Stúdentablaðið - 01.12.1955, Qupperneq 20
12
STÚDENTABLAÐ
skilning í gerðum, en lítinn í orðum. Hjá öðrum
finnur maður aftur á móti mikinn skilning í
orðum, en engan í gerðum.
vað ég á við?
Eg á fyrst og fremst við það, að ýmsir
fari nú mjög svo villur vegar í siðferðisviðhorfi
sínu til hernámsins. Eg á við það, að ískyggi-
lega margir Islendingar þykist geta samrýmt
þetta tvennt: að vera andstæðingar hernámsins,
og vinna við að byggja það upp. Eg á við það,
að margur Islendingurinn sé um þessar mundir
meiri frelsishetja í nösunum en hjartanu.
Og hver mundi vera orsökin til þessa?
Meginorsökin er áreiðanlega sú, að forustu-
menn og málgögn hernámsandstæðinga van-
rækja það hlutverk sitt að boða allan sannleik-
ann í þessu efni.
Þegar til dæmis rætt er um hinn mikla
straum vinnuafls frá framleiðslu til hernáms-
starfa, heitir það alltaf að stjórnarvöldin hafi
hrakið menn út í þessi störf. En á sama tíma
eru svo kannski heilir togarafarmar af fiski að
úldna í Reykjavíkurhöfn, meðal annars vegna
þess að vinnuafl skortir til að taka á móti afl-
anum og verka hann. Sá fiskur sem íslenzkir
togaramenn hafa dregið upp úr köldum djúp-
um hafsins milli íslands og Grænlands, og reynt
að vanda sem mest að umbúnaði í lestinni, hann
úldnar og ónýtist þegar þeir koma með hann
að, vegna þess að landar þeirra, sem áttu að
verka hann, eru hlaupnir suður á Keflavíkur-
flugvöll að sópa gólf eða þvo upp leirtau. Nei
fyrirgefið: hafa verið hraktir þangað af stjórn-
arvöldunum. Allir hrekjast í hernámsvinnuna.
En leyfist þó að spyrja: Hvers vegna ,,hrekjast“
engir í hin auðu pláss við verkunarborð fisk-
vinnslustöðvanna? Komum annars betur að
því atriði síðar.
Það vantar svo sem ekki, að málgögn her-
námsandstæðinga séu á varðbergi um hagsmuni
íslenzkra verkamanna gagnvart Bandaríkja-
mönnum. Um eitt skeið til dæmis var verka-
lýðsbarátta þeirra mikið til einskorðuð við kröf-
una um að Hamilton léti landa vora á Vellin-
um fá skyr og annan íslenzkan mat að borða, í
staðinn fyrir bandaríska matinn, brasaðan og
niðursoðinn. Maður hefði getað ímyndað sér
að þessir landar vorir væru orðnir svo þungt
haldnir af hinni bandarísku niðursuðu, að
starfsorka þeirra væri á þrotum. Þeir þyrftu
sem sé að fá kjarngóða íslenzka fæðu til að
geta verið duglegri við að byggja upp hið
bandaríska hernám. Eg vil að vísu ekki mæla
gegn því að Islendingar fái fæðu við sitt hæfi.
En ég hef áður sagt og segi enn, að ættjörðin
frelsast ekki fyrir það eitt, að menn borði skyr.
Og fullkomin lækning við þeim meltingarkvill-
um sem Hamilton kann að valda mönnum, get-
ur auðvitað engin orðið önnur en sú, að hætta
að borða hjá Hamilton.
A öðru tímabili birtust í einu blaði hernáms-
andstæðinga harðcrð skrif út af því, að menn
þeir í hópi reykvískra vörubílstjóra, sem væru
andstæðingar hernámsins, fengju ekki vinnu
við að aka bandarískum hergögnum suður á
Keflavíkurflugvöll. Þetta blað hafði þó ekki
farið dult með þá skoðun sína, að bandarísk
hergögn væru tæki sem auðvaldið hygðist
nota til að brjóta á bak aftur samtök alþýðu,
hvar sem því yrði við komið, og helzt að
drekkja frelsisbaráttu mannkynsins í blóði.
Engu að síður krafðist blaðið þess í nafni al-
þýðu, að hernámsandstæðingar úr stétt reyk-
vískra vörubílstjóra fengju vinnu við að aka
þessum hergögnum á áfangastað. Þeir hefðu
fullan rétt til að græða á því, engu síður en
aðrir vörubílstjórar. Svona verkalýðsbarátta
er utan og ofan við minn skilning. Eg mundi
að minnsta kosti hugsa mig tvisvar um, áður
en ég gengi til manns, sem ég vissi að hefði hug
á að skjóta mig í hausinn, og spyrði hvort hann
vildi ekki borga mér kaup fyrr að hlaupa eitt-
hvað og sækja honum hlaðna byssu.
Öðru hverju les maður í málgögnum her-
námsandstæðinga, að þessi eða hinn hernáms-
andstæðingurinn hafi verið rekinn úr vinnu á
Keflavíkurflugvelli, og er slíkum fregnum
ávallt fylgt eftir með miklum vandlætingar-
skrifum. Atvinnuofsóknir ber að sjálfsögðu að
fordæma, í hvaða mynd sem þær birtast. En
leyfist þó enn að spyrja: Hvað eru hernáms-
andstæðingar að gera á Keflavíkurflugvelli?
Sú staðreynd, að þeir hafa ráðið sig þangað, er
að mínum dómi ekki minni ástæða til vand-
lætingar heldur en hitt, að þeir hafa verið rekn-
ir þaðan.
|á, en þeir hafa verið hraktir þangað af stjórn-
arvöldunum, segja málgögn hernámsand-
stæðinga.
Er þetta nú alltaf alveg víst? Að vísu mundi