Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 22

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 22
14 STÚDENTABLAÐ sé dyggð. Og jafnvel þó hitt væri líka rétt, að menn hefðu yfirleitt meiri tekjur af bandarísk- um hernaðarframkvæmdum en íslenzkum fram- leiðslustörfum, þá neita ég enn að viðurkenna það sem rök í málinu. Einfaldlega vegna þess, að heiðarlegir menn geta ekki verið þekktir fyrir að gera hvað sem er fyrir peninga. Tónninn í málgögnum hernámsandstæðinga er sem sé sá, að þeir sem við hernaðarfram- kvæmdirnar vinna, hafi af eðlilegum ástæðum gripið þetta tækifæri til að ná sér í góðar tekj- ur með hægu móti, og við því sé ekkert að segja. En hvað þá um hina, þessa sem enn halda tryggð við íslenzka atvinnuvegi, draga fisk úr sjó, slá gras í sveit, leggja fram starfs- orku sína til að efla íslenzka framleiðslu, eru þeir þá allir upp til hópa fáráðlingar sem ekki hafa vit á að notfæra sér gott tækifæri, þegar það býðst? Þessi ágætu blöð skyldu sem sé at- huga það, að í afsökun þeirra til handa þeim alþýðumönnum sem í sambandi við hernámið hafa brugðizt hagsmunum þjóðar sinnar, felst mjög svo óviðkunnanleg aðdróttun í garð hinna, sem ekki hafa brugðizt. Tj’g hef orðið þess var í sambandi við þessu ' lík skrif, sem áður hafa frá mér farið, að sumir telja þau vafasaman greiða við íslenzka alþýðu, og einn ágætur verkalýðssinni hélt því fram, að öll tilmæli um að íslenzkur verkalýð- ur legði fram starfsorku sína til að bjarga ís- lenzkum atvinnuvegum í stað þess að hlaupa í hernámsvinnu, væru beinn stuðningur við hagsmuni íslenzka auðvaldsins. Islenzka auðvaldið er vissulega slæmt, en þó er annað auðvald okkur ennþá hættulegra: hið bandaríska. Eg er sannfærður um, að í höfuð- stöðvum bandaríska auðvaldsins ríkir þeim mun meiri hamingja sem tekizt hefur að draga fleiri Islendinga frá framleiðslustörfum til hern- aðarframkvæmda. Og þar mundi ríkja innileg- ur fögnuður þann dag sem tekizt hefði að draga alla Islendinga þessa leið, og breyta íslandi þar með alveg í bandaríska hernaðarnýlendu. Bandaríska auðvaldið mundi áreiðanlega ekki hika við að bjóða fram dollara sína til að kaupa okkur upp, ef við létum í það skína, að við værum allir til sölu. Og hvað snetir stuðninginn við íslenzka auð- valdið, vil ég segja þetta: Hernámsvinnunni fylgir siðferðileg spilling. Sá, sem ræður sig til þessarar vinnu meðan starfskrafta hans er þörf við íslenzka framleiðslu, hann hefur í siðferði- legu tilliti stigið spor niður á við, hefur beðið tjón á sinni íslenzku sál. Það er nefnilega ekki sama, hverng veltur undir manni. I því and- rúmslofti, sem ríkir á Keflavíkurflugvelli, þar sem menn eiga atvinnu sína undir því að láta aldrei í það skína, að þeir hugsi sem sannir og heiðarlegir íslendingar, hlýtur siðferðisþrekið að minnka, og stéttarvitundin þar með að slæv- ast, þjóðernismetnaðurinn að dofna. Og sáust þessa raunar glögg dæmi í verkfallinu mikla á síðastliðnum vetri, þegar samtök verkamanna þar suður frá brugðust herfilega. En á siðferðis- þreki, traustri stéttarvitund, og heilbrigðum þjóðernismetnaði liðsmanna sinna hlýtur verkalýðshreyfingin fyrst og fremst að byggja, ef henni á að takast að rækja það hlutverk sitt að bæta kjör íslenzkrar alþýðu og bjarga um leið efnahagslífi og sjálfstæði íslands úr yfir- standandi voða. Og þannig er það ekki stuðn- ingur við hagsmuni neins auðvalds að brýna fyrir mönnum að gæta síns íslenzka sóma og láta ekki lokkast út í hernámsvinnuna; þvert á móti er það stuðningur við hagsmuni íslenzkrar alþýðu, enda verður raunhæf verkalýðsbarátta bókstaflega ekki náð nema þetta sé gert. T7n þetta er ekki gert. Sannleikurinn er aldrei ' sagður. Eða öllu heldur: Allur sannleikur- inn er aldrei sagður. I blöðum hernámsandstæðinga skortir að vísu ekki fögur skrif um siðferðisþrek íslenzkrar al- þýðu, að hún sé enn þá óspillt og sterk og hljóti því að sigra í baráttu sinni gegn hinu banda- ríska hernámi. Hins vegar minnast þessi blöð aldrei á það einu orði, að allstór hluti íslenzkr- ar alþýðu hefur þegar spillzt og er að spillast æ meir fyrir áhrif þessa hernáms. Og þessi lin- kind hlýtur að skoðast sem vottur þess, að þrátt fyrir öll sín fögru skrif um siðferðisþrek íslenzkrar alþýðu, leynist með blöðum þessum grunur um að íslenzk alþýða sé í rauninni orðin að spilltum lýð sem ekki þoli að til hans sé talað af einurð og festu. Þetta er hin ægilega þver- sögn í yfirstandandi sjálfstæðisbaráttu íslend- inga. Ef til vill er orsök hennar sú, að þeir, sem hafa tekizt á hendur forustu í málefnum alþýðu, þekki hana ekki nógu vel; en það, sem menn ekki þekkja, tortryggja þeir. Eitt er þó alveg víst: svona á ekki að berjast. Því að sá,

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.