Stúdentablaðið - 01.12.1932, Side 16
14
STÚDENTABLAÐ
hann trauðla fundinn. Sumum kann nú að
'.irðast þetta lítill kostur, heldur hið gagn-
sræða, stakan sé persónuleikalaus. Nei, segi
ég. En það er persónuleiki gjörvallar þjóð-
arinnar, sem kemur til dyranna á sinn frum-
ræna og eðlilega hátt. Stakan er grunntónn-
inn úr djúpi þjóðarsálarinar. öll ])jóðin á
hana. Enginn fer snauður með öllu frá borði
liennar, því að sérhver finnur einhversstað-
ar í ríki hennar fulltrúa hugsana sinna og
kennda, finnur einhverja stöku, er hann
raular sér til hughægðar, sem hann fær til
að samhljóma strengjum sálar sinnar og
fvlla upp í skörð hæfileikans til að koma
líugsunum sínum í ljóðrænt form. Þannig er
stakan skuggsjá þjóðlífsins og í henni
speglast barátta þjóðarinnar fyrir lífinu,
löng og kyrrlát vetrarkvöld, hríðar og harð-
viðri, skeiðsprettir á glófextum gæðingum,
skin og skuggar, gleði og sorg, ást og hatur.
— Hún er þjóðin sjálf.
Vegna þess, að stökurnar eru alþjóðar-
eign og fljúga á vængjum vindanna um land
*»•
allt, er næsta erfitt að vita um hina réttu
höfunda. Því eru vísur títt rangfeðraðar í
ræðu og riti. Væri næsta nauðsynlegt að
safna lausavísum og feðra þær og vinna úr
hinum miklu vísnasöfnum Landsbókasafns-
ins.
III.
Ekki vita menn með vissu, hvenær lausa-
vísur hefjast, en mjög er það snemma. En
áðallega kemur skriður á lausavísumar með
Jóni Arasyni og þó einkum Þórði á Strjúgi
á 16. öld. Eftir það er mjög títt, að menn
kasti fram lausavísum við ýmis tækifæri.
Sjálfsagt er rímunum það mikið að þakka,
að lausavísur skapast. Vísur úr rímum hafa
verið lærðar, menn gleymt samhenginu og
uppruna þeirra og þær orðið lausavísur.
Þannig eru margir húsgangar, er enn lifa
vor á meðal, og fáir hafa vitneskju um, að
séu úr fornum rímum. Er og næsta líklegt,
að fleiri mundu finnast þaðan kynjaðir, ef
það efni væri rannsakað. Það grunar víst fáa,
að vísan um regnbogann:
Hver er sá veggur víður og hár,
vœnum settum röndum,
gulur, rauður, grænn og blár.
gjörður af meistara höndum?
sé úr rímum, sem líklega eru ortar á 15.
öld (Geiplum) og kann þó næstum hvert
rnannsbarn hana.
Rímurnar hafa reynzt ótrúlega lífseigar.
Á siðaskiptaöldinni eru þær bannfærðar
af vandlætingasömum Lútei'strúarmönnum.
Ekki tekst þó að yfirstíga þær; þær meira
að segja leggja undir sig hið andlega svið
(biblíurímurnar). Á ofanverðri 19. öld veg-
ur Jónas Hallgrímsson að þeim, en þær
haldast samt fram yfir aldamótin 1900. Og
þótt rímurnar hverfi, koma þær fram í lausa-
vísum og vísnaflokkum. Formið •— hættirnir
— haldast. Efnið verður annað.
Sigurður Breiðfjörð fékk þær sárabætur
i gröfinni, að eitt hið snjallasta skáld, Þor-
steinn Erlingsson, yrkir hann svo að segja
upp, aðeins á fegraðan hátt. Og enn yrkja
bæði þjóðskáld og alþýðuskáld vísur.
Lausavísur og rímur hafa átt drýgri þátt
í að viðhalda máli voru og menningu en
margur hyggur. Þær hafa haldið fjölda
fornra orða og kenninga í lífrænum tengsl-
um við nútíðarmálið. Kenningarnar eru nú
ao yísu að mestu horfnar og skal það ekki
lastað. En fallegar geta þær verið, séu þær
eðlilega notaðar og ekki einungis sem dauð
form. Þá hefir vísnagerðin beinlínis verið
hugsuninni þjálfun, verið einskonar leikfimi
hugviti manna og snilli.
Stakan nemur sífellt ný lönd. Með breytt-
um lífháttum reynir á þanþol hennar. —
Síðastliðið sumar kom ég austan frá Þing-
völlum ásamt fleira fólki. Vindur stóð úr
austri. Bifreiðamar þutu áfram í moldryk-
inu. Jósep Húnfjörð var með í förinni, og
n ælti þá fram þessa stöku:
Sögustaðnum fræga frá
fýkur ryk á skikkjur,
gúmmílöppum ólmast á
ójámaðar bikkjur.