Stúdentablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Qupperneq 34

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Qupperneq 34
26 STUDENTABLAÐ ÁRNI BJÖRNSSON, stud. mag. Knýjum á Ósjaldan heyrist um það tautað, að úrelt sé að helga 1. desember andstöðunni gegn hern- um og fjarstæða að helga daginn sama málinu ár eftir ár. Þessir tautarar virðast hyggja, að stúdentum sé að því mest sæmd að minnast á hin eða þessi mál einu sinni á ári og gleyma þeim síðan. Rétt svo að hægt verði að benda á það síðar meir, að stúdentum hafi ekki verið með öllu ókunnugt um tilveru þessara vanda- mála. Þeir segjast heldur ekki sjá að herinn sé farinn langt þrátt fyrir allt okkar brambolt, og hvað ætli þið getið, stráklingar, gegn ykkur eldri og reyndari mönnum? En það er einmitt mergurinn málsins, að við stúdentar höfum ekki enn verið tjóðraðir í neitt embætti með hring í nefinu, og því er það, að við leyfum okkur ýmislegt, sem samvizkan og heilbrigð skynsemi býður okkur, en sem okkur „eldri og reyndari“ þora ekki. Eg veit, að mönnum er þegar orðið ljóst flest hið hættulega og spillandi, sem leiðir af dvöl hersins á meðal vor og þeir óska al- mennt eftir burtför hans, nema nokkrir kinda- hausar, sem staðhæfa, að Island sé svo vont land og Islendingar svo ónýtir, að þeir geti ekki staðið á eigin fótum. Flestir skynja ógn- unina við menningarlíf þjóðarinnar, en þeir, sem gefa skít í alla menningu á þeim forsend- um, að ekki sé hægt að éta menninguna, skilja þó margir, að með sömu þróun verða íslend- ingar brátt algerlega háðir Bandaríkjamönn- um efnahagslega og atvinnulega. En það er ekki nóg, að fólk skilji hættuna, því að það nennir ekki að snúast gegn henni eða heldur að það sé þýðingarlaust. Það heldur jafnvel, að það sé ekki í þess verkahring að skipta sér af slíkum málum, heldur sé það stjórnmála- mannanna. Nú væri það í sjálfu sér ágætt, ef hægt væri að láta stjórnmálamennina eina um þessa hluti. En nú er því svo fyrir komið, og þykir víst fáum tíðindi, að stjórnmálamenn- irnir, sem um þessi mál fjalla, hafa meiri eða minni fjárhagslegan ágóða af dvöl hersins og framkvæmdum hans hér. Og þessir blessaðir menn hugsa eins og mörgum er eiginlegt, að hver sé sjálfum sé rnæstur og hver kynslóð verði að sjá um sig. Þeir vona, að börn þeirra muni koma sinni ár jafnvel fyrir borð og þeir sjálfir og eru í rauninni hæst ánægðir með til- veruna. En hvað um fólkið, sem hefir falið þeim forsjá sinna sameiginlegu mála, hafa þeir séð hagsmunum þeiss og framtíð barna þess borgið eins og þeim var treyst til? Eg hygg að fólki sé ómaksins vert að líta ögn eftir, hvort svo sé. Við stúdentar erum ekki og viljum ekki einungis vera maskínur, sem vinna úr svo og svo miklu hráefni hér í Háskólanum, unz við erum orðnir nægilega tilkeyrðir til að setjast í hina stöðuna eða þessa. Við gerum okkur ljóst, að margt fleira skiptir okkur máli en hið þrönga námsefni. Við höfum líka skilið, að það er til harla lítils að tæpa á áhugamálum okkar fyrir kurteisissakir einu sinni 1. desem- ber og síðan ekki söguna meir. Við höfum undanfarið fest augu á máli, sem okkur finnst svo brýnt, að önnur baráttumál okkar sé hé- gómi borin saman við það. Við gerum okkur það fullkomlega ljóst, að við ramman reip er að draga, því að við eigum ekki aðeins í höggi við ráðamenn okkar eigin þjóðar, heldur í rauninni við alla hernaðar- og heimsvalda- sinna, hvar sem er. Við vitum, að við getum

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.