Stúdentablaðið - 01.12.1955, Qupperneq 26
18
STÚDENTABLAÐ
ingum til rannsókna á landi voru og auðæfum
þess. Auknar rannsóknir á náttúru landsins,
jarðfræði þess og dýrafræði, á jarðefnum, sem
hér finnast, á efnum úr sjó, tilraunir til úr-
vinnslu úr afurðum landbúnaðar og fiskiveiða
munu án efa færa okkur fjölmörg tækifæri til
nýrrar framleiðslu og bættrar afkomu. Allar
framfarir í þessum efnum byggjast þó á aukn-
um vísindarannsóknum, og að þeim ætti Vís-
indasjóður að geta stuðlað.
Það er alkunna, að nýtízku stóriðnaður út-
heimtir mjög sérhæfða verkfræðiþekkingu,
sem ekki fæst nema með kostnaðarsömum sér-
undirbúningi og reynslu. Hér á landi hefir t. d.
verið rætt um stórframleiðslu á klóri, þungu
vatni og magnesium. Framtíð þessara fyrir-
ætlana og annarra svipaðra veltur að miklu
leyti á þeirri verkfræðimenningu, sem við eig-
um yfir að ráða.
Fjáröflun til Vísindasjóðs mætti haga með
ýmsum hætti. Þá hlið málsins er áreiðanlega
tiltölulega auðvelt að leysa með góðum vilja.
Framleiðslugeta þjóðarinnar hefir vaxið óð-
fluga undanfarið og aukningin heldur vonandi
áfram með svipuðum eða meiri hraða. Hand-
bær verðmæti vaxa að sama skapi, eins og alls
staðar má sjá. Þess vegna hefir þjóðin nú efni
á að bæta upp ýmislegt, sem hana áður skorti
á við ríkari þjóðir. Engu fé yrði varið af meiri
framsýni en því, sem færi til að tryggja fram-
tíð vísindalegrar menningar í landinu. Til að
tryggja Vísindasjóði nægilegar tekjur hefir
rannsóknaráð stungið upp á, að lagður verði
lítils háttar aukaskattur á tiltekna söluvöru og
renni hann beint til sjóðsins. Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra og Landgræðslusjóður
hafa þegar fengið heimild til svipaðrar „skatt-
lagningar“ og báðar þessar ágætu stofnanir
hafa þegar fengið öruggar tekjur til starfsemi
sinnar. Með góðum vilja stjórnarvaldanna ætti
að vera auðvelt að tryggja Vísindasjóði nægar
tekjur, og hefir rannsóknaráð sem sé þegar bent
á leið til þess.
Rannsóknaráð telur, að stjórn Vísindasjóðs
og úthlutun styrkja úr honum eigi að vera að
öllu leyti í höndum fulltrúa frá íslenzkum vís-
indastofnunum. Með því ætti að verða bezt
tryggt, að styrkveitingar yrðu í samræmi við
þörf og verðleika umsækjandi og að þeim yrði
beint til þeirra fræðigreina, sem mesta hafa
þörfina á hverjum tíma.
Það hefir háð stórlega þróun vísindastarf-
semi hér á landi fram til þessa, að oft hefir
orðið að taka óreynda unglinga beint frá próf-
borði og ætla þeim vandasöm verkefni í rann-
sóknastofum og annars staðar. Það er óum-
flýjanlegt að gefa mönnum um tíma tækifæri
til framhaldsnáms og þjálfunar undir hand-
leiðslu reyndari manna. Aðrar þjóðir hafa fyrir
löngu tekið upp svipað fyrirkomulag og hér
er stungið upp á. Við verðum að gera ráðstaf-
anir til að þjálfa okkar menn á sama hátt og
aðrir, ef okkur á að takast að koma vísinda-
stofnunum okkar á sæmilegan rekspöl.
Steingrímur Steinþórsson, ráðherra, sem fer
með málefni rannsóknaráðs hefir nýlega óskað
eftir, að rannsóknaráð gangi frá tillögum sín-
um um Vísindasjóð í frumvarpsformi. Mun
vera ætlunin að koma málinu áleiðis með laga-
setningu, þegar færi gefst. Það er trú rannsókna-
ráðs, að þegar frá líður, muni það fé, sem lagt
er til vísindalegrar þjáflunar ungu mennta-
mannanna, skila ríkulegum arði bæði í menn-
ingarlegu og fjárhagslegu tilliti.
*
Vísindaleg menning miðrar tuttugustu aldar
er undirstaða örustu framfara, sem um getur
í sögunni, og um leið hefir hún breytt heims-
mynd, lífsviðhorfi og jafnvel fegurðarsmekk
þeirrar kynslóðar, sem hefir tileinkað sér hana.
Við hlið hinna fornu humanistisku greina er
ný tegund menningariðkunar að vaxa til áhrifa.
Þjóð telst ekki menningarþjóð vegna þess eins,
að þar kunni menn að skrifa sögur, yrkja ljóð
og mála myndir — hversu snilldarlega sem allt
þetta er gert — heldur verður hún einnig að
vera jafnoka aðili að hinni sérkennilegu vísinda-
legu menningarsköpun miðrar tuttugustu aldar.
Hún þarf að vera fær um að gefa og þiggja
gjaldgenga vöru í þeim menningarlegu sam-
skiptum þjóðanna, sem sérkenna þetta tímabil.
Við Islendingar höfum ekki til fulls áttað
okkur á, hve nauðsynlegt er að efla vísindalega
menningu í landinu, ef við eigum að halda
okkar hlut í þeirri öru þróun og samkeppni,
sem einkennir öld vora. Við þurfum að verða
hlutgengur aðili í þeirri menningarlegu sam-
búð, sem mun grundvalla samskipti þjóðanna
í framtíðinni. Efling vísinda í landinu er þó
ekki fyrst og fremst kvöð á okkur, til að við
getum talizt menn með mönnum, heldur er hún