Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 41

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 41
STUDENTABLAÐ 33 Frá deildafélögum ÖRN ÞÓR, stud. jur.: Frá Lagadeild Orator heitir félag laganema. Meðlimir þess eru allir nemendur í lagadeild Háskóla íslands, á meðan þeir stunda nám við skólann. Félagið kýs sér fimm manna stjórn til eins árs í senn, sem fer með öll mál félagsins, starfs- tíma sinn. Starfsemi félagsins hefir frá byrjun verið allfjölþætt, þó að félagsstarfið hafi sum árin verið fremur dauft. Fyrir nokkrum árum hóf Orator útgáfu blaðs, sem síðan hefir komið út, undantekningarlaust fjórum sinnum á ári. Blaðið heitir Úlfljótur og er yfirleitt 36—48 síður í venjulegu bókarbroti, og hefir laganemum tekizt á þessum stutta tíma að gera blað sitt fjárhagslega sterkt, vinsælt innan lagadeildarinnar sjálfrar, sem og út á við, svo og aflað því álits meðal lögfræðinga landsins, þar sem í blaðið hafa jafnan ritað færustu fræðimenn lögvísindanna. Úlfljótur hefir því nú að geyma merkilegan fróðleik og er oft góð handbók þeim, er laganám stunda. Félagið hefir haft æfingar í málflutningi fyrir laganema, þótt dofnað hafi yfir því nú allra síð- ustu árin. Ber þó ekki að efa, að reglulegar málflutningsæfingar eru mjög athyglisverður þáttur í laganámi. Ber öllum saman um, sem varið hafa eða sótt mál fyrir dómstóli Ora- tors, að slíkar æfingar séu góður skóli. Félagsfundir hafa verið haldnir, og ei' þá jafnan viðurkenndur lögfræðingur beðinn að flytja þar erindi. Einu sinni á ári hverju fara laganemar austur að Litla-Hrauni í svo nefndan „vísinda- leiðangur.“ Er til þeirrar farar efnt af félagsins hálfu til þess að laganemar megi kynna sér fangelsismál þjóðarinnar að nokkru og hvernig búið er að afbrotamönnum vorum. Auk þessa hefir svo Orator haldið 16. febrúar hátíðlegan tvö undanfarin ár. Fóru laganemar á þessu ári í heimsókn í Hæstarétt, sem þá var 35 ára, en héldu síðan hóf að kvöldi þess dags. * Fyrrverandi stjórn Orators hefir unnið að því á starfstíma sínum að koma á stúdenta- skiptum milli lagadeildarinnar og bandarískra verður seint hróflað á þann hátt, en góðir munu þeir reynast til brýningar nú sem áður, sé rétt með þá farið. Oft er gaman að gæla við hugsanir sínar, velta þeim fyrir sér á ýmsa vegu og sjá, hverjum breytingum þær taka eftir því, hvaðan á þær er litið. Einnig að snúa þeim, ef svo má að orði kveða, og athuga andhverfu og rang- hverfu. Og þegar velt er og hnoðað þeirri hugsun, hve margt í sögum kolbítanna með ryðfrakkana minni á sögu þjóðar og tungu, þá hljóta orð skáldsins að koma í hug: „Eg skal segja æfintýr um ungan dreng í koti, sem aleinn varð að smala um regin fjöll. En seinna fór að heiman, óþveginn og allslaus og ætlaði að vinna sér ríki og höll. Og ég skal segja æfintýr um ungan dreng í koti, sem aldrei vann ríki né konungsgarð.“ Svo kann að fara, að þessar hugsanir setjist að, en fremur er ég að vona hitt, að úr kol- bítnum skapist sá baráttumaður, er aldrei lætur deyfa fyrir sér eggjar málsins, er hann hefur hreinsað af því ryðið, sem á það féll. Og fari svo, að hetjudáðin verði aldrei drýgð og konungsríkið hvergi til, þá ber að minnast þess, sem er sígild sannindi, að draumur um slíkt er þó alltaf mikils virði. Og þótt svo kunni að fara, að di'aumurinn rætist ekki, þá er ekki með því sagt, að við vildum láta hann ódreymdan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.