Stúdentablaðið - 01.12.1955, Side 18
10
STÚDENTABLAÐ
Hið nýkjörna stúdentaráð Háskóla íslands: Jón Tómasson, stud. jur., l\afn Hjaltalín, stud. theol., Jón Hall-
grímsson, stud. med., Sigurður Ltndal, stud. jur., ritari, Björgvin Guðmundsson, stud. oecon, formaður, Stefán
1. Finnhogason, stud. odont., gjaldkeri, Guðmundur Pétursson, stud med., Skarphéðinn Pótursson, stud. theoh
og Sveinn Skorri Höskuldsson, stud. mag.
hvar maður situr í skugga af steini og horfir á
hann, og hefur orðið áheyrsla að ángist hans.
Þeir horfa hvor á annan um hríð. Þá segir mað-
urinn:
Þetta hreysi byggja melrakkar einir.
Konúngur s-pyr: Hver ert þú?
Maðurinn svarar: Eg em hið íslenska skáld.
Velkominn skáld, segir konúngur; eða heyrða
eg rétt áður, að þií hefðir ort um mig kvæði?
Satt er það herra, segir þessi maður, eg hef ort
kvæði mjög dýrt þeim garpi er bestur er orðinn á
Norðurlöndum, og yður, hans konúngi. Þetta
kvæði keypta eg við sælu minni og sól, og dætr-
um mínum, túngli og stjörnu; og við fríðleik
sjálfs mín og heilsu, hendi og fæti, hári og tönn;
og loks við ástkonu minni sjálfri er byggir undir-
djúpin og geymir fjöreggs míns.
Styttu nú stundir konúngi þínum, skáíd, segir
Ólafur Haraldsson, og flyt hér gerplu þína undir
hörginum í nótt.
Skáldið svarar og nokkuð dræmt: Nú kem eg
eigi leingur fyrir mig því kvæði, segir hann, og
stendur upp seinlega, og haltrar á brott við lurk
sinn, og er horfinn bak hörginum.
Þá var túngl geingið undir og felur nóttin dal
og hól að Stiklarstöðum, og svo hinn síðfrjóva
hegg. (Sögulok).
Halldór Kiljan Laxness:
Ur Rhodymenia palmata
Tveir erum vér leitendur og lifendur hans,
grímubúnir guðir í gervi konu og manns;
báðir þrá hið Eina; bágt eiga þeir.
Báðir eru blekkíng. Tvisvar tveir eru tveir.
Einn hnípir eftir þegar annar deyr.