hestamaðurinn hefir
lcveðið hana um hestinn sinn. Fjörkippir
gæðingsins og vasapelinn juku dýpt tón-
anna og magn kveðandinnar. Þeir, sem
minna áttu undir sér að völdum og þessa
heims gæðum og fóru halloka fyrir burgeis-
um og valdamönnum, gripu til hins bitra
vopns — eina vopnsins, er þeir áttu til —
siökunnar og húðflettu þá miskunnarlaust.
— Stakan er lítilþæg. Oft geta hin minnstu
atvik orðið til að skapa vísu, fyndna og
meinyrta eftir þvi, hvernig á stendur.
F'urðumikið getur komizt fyrir í aðeins ör-
íáum orðum, enda er það oftast einhver
smellin líking eða hnittinyrði, sem lyftir
stökunni og ljær henni vængi.
En hafið þér veitt því eftirtekt, lesendur
góðir, að næstum ógerningur er að þekkja
höfunda lausavísanna ? Ef maður veit engin
deili á höfundinum af þekkingu sinni, og
þótt hans sé leitað með loganda ljósi, verður