Stúdentablaðið - 01.12.1955, Page 25
STÚDENTABLAÐ
17
í þeim löndum, þar sem vísindaleg menning
stendur meS þlóma, er kappkostað að örva hina
efnilegustu úr hópi ungra menntamanna til að
leggja fyrir sig vísindastörf og að hjálpa þeim
til framhaldsnáms og rannsóknastarfa að loknu
háskólaprófi.
Af öllum þeim fjölda, sem lýkur háskólaprófi
í hvers konar náttúrufræðum og læknisfræði,
eru tiltölulega fáir, sem hafa áhuga á vísinda-
störfum eða hæfileika til þeirra, og sjaldnast
er fyrirfram hægt að sjá, hverjir það eru.
Reynslan ein getur skorið úr því, en þó því
aðeins, að þeir fái tækifæri til að reyna sig.
í löndum, sem eiga ágætar vísindastofnanir í
hinum ýmsu greinum náttúruvísinda og læknis-
fræði, reyna þessar stofnanir að laða til sín
álitlega menn og gefa þeim tækifæri til að
reyna krafta sína og fá nauðsynlega undir-
búningsæfingu.
Algengasta fyrirkomulagið á þessari aðstoð
er, að opinberir eða hálfopinberir sjóðir veiti
efnilegum mönnum lífvænlega vinnustyrki til
eins eða fleiri ára að loknu háskólaprófi. Á
þeim tíma kemur í ljós, hvort áhugi mannsins
og hæfileikar endast honum til að hann geri
sér vísindi að æfistarfi eða hann hverfur að
öðrum verkum í grein sinni. Einnig verður
þá tækifæri fyrir vísindastofnanir til að sjá, í
hverjum er mestur slægur.
Allir kannast við Rockefellersjóðinn í Banda-
ríkjunum og Carlsbergsjóðinn í Danmörku.
BJÖRN SIGURÐSSON, dr. med.
Formaður rannsóknaráSs ríkisins:
Stofnun Vísindasjóðs
Þeir cg fjölmargir hliðstæðir sjóðir víða um
lönd hafa unnið ómetanlegt starf við að ala
upp nýja kynslóð áhugasamra og dugandi vís-
indamanna.
Hér á landi er að verða brýn þörf fyrir hlið-
stæða aðstoð og uppörvun til ungra manna,
sem lokið hafa háskólaprófi í náttúruvísindum
og læknisfræði.
Rannsóknaráð ríkisins hefir um rúmlega
tveggja ára skeið unnið að athugun á þessu
máli, og árið 1954 gerði það tillögur til ríkis-
stjórnarinnar um lausn, sem ætti að geta orðið
til mikilla bóta.
Rannsóknaráð lagði til, að stofnaður yrði
sjóður, er gæti veitt kandidötum í náttúru-
fræði, efnafræði, eðlisfræði, verkfræði, læknis-
fræði o. s. frv. allríflega rannsóknarstyrki.
Talið var að 750.000,00 til 1.000.000,00 kr. á ári
mundu nægja eins og sakir standa. Þeir, sem
styrkinn hlytu, ættu á styrkjatímabilinu að
vinna vísindavinnu á stofnunum hér á landi eða
á annan hátt undir handleiðslu reyndra manna.
Auk lífeyris mundi sjóðurinn væntanlega
greiða rannsóknarkostnað, ferðakostnað og
andvirði bóka og rannsóknatækja, ef þörf
krefur. Styrkur yrði veittur til eins árs í senn
en hann mætti framlengja a. m. k. einu sinni,
ef viðtakandi sýnir áhuga og hæfileika í starfi
og það er af öðrum ástæðum æskilegt.
Meginhlutverk Vísindasjóðs á að vera að
örva efnilega menn til að leggja fyrir sig vís-
indastörf og að þjálfa þá til rannsóknavinnu.
Ymsir munu eflaust hverfa til annarra starfa
að styrktíma loknum. Fjárhagshjálpin til þeirra
verður þó engan veginn til ónýtis. Þeir munu
hafa fengið mjög dýrmæta reynslu í fagi sínu,-
sem kemur þeim að haldi, jafnvel þótt þeir
hverfi frá vísindastörfum í þrengri merkingu.
Einnig mundi sjóðurinn geta stuðlað að
lausn hagnýtra úrlausnarefna með styrkveit-