Stúdentablaðið - 01.12.1955, Qupperneq 21
STÚDENTABLAÐ
13
Stúdentar frá Verzlunarskóla íslands vorið 1955.
Fremri röð: Steinunn Yngvadóttir, Sigríður Guðjónsdóttir,
Anna Thoroddsen, Jón Gíslason, skólastjóri. Dóra Hafsteins-
dóttir, Anna Tryggvadóttir og Sigrún Tryggvadóttir. — Aft-
ari röð: Kristinn Hallgrímsson, Helgi Jónsson, Örn Erlends-
son, Þorsteinn Magnússon, Grétar Haraldsson. ^ Guðmundur
Pálsson, Jóhann Ragnarsson, Gunnar Dyrset, Ámi Bjarna-
son, Árni Finnsson, Eyjólfur Björgvinsson og Svavar Árna-
son.
ég manna síðastur vilja mæla stjórnarvöldun-
um bót, sök þeirra í þessu efni er svo sannar-
lega mikil og ægileg. En þar með er ekki sagt,
að sekum alþýðumönnum skuli haldast uppi
að réttlæta fyrir sér sína eigin sök með hinni
stóru sök stjórnarvaldanna.
Athugum nokkur alkunn sannindi.
A togarana hefur orðið að ráða fjölda útlend-
inga, og hafa þó margir þeirra ekki fullan
mannskap. Hvers vegna „hrekjast“ menn ekki
út á togarana?
Fiskibátarnir liggja bundnir við bryggjur,
jafnvel þegar uppgrip eru hvað mest, vegna
þess að ekki tekst að manna þá. Hvers vegna
,,hrekjast“ menn ekki út á bátana?
Heilir togarafarmar úldna og ónýtast í höfn-
um vegna skorts á vinnuafli í fiskverkunar-
stöðvunum. Hvers vegna ,,hrekjast“ menn ekki
inn í fiskverkunarstöðvarnar?
Landbúnaðurinn á í vaxandi erfiðleikum
vegna mannfæðar, og liggur víða við landauðn
af þeim sökum. Væri það nokkur goðgá að
spyrja, hvort ungir og hraustir menn þyrftu
að láta sér ofbjóða það að gerast bændur og
„hrekjast“ út í einhverja góða sveit?
Já, hvers vegna „hrekjast“ menn ekkert nema
í hernámsvinnuna?
Það er vegna þess, að þar hafa menn alltaf
beztar og öruggastar tekjur, segja málgögn her-
námsandstæðinga.
Þetta leyfi ég mér líka að vefengja. Eg leyfi
mér að vefengja það, að menn hafi alltaf meiri
tekjur við hinar þjóðhættulegu bandarísku
hernaðarframkvæmdir, heldur en þjóðnýt ís-
lenzk framleiðslustörf. Til dæmis efast ég um,
að verkamennn á Keflavíkurflugvelli hafi að
undanförnu haft mikið meiri tekjur af að
byggja upp hernám Islands, heldur en stéttar-
bræður þeirra hér fyrir austan hafa haft af að
verka hvern togarafarminn á fætur ðrum, ásamt
bátfiski. Hitt er sjálfsagt rétt, að til að afla
teknanna þurfi menn minna á sig að leggja á
Keflavíkurflugvelli heldur en þar sem stund-
aðir eru íslenzkir atvinnuvegir. En ef slíkt ætti
að gilda sem rök í málinu, hlyti jafnframt að
gilda það siðferðisviðhorf á Islandi, að dáðleysi