Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Side 19

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Side 19
17 ? STÚDENTABLAÐ P. Petersen, bfóstjóri Vert er, að þeirra manna sé að nokkru getið hér í blaðinu, sem vel hafa gert til stúdenta og greitt götu þeirra með höfðing- lyndi sínu. P. Petersen bíóstjóri er einn þeirra manna, Frá því að hið nýja kvikmyndahús hans tók tii starfa, hefir hann endurgjaldslaust ltð stúdentum húsið fyrir iiátíðarhöldin 1. desember, og sýnt stúdentum einstaka lip- uið og greiðvikni. Stúdentar munu minnast þessa eins og verðugt er, og nöfn slíkra manna, munu ætíð í heiðri höfð þeirra á meðal. verið — og stjórn reglunnar þá líklega líka — það sem hann kallar „passivur gagnvart ástandinu“, sem sé ekki vitað sitt rjúkandi ráð. En þegar á síðasta Alþingi kom fram frumvarp í þá átt að afnema þessi bann- lagaslitur, sem enn eru við líði, eignaðist stórtemplar allt í einu skoðun á þessum mál- um, og þá líklega aðrir templarar líka. Halda slcyldi fast við „bannhugsjónina“ og hvergi frá henni þoka. Það er því sýnt, að templ- arar hafa ekkert lært á þeim árum, sem liðin eru frá 1915, og væri ekki um jafn greint fólk að ræða, yrði slíkt án efa tald- ir hálfgerðir þursavitsmunir. Templurum mun seint takast að boða þá trú meðal íslendinga, að það, að bragða vín öðru hvoru, sé bráðdrepandi heilsutjón og siðferðileg svívirðing. íslendingum, sem alizt hafa upp við mjöð og brennivín aft- ur úr grárri forneskju, án þess að úrkynj- ast, að því er séð verður, veitist erfitt að skilja slíkt. Þeim mun og seint takast að vinna málstað sínum fylgis með sví- virðingum um þá, sem eru á öðru máli en þeir, en seinast mun þeim takast að ná sínu markmiði með banni. Eina ráðið við óhúflegri nautn víns væri, ef hægt væri að koma því nógu rækilega inn hjá almenn- ingi, að skömm væri að þeim mönnum, sem kynnu ekki með vín að fara, og að þeir ættu bezt heima í Góðtemplarareglunni. Ég nenni ekki að fara þeim orðum um Góðtemplararegluna, sem Cató fór um Karþagó. Þeir, sem halda, að þeir hafi gott af að vera í þeim félagsskap, er það ekki of gott. Áfengi og áfengisbö) er sitt hvað, þótt templarar tali tíðast um það sem eitt og hið sama, og þó að margt hnjóðsyrði heyrist um Bakkus, hygg ég helzt, að — „smáni jafnt hans gáfu góða Góðtemplarar og fyllisvín" Sölvi Blöndal. •---o---- Frá stúdentum Stúdentafélag Háskólans starfaði með lík- um hætti síðastliðinn vetur og undanfarið. Margir fundir voru haldnir og umræður jafnan hinar fjörugustu, þótt fundarsókn væri ekki alltaf svo góð sem skyldi. Félag- ið er málfunda- og skemmtifélag og hefir frá byrjun haft það á stefnuskrá sinni, að kynna stúdentum þær stefnur í vísindum og stjórnmálum, sem efstar eru á baugi á hverjum tíma.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.