Stúdentablaðið - 01.12.1932, Side 18
16
STÚDENTABLAÐ
tækifæri til þess að daí’na í skjóli þeirra,
og í 17 ár hefir Góðtemþlai'areglunni verið
að hraka. Þegar á árunum 1907 til 1913
fækkaði meðlimum reglunnar um þriðjung.
Allt var í háalofti í herbúðum templara,
og árið 1911 lá við, að þetta merkilega fyr-
irtæki klofnaði við lítinn orðstír austur á
Seyðisfirði.' Templarar lágu í innbyrðis krit-
rm yfir óstjórninni á reglunni, og kenndi
hver öðrum um hrakfarir hennar. Bannhug-
siónin fór í hund og kött urn leið og hún
var praktiseruð. Sá „meirihluti“, sem byggt
liafði verið á, reyndist. fram úr hófi ótraust-
ur grundvöllur. Bannlögin voru brotin leynt
og ljóst kringum allar landsins strendur,
og smygl og brugg jókst með ári hverju.
Þegar á Alþingi 1917 var farið að reyna
að lappa upp á lögin, og þá var í þingsöl-
um farið þeim orðum um þau, að reynsl-
an væri búin að sanna fánýti þeirra.
Spánarvínaundanþágan 1922 flaug í gegn
um þingið. Reynslan var þá enn átakan-
legar búin að sanna fánýti laganna. Og með
þá revnslu til grundvallar munu þeir templ-
arar, sem atkvæði greiddu með undanþág-
unni, hafa i'étt upp sínar munaðarlausu
hendur.
Allir síðari tíma réttarfræðingar munu
vera á eitt sáttir um það, að þau lög, sem
eiga sér enga stoð í hugmyndum, hugsun-
arhætti eða lífsvenjum almennings muni
verða skammlíf. Sagan er búin að kenna
okkur það. Og saga íslenzku bannlaganna
er búin að færa oss heim sanninn um það,
að þau áttu aldrei og h.afa aldrei átt stoð
í hinum ríkjandi hugsunarhætti meðal þjóð-
arinnar. Þjóðin hefir frá upphafi litið á
þau sem þrælalög, talið vanzalaust að brjóta
þau, og gengi þeirra hefir staðið í jöfnu
hlutfalli við þann hugsunarhátt.
Fyrsta janúar 1915 höfðu templarar böð-
að hér á landi nokkurskonar nýja innreið
Krists í Jerúsalem. En sá Pálmasunnudag-
ur þeirra hefir síðar fyrir eld reynslunnar
fengið á sig ]rann svip, að nú eru menn
yfirleitt sannfærðir um, að Barrabas hafi
riðið asnanum í það skipti inn í Jerúsalem,
en ekki Kristur.
Starf Reglunnar hefir verið í því fólgið
hin síðari ár að hamla á móti. Stórstúku-
þingin gefa frá sér andvörp til landslýðs.
f'étur Sigurðsson, prédikari, er keyptur til
aí ferðast um landið og halda bindindisfyr-
irlestra, og fjöldi manna úti um landið, sem
sjaldan hefir komizt upp á það krambúðar-
loft að fá ókeypis iyrirlestra í skammdeg-
inu, hópast að, í von um ball á eftir. En
1 egar Pétur Sigurðsson kemur heim, skrif-
ar hann langar og athyglisverðar greinar
í ,,Vísi“ um sitt blessunarríka starf. Regl-
an kemur fram með þá hógværu tillögu, að
íimleikar og knattspyrna sé í sambandi við
slarf hennar, ef svo mætti til takast, að á
þann hátt mætti slæða nokkrar sálir inn í
hennar gæzkuríka móðurfaðm. Og með því
að öll sókn í þágu bindindismálanna er
þrotin, og allt er á undanhaldi, þykir þó
skárra en ekkert að hafa „Sóknina" á prenti.
Hér hefi ég fyrir framan mig eitt blað
af „Sókn“. Maður skyldi ætla, að stór þátt-
iu’ blaðsins væri um hin blessunarríku áhrif
hímnlaganna í Bandaríkjunum. En svo er
ei. Ilér er hinsvegar kynjasaga frá Noregi
um slagsmál, áflog, hnífstungur, glóðar-
a igu, slagandi og grenjandi fylliraftaher,
sem um hvítasunnuleytið hafi verið ekið
í heilum bílhlössum í tugthúsið. Mun þetta
sett til skýringar þeim áhrifum, sem bann-
ið hefir haft á frændur vora Norðmenn.
í næsta dálki blaðsins er andstæðan við
þetta svínarí, templarinn, Sigurður Jónsson
barnaskólastjóri (sextugur um líkt leyti og
þessi djöfulgangur var í Noregi). Hann er
i’mkringdur af börnum eins og frelsarinn,
hógvær, óframfærinn og svo lítillátur, að
hann fæst ekki til að láta taka mynd af
sér í tilefni af afmælinu, né láta neitt við
sig hafa. Svívirðingar um Guðmund Hann-
esson prófessor og stúdenta almennt reka
svo lestina. Slík er „Sókn“ templaranna.
Sigfús Sigurhjartarson, stórtemplar, höf-
uð reglunnar, hefir allt fram til þessa árs