Stúdentablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 31
STÚDENTABLAÐ
23
liggja í íslenzkum handritasöfnum heima og
erlendis, og orðaforði þeirra er oft allur annar
en hinna prentuðu bóka. Svo er þó fyrir að
þakka að talsvert hefur verið gefið út á síðari
árum af þessum ritum; á sumum sviðum má
kalla að sæmilegt úrval sé til, svo sem í sagn-
fræði. En önnur svið hafa að miklu eða veru-
legu leyti orðið út undan, og frá sjónarmiði
orðabókarmanns er það skaði sem ekki verður
bættur nema með því einu að fleiri rit séu
gefin út, og nýjar og betri útgáfur komi fram
á þeim ritum sem ekki eru til nema í næsta
ófullnægjandi útgáfum, en þau eru því miður
allt of mörg.
I þessum vanda er að vísu mikil stoð í orða-
söfnum 17. og 18. aldar. Þau eru fleiri en flesta
grunar, en langflest óprentuð og lítt eða ekki
rannsökuð. Merkast þeirra er án efa orðabók
Jóns Ólafssonar frá Grunnavík í Árnasafni.
Hún er í níu þéttskrifuðum bindum í arkar-
broti og geymir geysimikinn orðaforða, sem
hefur orðið að litlum notum í prentuðum orða-
bókum. Þessa orðabók og ýmsar aðrar, þótt
minni séu, höfum við orðabókarmenn ekki
ennþá orðtekið, en í þeim verður án efa hægt
að finna svör við mörgum spurningum sem
ekki verður leyst úr með orðasöfnun úr prent-
uðum textum einum. Ástæðan til þess er sú
að í mörgum þessara orðasafna er mikill orða-
forði úr mæltu máli svo og úr ritum sem aldrei
hafa komizt á prent.
Þegar nær dregur nútímanum verða vanda-
mál okkar orðabókarmanna annars eðlis. I
fyrsta lagi vex bókafjöldinn hröðum skrefum
svo að ekki er um annað að ræða en að velja
úr textum til orðtöku, og skiptir þá miklu
að það úrval sé gert af þeirri fyrirhyggju að
engin mikilvæg svið tungunnar verði út undan.
í annan stað er það augljóst mál að hinar
gífurlegu breytingar á atvinnuháttum Islend-
inga síðustu mannsaldrana hafa haft í för með
sér miklar breytingar á íslenzkri tungu. Fjöldi
nýrra orða hefur komið upp, og fjöldi gamalla
orða er að hverfa með þeim atvinnuháttum sem
þau voru tengd. Að því leyti sem þessi orð
hafa ekki verið fest á bækur er nú að verða
hver síðastur til að bjarga þeim frá glötun.
Orðabók Háskólans hefur ekki aðstöðu 'til að
’ taka slíka söfnun að sér að öðru leyti en því
að við höfum tekið því með þökkum sem
okkur hefur verið sent, og munum halda því
áfram. En hér þyrfti á skipulögðum aðgerðum
að halda, — það kostar aftur á móti starfsfólk,
kostar fé, sem orðabókin hefur ekki tök á.
Þess má minnast að í nágrannalöndum okkar
hefur slík söfnunarstarfsemi verið rekin árum
saman, sumstaðar með fjölmennu starfsliði, og
er þó hvergi nærri lokið, því að stöðugt skýtur
upp nýju efni eftir því sem nákvæmar er
safnað og vandlegar unnið.
Við orðabókarmenn erum stundum spurðir
hvort við rekumst ekki á marga nýstárlega og
merkilega hluti. Þessu er ekki auðsvarað, því
að það sem sumum finnst merkilegt þykir öðr-
um hégómi einn. Vitanlega finnum við margt
orða sem ekki standa í prentuðum orðabókum,
rekumst á mörg merkingarafbrigði sem geta
varpað ljósi yfir sögu orða og orðatiltækja.
Margt af þessu er mikill matur fyrir málfræð-
inga, en ekki ævinlega eins girnilegt til fróð-
leiks leikmönnum. Eins kemur hitt fyrir að við
finnum ekki orð sem ætla mætti að væru gömul
í, hettunni, þ. e. svo virðist sem sum orð
sem nú eru mjög algeng séu til orðin miklu
síðar en margir hafa talið. Eg skal að lokum
nefna tvö dæmi um slík orð, sem komu mér
a. m. k. á óvart. Orðin alltaf og alveg eru í
hópi algengustu orða í íslenzku nútímamáli,
bæði í ræðu og riti. Lærðir málfræðingar hafa
talið að orðið alltaf sé eldra en íslands byggð
og rakið uppruna þess aftur í frumnorrænu.
En samkvæmt þeirri vitneskju sem við orða-
bókarmenn höfum fengið, hygg ég að óyggjandi
rök séu fyrir því að orðið hafi ekki verið notað
á íslandi svo að nokkru nemi fyrr en á síðari
helmingi 18. aldar, og algengt verður það
vissulega ekki fyrr en á 19. öld. Ennþá yngra
er alveg. Það virðist ekki hafa orðið algengt
fyrr en um eða eftir miðja 19. öld. Hér skal
ekki gerð nein tilraun til að skýra þetta fyrir-
brigði, aðeins á það bent að eldri skýringar,
a. m. k. í orðinu alltaf, hljóta að vera rangar.
Þessi orð eru ekkert einsdæmi, síður en svo,
en þau eru nefnd hér af því að þau eru svo
algeng að fæstum dettur í hug að þau eigi sér
ekki miklu lengri sögu.