Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 11
STÚDENTABLAÐ
3
TÓMAS GUÐMUNDSSON, skáld:
1 tilefni J/ess, að æskuvinur minn og gamall
hekkjarbróðir, Halldór Kiljan Laxness, hefur nú
verið sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels,
þykir stjórn Stúdentablaðsins við eiga, að ég
segi hér nokkuð frá kynnum mínum við hann á
skólaárunum. En þó að ég sé allur af vilja gerð-
ur og eigi margar hugstæðar minningar um sam-
vistir okkar á þessu tímabili, er ég ekki viðbúinn
að rekja þær hér að nokkru ráði. I fyrsta lagi
tæki sú upprifjiin mig lengri tíma en ég hef til
umráða og í annan stað mundi ég telja mér skylt
að leita áður samráðs við skáldið, en til þess er
ekki heldur tækifæri að sinni. Allt að einu er mér
meinfangalaust að drepa hér á örfá atriði.
Það var haustið 1917, að tveir skólapiltar, sem
setið höfðu veturinn áður í fyrsta bekk Mennta-
skólans, gerðu þá sviplegu uppgötvun, að þeir
væru ákaflega gáfaðir, og af því tilefni hug-
kvæmdist þeim að lesa annan og þriðja bekk á
einum vetri. Var Sigurður Olafsson, síðar verk-
fræðingur, annar piltanna, en hinn var Tómas
Guðmundsson, höfundur þessarar greinar. Þegar
nokkuð kom fram á haustið, auglýstum við eftir
þriðja pilti til að sækja með okkur einkatíma í
nokkrum námsgreinum, og höfðum við þá það
tvennt í liuga að dreifa kostnaðinum og lífga
félagsskapinn. Llrðu nokkrir ungir menn til að
ásælast þessa virðingarstöðu. Meðal þeirra var
kornungur sveinn, bjartur yfirlitum og grann-
Halldór Kiljan Laxness
- Horft til æskuára -
vaxinn, með jóst hár, mikið og sítt, og gott ef
hann kynnti sig ekki með þeim orðum, að hann
væri Halldór Guðjónsson rithöfundur frá Lax-
nesi. Þótti okkur Sigurði auðsætt, að þar væri sá
maður kominn, sem við höfðum svipazt eftir, og
var hann umsvifalaust ráðinn til félags við okk-
ur menntamennina.
Fljótt þótti okkur Sigurði það hafa ásannazt,
að ekki hefði okkur brugðizt dómgreindin i þetta
skipti fremur en endranær. Reyndist Halldór
okkur ágætur og skemmtilegur félagi, og tókust
með okkur hin beztu kynni. Við Sigurður vorum
þá sambýlismenn við Laugaveginn, en Halldór
bjó einu húsi neðar, við sömu götu. Var okkur
því hægt fyrir urn gagnkvæmar heimsóknir, og
gerðust þær tíðar, en ekki voru allar þær ferðir
farnar til vísindaiðkana. Eg var um þessar mundir
haldinn þrálátri skáldskaparástríðu, en sjálfur
var Halldór þegar orðinn afkastamikill rithöf-
undur. Hygg ég ekki of mælt, að hann hafi haft
með sér i bæinn þetta haust hátt í kofforti af
frumsömdu máli, skáldsögum, Ijóðum, ritgerð-
um og dagbókum. Einnig mun hann þennan vet-
ur hafa setíð flesta daga að skriftum, lengur eða
skemur, ef ég man rétt, og var hann í einu orði
sagt hin mesta hamhleypa til ritstarfanna. Sitt-
hvað af því, er hann skrifaði, kom á prent um
þetta leyti, einkum í dagblöðum bæjarins, en
jafnvel líka í Vésturheimsblöðum, Lögbergi eða
Heimskringlu. Birti hann sögur sinar undir höf-
undardulnefni, sem■ hann notaði um skeið, og er
því hæpið, að ókunnugir finni þær. Þá fékkst
hann og noklmð við tónsmíðar og hafði vist i
liuga að koma þeim á framfæri við útgefendur,
en þær tilraunir fórust fyrir. Það leyndi sér yfir-