Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 37
STÚDENTABLAÐ
29
III.
í stjórnmálaumræðum hefur hinar síðustu
vikur mjög verið rætt um ný flokkasamtök og
atbeina þeirra til myndunar ríkisstjórnar.
Stjórnmálaflokkar hafa haldið landsfundi og
gert ályktanir, sem þetta varða, og stjórn Al-
þýðusambands Islands hefur látið málið til sín
taka. Afstaða alþýðusambandsstjórnarinnar
hefur verið gagnrýnd á þeim grundvelli, að
stjórnin hafi farið út fyrir starfssvið sitt, það
sé hlutverk alþingis og forsetans að útvega
menn til landsstjórnar, enda þessir aðilar til
þess kjörnir í almennum kosningum. Hér er
að sönnu um hápólitískt mál að ræða og því
svo viðkvæmt, að ýmsir fræðafrömuðir myndu
vafalítið telja það affarasælast að vísindin létu
það afskiptalaust. Engum blöðum er þó um
það að fletta, að hér gætu hlutlaus félagsvís-
indi gert mönnum auðveldara að átta sig á
mikilvægu máli.
Hætt er við, að staða hinna ýmsu stofnana
í þjóðfélaginu, alþýðusambandsins t. d., vefjist
fyrir mörgum manninum, a. m. k., ef það fær
staðizt, er segir í stjórnmálaályktun flokksþings,
sem haldið var fyrir nokkrum vikum hér í
Reykjavík: „að verkalýðssamtökin (séu) sterk-
asta valdið í landinu.“ Það er verðugt og ærið
verkefni fyrir stjórn- og félagsfræðinga að
kanna, hver sé núverandi staða mikilvægra
stofnana eins og alþingis, ríkisstjórnar og
ýmissa stéttasamtaka. Hin þjóðfélagslegu vís-
indi geta ekki sagt, hver þessi staða ætti að
vera, en hins vegar, hver hún er og jafnvel
hver hún gæti verið.
Flestir menn telja sig vita helztu atriði, sem
máli skipta í sambandi við hið opinbera og hlut-
verk þess. Sjálfsagt telur allur almenningur,
að val ríkisforseta og alþingismanna, er hann
sjálfur framkvæmir, móti stefnuna í þjóðfélagi
voru. Ymsar ráðstafanir hafa verið gerðar á
liðnum áratugum til að fá hið mikla vald kosn-
ingaréttarins í hendur sem flestra af þegn-
unum, og má nú heita, að kosningarétturinn
sé almennur. I öðrum löndum hefur verið talið,
að áhrif almennings gætu verið meiri, og í
því sambancli hafa ýmsar ráðstafanir verið
gerðar. T. d. hafa sums staðar verið lögleiddar
almennar þjóðaratkvæðagreiðslur um viss mál,
svo að almenningur geti oftar beitt valdi sínu
en við fulltrúakjör á 4 ára fresti. Allt þetta
myndu menn sjá í skírara ljósi, ef félags- og
stjórnfræðingar tækju við því verki, sem lög-
fræðingar hafa unnið til að rannsaka þetta
svið. Menn þurfa að fá glögga mynd af hvoru
tveggja, takmörkum ríkisvaldsins og því,
hverjir hafa það í raun og veru í sínum hönd-
um.
Fullyrðing flokksþingsins um sterkasta
valdið í landinu kemur vafalaust mörgum á
óvart. Slíkar kenningar eru þó ekki nýjar af
nálinni. Fyrir nokkrum árum var í tízku að
tala um, að hinir raunverulegu stjórnendur
þjóðfélagsins væru forstjórar atvinnufyrir-
tækja landanna. Þá var talað um forstjóraveldi
sem hliðstætt fyrirbrigði við kirkju- og höfð-
ingjaveldi það, sem sagnfróðir menn tala um,
að tíðkazt hafi fyrr á tímum. Kenningar um
vald vinnu og fjármagns munu og öllum
kunnar. Ekki er ósennilegt, að þeir, sem sömdu
stjórnmálaályktun þá, sem fyrr er nefnd, hafi
talið verkalýðssamtökin, sem sennilega táknar
alþýðusambandið, vera stofnun, er færi með
umboð fyrir vinnuna í þjóðfélaginu. Vart mun
það þó á ítarlegri athugun byggt. Alþýðusam-
bandið er enn ekki fastmótuð stofnun. Engin
fræðileg athugun er til um störf þess og skipu-
lag. Ógerningur er t. d. að fá upplýsingar um
kosningaþátttöku í kosningum til þinga þess.
Þó er það einfalt atriði og með öllu ljóst
að því er alþingis- og forsetakosningar snertir.
Því er hætt við, að hin flóknari atriði séu ekki
í sem föstustum skorðum. Margir munu telja,
að sitthvað þurfi að lagfærast, ef sambandið
ætlar að kalla til meiri valda í landinu og
raunar hvort sem er. Skipulag þess virðist
jafnvel svo ófullkomið miðað við valdaaðstöðu
þess, að ekki er útilokað, að alþýðusambandið
geti orðið pólitískt vopn í höndum manna, sem
vilja ná völdum í þjóðfélaginu, en hafa ekki
fengið umboð kjósenda í almennum kosningum.
Hér er ekkert um það sagt, hvort svo sé
nú, aðeins er á það bent, að um mál er að
ræða, sem miklu skiptir og hlutlaus rannsókn
gæti gert ljósara. Slík meðferð vandasamra
þjóðmála gæti og e. t. v. orðið til þess að
hleypa blindasta ofsanum úr stjórnmálaumræð-
um og stjórnmálastarfi hér á landi. Hlutlægan
fróðleik er nú oft erfitt að fá, og gagnstæðar
fullyrðingar ganga á víxl án þess að úr fáist
skorið, hvor er réttari. Vissulega á og getur
heiðríkja vísindanna vísað mönnum á fram-
farabraut á sviði þjóðfélagsmála.