Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Page 33

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Page 33
STUDENTABLAÐ 25 menn taka fyrr upp lélega siði og háttu, en hitt sem til fyrirmyndar mætti telja. Margir þeir, sem stríðlegast verja dvöl hins erlenda liðs telja fáránlega þá kenningu, að menningarleg og þjóðernisleg hætta stafi af dvöl hersins. Telja jafnvel, að þá beri að vinna að því, að erlendir ferðamenn komi alls ekki til landsins, því að þeir geti ekki síður haft spillandi áhrif á menningu og tungu þjóðar- innar. Þetta eru sannast sagnar heldur hald- lítil rök, því að ólíklega fara ferðamenn að standa fyrir svallveizlum hér í Reykjavík, og er tvennu ólíku saman að jafna dvöl erlends hers, sem hér er að staðaldri, eða ferðalögum manna um landið. Við frjálslyndir stúdentar teljum þá hættu,- sem stafar af dvöl hersins svo geigvænlega, að ekkert réttlæti dvöl hans hér nú. Ef hér á að dvelja erlendur her, meðan komið getur til landamæraerja suður í heimi eða uppþot verða meðal kúgaðra nýlenduþjóða, þá gefur auga leið, að hér muni herlið dvelja um alllanga framtíð. Hitt ber fremur á að líta, að friðvæn- legra er nú í heiminum, en verið hefur síðan í heimsstyrjaldarlok. Það myndi einnig vafalítið stuðla að bættum friðarhorfum, ef hið erlenda herlið hyrfi héðan. Meðan herinn hins vegar dvelst hér, ber stúdentum að standa í fylkingarbrjósti fyrir verndun þjóðlegrar menningar, tungu og siða. Dvöl erlends liðs í landi lítillar þjóðar hefur oft orðið til þess að kveikja með betri hluta hennar eld þjóðernisvitundar og frelsisástar. Slík þjóðernistilfinning er þó of dýru verði keypt, ef það kostar siðspillingu og menningar- leysi hjá stórum hóp fólks, sem verður fórnar- dýr hinna erlendu áhrifa. Þjóðin hjarði af erlenda áþján um sex aldir. Við héldum tungu okkar, þó að eitt sinn þætti orðið fínt meðal fyrirfólks að tala dönsku á sunnudögum til hátíðabrigða. Kuldinn og hungrið fylgdi þjóðinni eins og skuggi, en samt megnaði alþýða landsins að varðveita menn- ingu þjóðarinnar og tungu. Nú höfum við nokkuð rétt úr kútnum, þó að alls staðar megi enn sjá merki liðinnar kúgunar. Hvergi blasa við háar hallir eða skrautleg minnismerki sem arfur fornrar frægðar. Það eina, sem við, þessi smáþjóð, eig- um, er tunga okkar og bókmenntir. Það tvennt er okkar þjóðlegi arfur. Enn er baráttunni ekki Ólafnr Haukur Ólafsson: Sumarlok Dimmt er í dölum og daufar nætur. Haustlangar heiðar af hrími grána. Sól er sokkin í saltar hrannir. Skúrir í skýjum og skarð í mána. Kal í kvisti. Krap í vatni. Fönn í fjalli og fölir hagar. Vos á velli. Volk í hafi. Seint koma sólskin og sumardagar. lokið, og hún verður ævarandi. Hættan mesta er sú, að fölsk lífsgæði, sem reist eru á hern- aðarvinnu, slævi Islendingseðlið og blindi þjóðina fyrir þeirri hættu, sem þjóðerni okkar stafar af dvöl hins erlenda hers. Dollaraflóðið getur orðið sjálfstæði þjóðarinnar hættulegra en hafísinn. Menn heyrast stundum kvarta undan því, að 1. desember sé kaldur og illa fallinn til há- tíðahalds. Eg myndi segja, að gott sé á köldum degi að minnast þess, að við verðum aldrei lengi sjálfstæð þjóð, ef við ekki byggjum til- veru okkar á vinnu við eigin atvinnuvegi. Land okkar liggur á mörkum þess byggilega og óbyggilega. Hér hefur soltin alþýða varðveitt þá menningu, sem við með rétti getum verið stoltir af. Hættan er sú, að glata menningunni og sjálfstæðinu fyrir molana sem hrökkva af borði erlendrar þjóðar, þó að vinsamleg sé. A köldum skammdegisdegi, 1. desember 1918, náðum við merkilegum áfanga í sjálfstæðisbar- áttunni. A slíkum degi er stúdentum gott að minnast þess, að á þeim hvílir öðrum fremur sú skylda að vernda það, sem unnizt hefur, sjálfstæði landsins og menningu þjóðarinnar.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.