Stúdentablaðið - 01.12.1932, Side 21
STÚDENTABLAÐ
19
nokkrir háskólastúdentar fastmælum um að
halda uppi söngfélagi innan vébanda Há-
skólans veturinn 1931—32. Var Höskuldur
Ólafsson, stud. jur. valinn söngstjóri. Þessi
stúdentakór hól' starf sitt svo seint, að ekki
í eyndist unnt að syngja á skemmtun stúd-
enta 1. desember 1931. En á þrettánda-
dansleik háskólastúdenta 1932 flutti hann
nokkur lög og þótti takast ágætlega. Enn-
fremur söng kórinn á minningarhátíð þýzka
skáldsins Goethe veturinn 1932 (í Gamla
Bíó-) og á sumargleði stúdenta sama ár.
Vorið 1932 fór kórinn austur á Stokkseyri
og söng þar fyrir troðfullu húsi áheyrenda
og fékk beztu viðtökur. Skönnnu eftir
Stokkseyrarförina söng kórinn í útvarpið.
Á skemmtifundi innan kórsins, sem haldinn
var í lok háskólaársins, tóku félagarnir sig
saman um að halda kórnum uppi á komanda
vetri. Hann byrjaði æfingar í október í
haust og hefir æft af kappi síðan. Vitnar sú
starfsemi um lofsverðan áhuga.
Lánssjóður stúdenta hefir nú starfað í
rúm 4 ár. Fyrstu lánin voru veitt úr honum
vorið 1928. Síðan hafa verið veitt 70 lán
160—500 kr. hvert. Af lánunum greiðast
3,5% vextir og 1% í lántökugjald. Þau eru
veitt lengst til 4 ára og þannig hagað, að
aíborgun þurfi ekki að greiða fyr en að
ioknu námi. Háskólaráðið hefir þrisvar veitt
sjóðnum lán, í fyrsta skiptið 10 þús. kr.
og í hin skiptin 5 þús. kr. lán vaxtalaus til
10 ára. Tekjur sjóðsins eru vextir af lán-
um og ennfremur árgjöld allra skrásettra
háskólastúdenta, er nemur 2 kr. Lánssjóð-
urinn er ein af þörfustu stofnunum stúd-
enta. Þótt enn eigi hann langt í land með
að geta fullnægt lánsþörfum allra stúdenta,
megum vér vera þess fullvissir, að einhvern-
tíma verði hann svo öflugur, að stúdentar
þurfi ekki að leita fyrir sér annarsstaðar
um lán og hlíta hinum háu vöxtum hjá op-
inberum lánsstofnunum. ÖUum stúdentum,
eldri sem yngri, ber því skylda til að styðja
vöxt hans og viðgang.
Hátiðahöld stúdenta 1. desember.
Stúdentaráð Háskólans gengst fyrir há-
tíðahöldum í dag, eins og undanfarin ár.
Skemmtiskrá dagsins er í aðalatriðum á
þessa leið:
Kl. 10: Stúdentablaðið kemur út. Selt á
götunum allan daginn.
Kl. 1: Stúdentar safnast saman við
Menntaskólann. Gengið í skrúð-
göngu með lúðrasveit í broddi fylk-
ingar og staðnæmst við Alþingis-
húsið.
Kl. V/o,: Flytur Ásg. Ásgeirsson forsætis-
ráðherra ræðu af svölum Alþingis-
hússins. Þvínæst leikur lúðrasveit
þj óðsönginn.
Kl. 3Almenn skennutun í Gamla Bíó.
Skemmtiskrá: Ræður: próf. Alex-
ander Jóhannesson háskólarektor
og sr. Þorst. Briem ráðherra;
fiðluleikur, leikfimissýning, upp-
lestur, tvísöngur (Gluntar) og kór-
söngur (Stúdentakórinn).
„1. des.“'-merki verða seld á göt-
unum allan daginn.
íslendingabók (,,Selskinna“) liggur
frammi í anddyri Háskólans.
*--■-=?r— ■
* i. 7í,v.ss
Kl. 7: Hefst borðhald stúdenta að Hótel
Borg.
Kl. 9: Hefst dansleikur stúdenta að Hótel
Borg.
Ágóði af hátíðahöldunum rennur aðallega
til Stúdentagarðsins og að nokkru leyti til
almennrar starfsemi Stúdentaráðsins. Vill
Stúdentaráðið mega vænta þess, að menn
bregðist að vanda vel við, og styðji fjársöfn-
un Stúdentaráðsins með ráðum og dáð. Heit-
ir Stúdentaráðið á alla góða íslendinga til
fulltingis Stúdentagarðsmálinu, sem nú og
um næstu framtíð verður að teljast mesta
velferðarmál íslenzkra stúdenta.