Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Page 17

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Page 17
STÚDENTABLAÐ 9 Ef varnarlaus smáþjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í lið nieð henni einsog því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún verða gley'pt í einum munnhita. Eg veit þið Hamhorgarmenn munduð færa oss íslenzku maðklaust korn og ekki telja ómaksvert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á Islandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að híða að þar risi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta higi verða feitir þjónar þýsks lepp- ríkis. Eeitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima. (Bls. 173—175). Atómstöðin Eiðurinn. Múgurinn þreingist nær og nær alþingishús- inu, æ ofsafeingnari ræður, Island ögrum skorið þángaðtil mann klígjar, ópin og köllin gánga: Þorir ekki alþíngi að svara? Þíngmenn sátu á lokuðum fundi að ræða hvort láta skyldi Reykjavík eða einhverja aðra vík jafn- góða sem atómstöð til notkunar í atómstríðinu, og þarsem málið var hvergi nærri fullrætt komu ins. Einn og einn þíngmaður sást gægjast útum á þá vöflur að ansa hinu sýngjandi alþíngi torgs- svalagluggann með brosi sem átti að sýnast kæru- laust, en var þvínguð gretta. Að lokum var and- dyri alþingishússins hrokkið á gátt undan þúnga múgsins, fólk tók að streyma inní húsið. Þá loks opnuðust svalir alþingis og þar birtist lítill feitur spertur maður, og fer að setja sig í stellingarnar. Hann híður meðan fólkið fyrir neðan lýkur við að sýngja ísland ögrum skorið, hagræðir sér i herðunum, þuklar hnútinn á hálshindinu sinu, klappar sér á hnakkann með lófanum, her tvo fíngur uppað vörum og ræskir sig. Og hann upphefur raust sína: íslendíngar, í djúpum, kyrrum, landsföðurlegum tóni; og menn þagna, viðurkenna sjónleikinn. Íslendíngar, hann talar aftur þetta orð sem er svo lítið í heiminum og þó svo stórt, og nú upplyftir hann til himins þrem fingrum yfir múginn, ber síðan eiðinn fram seint og fast með laungum þögnum milli orða: Eg sver, sver, sver — við allt sem þessari þjóð er og var heilagt frá upphafi: Island skal ekki verða selt. (Bh. 100—101). Gerpla Túngl þverranda stóð yfir hörginum að baki konúngstjaldi, og ber efstu steina hörgsins við loft; og sýnist konúnginum þrír menn sitja efst á hörginum og hafa uppi barefli sín: kross, hamar og völ. Konúngurinn horfir í móti mönmim þess- um sem hann stendur fyrir tjalddurum um nótt- ina og segir svo: Þess væntir mig að þar sitji þeir bræður Jómali, Kristur og Þór undir vopnum sínum. Einn varðmaður stígur framar, geingur fyrir komtng og spyr: Mæltuð þér nokkuð, herra? Eigi var mark að, segir konúngur; en gaman þætti mér að hafa spá af fogli í nótt; hafða þó raunar aungva er eg vann Noreg hið fyrra sinn, og fór með tveim braköndum körfum og nokkr- um skyrbjúgsmönnum. Sumri tekur að halla og er mér kalt að liggja á nætur og hafa eigi félaga sem eg trúi; eða var sem mér sýndist, haltraði eigi hér skáld íslenzkt fyr í kvöld og vildi ná vorum fundi? Hvar mundi sá vera nú? Varðmaður segir að hafi menn eigi drepið hann sér til gamans, þá mun hann eigi fjarri. Konúngur snýr við það í brott frá varðmanni og geingur bak tjaldi sínu nokkur skref uppí brekkuna; er nú túngl mjög því nær að snerta hina efstu steina hörgsins. Konúngur legst á grúfu niðrá jörðina og er honum þúngt. Og urn síðir lyftir hann upp augum sínum til hörgsins og tekur svo til máls: Haugbyggjar, segir hann, hversu sem þér heit- ið! Haldið nú i hönd brennumanni þessum frægðarlausum, firðum kappafulltingi og klerka- þjónustu, án kvenna ástum og hróðri skálda, vinarlausum og aleinum manni: mér er nafn yðvart eingisvert en huggiin yður alt. Og sem hann hefur eingst um hríð í grasinu undir hörginum, þá sér hann nokkur skref undan

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.