Stúdentablaðið - 01.12.1955, Side 40
32
STUDENTABLAÐ
SKARPHÉÐINN PÉTURSSON, stud. theol.:
„Væri minn brandur
búinn með stól"
Þegar kolbítarnir risu úr öskustónni og
bjuggust til ferðar til að vinna sér frægð og
frama fylgdu þeim oft misjafnar óskir, en oft
var þeim fylgt á leið af gamalli móður, er gaf
þeim að skilnaði ryðfrakka einn. Varð sá að
bitrum brandi, er í mannraunir kom, og dugði
þá vopna bezt.
Þegar kolbítarnir íslenzku rísa nú úr margra
alda öskustó erlendrar áþjánar, sem enn er
ekki séður endir á, eiga þeir sem áður þann
brand, er oft hefur bitrastur reynzt. Margur
hefur verið með vopnum veginn, en enn þá
fleiri munu þeir þó vera, er sviðið hefur undan
eggjum hvassrar tungu. Og svo mun enn verða
um langa framtíð.
Sú gæfa er okkur gefin, er þetta land
byggjum, að upprunann getum við rakið allt
frá fyrstu byggð landsins til þessa dags. Og
þau tengsl verða seint fullþökkuð. Römm verður
hún ætíð taugin, er bindur okkur við upprun-
ann. Enn þá berjast Islendingar í Kanada hæp-
inni baráttu til viðhalds íslenzkri tungu og
horfa ekki í þann kostnað, sem af því er. Það
er ættarmetnaður þeirra að halda við íslenzkri
tungu.
En hversu sem sú barátta endar, mun rétt,
að við minnumst þess, að barátta okkar er
önnur og nálægari. A þessu landi verður ís-
lenzka að talast, eigi hún ekki að deyja út, og
við verðum að gera okkur það ljóst, að með
auknum áhrifum frá erlendum þjóðum, vex
einnig hætta á því, að tungan spillist. Að
ógleymdri dvöl hins erlenda liðs, sem hér er nú
og hlýtur með sambúð sinni við landsmenn að
orka til málspella, sé eigi rönd við reist. Nú
þarf ekki lengur að fárast yfir dönsku slettun-
um, sem í æsku minni þóttu versti blettur íung-
unnar. Þær slettur eru ýmist horfnar eða
enginn tekur eftir þeim lengur. En í staðinn
koma aðrir blettir. Sletturnar, sem unglingar
í Reykjavík bera sér í munn í dag eru að vísu
fæstar orðnar bókmál, en vel getur svo farið,
að þær verði orðnar að talmáli alþýðu með
næstu kynslóð og bókmáli með annarri, verði
engar skorður við reistar.
Þegar kolbítar rísa, má jafnan gera ráð fyrir,
að þeir séu ekki að öllu sem aðrir. I sekk og
ösku lærist fátt. En er semja skal sig að venju-
legum siðum, má fullvíst telja, að hemil verði
á því að hafa, því að of snögg myndi sú breyting
verða hemill allra hetjudáða. Og allar voru
hetjudáðir kolbítanna unnar, áður en þeir urðu
sem aðrir menn. Ekki síðar.
Það er eðli alls járns að safna ryði, sé það
vanhirt. Og á góðmálm tungunnar fellur einnig
ryð, sé hann látinn ósnertur. Orð, sem látin
hafa verið ónotuð um hríð, verða annarleg í
munni, þótt tiltæk séu. Og gott má stál vera,
ef ekki sjást skörð á eggjum eftir slíka með-
ferð.
Notkun tungunnar til ljóðagerðar hefur án
efa á liðnum öldum orðið að miklu gagni til
verndar menningu og tungu þjóðar vorrar. Það
agar vel að fella mál í þröngar skorður ríms
og stuðla. Sennilega er af hörku dregið sam-
nefni stuðuls sem ákveðins þáttar í vísnagerð
og bergtegundum, og hvort tveggja fer vel og
er augnayndi, ef rétt er myndað á réttum stað.
Og hvort tveggja er smámenni hættulegt viður-
eignar, ef röngum tökum er beitt. Rætt er um
að sverfa til stáls. En við íslenzkum stuðlum