Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Side 19

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Side 19
STUDENTABLAÐ 11 JÓNAS ÁRNASON: Einn kaldur dropi 'Tj'yrir fáeinum misserum var ég háseti á litl- um vélbáti sem veiddi þorsk í Faxaflóa. Við vorum fimm á, og ræddum ýmsa merkilega hluti á leiðinni út og inn, einkum þó þorskinn. Við ræddum lítið um pólitík. Eg var stundum að þreifa fyrir mér um pólitískar skoðanir félaga minna, en í þeim efnum reyndust þeir allir álíka dulir og þeir voru opinskáir um þorskinn. Þó þóttist ég finna, að þær skoðanir mundu yfir- leitt vera af hægri sortinni. Nema einn þeirra hefur lík- lega verið dálítið róttækur, en hann var þó svo íhaldssamur að hann reykti ennþá Comm- ander. Sá elzti var kominn nokkuð á sjötugsaldur og hafði alla sína tíð róið á svona skelj- um. Hann sagðist verða sjó- veikur ef hann kæmi um borð í stærri skip. Það er nefnilega ekki sama hvernig veltur undii’ manni. Einn dag í allhvössum út- synningi, þegar við vorum á leið í land, og búnir að gera að aflanum, og komnir niður í lúkar, dró sá gamli af sér stígvélin og fór að nudda fæturna, því að í svona veðri varð hann alltaf svo slæm- ur í fótunum. Enda þarf enginn að búast við sléttum sjó í Bugtinni þegar hann er á útsunn- an. Hinir horfðu í gaupnir sér, rauðir í framan og sjóblautir, og sögðu að þetta væri ljóta tíðar- farið. ,,Hver hefur líka beðið ykkur að vera að þvælast þetta úti á sjó í allskonar veðrum?“ sagði ég. „Af hverju farið þið ekki suður á Keflavíkurflugvöll, eins og allir hinir, og náið ykkur á rífandi tekjur fyrir að dunda með gólfkúst eða uppþvottartusku, eða fyrir að sitja á rassinum í upphituðum skálum og splæsa kaðal? Það er sagt að Kaninn sækist nú mikið eftir gömlum íslenzkum sjómönnum til að láta þá splæsa fyrir sig“. Þeir litu á mig þegjandi og brostu dauft, eins og þeim þætti þetta rétt í með- allagi fyndið. En loks sagði sá gamli: ,,Á Völlinn já. Líklega mundi það vera betra fyrir mig upp á lappirnar til að gera. En ég hef einhvernveginn aldrei haft mig í það“. Mikið var þetta góður félags- skapur. Hvað allt mundi vera miklu heilbrigðara og bjartara, ef allir Islendingar væru eins og þessir menn — í hjartanu. Auðvitað hefði ég kosið að þeir væru dálítið klárari í pólitík- inni, og þar með dálítið meira til vinstri í skoðunum. En ég hef líka oft óskað þess að ýmsir þeir sem allt virðast vita í pólitík, væru eins klárir í hjartanu og þessir. Sá gamli hafði aldrei látið í ljós neina andúð á hernám- inu, það er meir að segja vafamál hvort hann hefur gert sér nokkra rökræna grein fyrir þeirri háskalegu öfugþróun íslenzks atvinnulífs sem felst í flótta vinnuafls frá framleiðslu til hern- aðarframkvæmda; hann hafði bara „einhvern- veginn aldrei haft sig í“ að styðja þessa þróun. Hinsvegar hef ég heyrt unga menn bölva her- náminu í sand og ösku og lýsa hárréttum skiln- ingi á þessum háska, og svo þegar ég spurði hvað þeir gerðu, þá kom upp úr dúrnum að þeir unnu á Keflavíkurflugvelli. Svona finnur maður hjá sumu fólki mikinn ]ónas Árnason.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.