Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 9
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, stud. oecon., formaður stúdentaráðs: 1. DESEMBER Við stofnun hins íslenzka lýðveldis, 17. júní 1944, eignuðust Islendingar nýjan þjóðhátíðar- dag. Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar forseta varð stofndagur lýðveldis á Islandi. Sá dagur hlaut því að verða hátíðisdagur þjóðarinnar allrar. En um leið færðist nokkur skuggi yfir fullveldisdaginn, 1. desember. Sá fyrri ljómi, sem var yfir þeim degi, deyfðist. Það féll í hlut stúdenta að varðveita minn- ingu fullveldisins áfram eftir stofnun lýðveldis- ins og annast hátíðahöld 1. desember ár hvert. Þeir höfðu áður, er sjálfstæðisbaráttan stóð sem hæst, staðið í fylkingarbrjósti íslenzku þjóðarinnar. Frelsið og fullveldið, er þjóðin öðlaðist 1. desember 1918, var að miklu leyti árangurinn af baráttu þeirra. Það mátti því teljast eðlilegt, að þeim væri falin forsjá og varðveizla fullveldisdagsins. Stúdentar hafa reynt að rækja hlutverk sitt vel, reynt að halda minningu fullveldisdagsins á loft. 1. desember ár hvert hafa þeir gert sér far um að ná til eyrna þjóðarinnar til þess að minna hana á sína eigin baráttu, þá bar- áttu, er hún varð að heyja fyrir frelsi sínu, meðan hún var enn ósjálfstæð og undirokuð og laut valdboði erlends ríkis. Þeir hafa bent á, að enn á þjóðin í baráttu við þetta ríki, baráttu fyrir endurheimt sinna fornu handrita. Og stúdentar hafa bent á þær hættur, er steðja að sjálfstæði hinnar fámennu íslenzku þjóðar. I dag vilja stúdentar enn minna þjóðina á handritamálið. A tólfta ár er nú liðið frá því, að Islendingar stofnuðu lýðveldi sitt og slitu þar með sín síðustu stjórnarfarstengsl við Dani, hina fornu yfirráðaþjóð sína. Danir hafa þó enn ekki skilað þjóðardýrgripum okkar, hand- ritunum. Þeir hafa að vísu viljað skila hluta af þessari eign okkar gegn því, að við slepptum öllu tilkalli til þess, er eftir yrði. En slíku til- boði hafa Islendingar ekki getað tekið. Þjóðin lítur á handritin sem eign sína og stendur öll og einhuga að baki kröfunni um, að þeirri eign verði skilað, allri og óskiptri. Landsmenn munu halda baráttunni fyrir endurheimt hand- ritanna áfram, þar til henni lýkur með fullum sigri. En svo mikilvægt, sem það er að heimta aftur handritin, telja stúdentar enn mikilvæg- ara í dag að bægja frá þeirri hættu, er nú steðjar að sjálfstæði landsins. Fjölmennt erlent herlið hefur dvalizt í landinu hálft fimmta ár. Svo fámenn þjóð sem íslenzka þjóðin, þolir LANDSBómSAí H 202563 ÍSLANOS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.