Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 42

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 42
34 STUDENTABLAÐ háskóla. Hefir þetta nú tekizt, og munu skiptin sennilega eiga sér stað fljótlega á næsta ári. Hugmyndin er, að 2—3 íslenzkir laganemar fari til Bandaríkjanna og dveljist þar við háskóla um mánaðartíma og í staðinn komi jafnmargir laganemar frá Bandaríkjunum og dveljist hér við háskólann svipaðan tíma. Það er von okkar, að ef þessi stúdentaskipti takast vel í fyrstu, verði þetta fastur þáttur í starfi Orators. Bandaríkin urðu fyrir valinu fyrst, en vel má benda á, að æskilegt væri, að slík stúdenta- skipti sem þessi komist einnig á milli okkar annars vegar og hinna Norðurlandanna hins vegar. Væru þá fleiri stúdentar á hverju ári, sem kost ættu á því að dveljast við erlendan háskóla og um fleiri lönd og þá fleiri skóla að velja. Allir munu sammála um það, að hverjum ungum manni er hollt og gott að sjá og heyra margt nýtt, kynnast sjónarmiðum annarra og kynnast námsfyrirkomulagi og kennsluháttum meðal annarra háskóla. Sá íslenzkur stúdent, sem þannig dvelst erlendis við háskóla, þótt ekki sé nema um tiltölulega stuttan tíma að ræða, kemur því eflaust heim aftur með margt, sem hægt er að skýra frá og góð áhrif hefir á þá stúdenta, sem heima hafa setið. Eg hefi rætt hér nokkuð um þetta vegna þess, að ég álít, að aðrar deildir eða háskólinn sjálfur ættu einnig að stuðla að gagnkvæmum kynnum íslenzkra og erlendra stúdenta. * Frá upphafi hefir Orator átt því láni að fagna, að pólitísku dægurþrasi hefir verið haldið utan félagsstarfsins. Engar pólitískar um- ræður eru leyfðar á félagsfundum, og stjórnir félagsins eru valdar algjörlega án pólitískra skoðana. Hefir þetta skapað skemmtilegra fé- lagsstarf en annars hefði orðið, meiri fram- kvæmdir og starf og þá eðlilega meiri sam- heldni laganema. Félagið felldi fyrir einu ári á fundi til- lögu þess efnis, að deildin byði fram fulltrúa sinn við stúdentaráðskosningar. A meðan þeirri stefnu er haldið, er Orator á réttri leið. Póli- tískt félagsstarf í háskólanum er fáum til sóma. Þar er lítið aðhafzt ár eftir ár vegna ósamlyndis og flokkadrátta. Virðist þetta ástand fara síversnandi ár frá ári. Það á að vera Ora- tor og öðrum deildarfélögum innan háskólans mikil vörn gegn því, að hið óhreina pólitíska loft komist inn í félögin, og það eitt skal haft í huga að vinna sameiginlega að betra, fjöl- breyttara og gæfuríkara félagsstarfi, sem hverjum og einum megi verða styrkur, þegar úr háskólanum er farið og út í lífið sjálft komið. LEIFUR BJÖRNSSON, stud. med.: Stór átök eru nauðsyn Á næsta ári verða liðin 80 ár frá því að skipuleg kennsla í læknisfræði hófst hér á landi. Læknaskóli var stofnaður hér í Reykjavík árið 1876, að mestu fyrir forgöngu Jóns Hjaltalíns, landlæknis. Með honum voru sköpuð skilyrði fyrir því, að þær öru framfarir í heilbrigðis- málum, sem þá hófust í Evrópu, með mönnum eins og Pasteur og Koch, gætu náð til Islands. Áður höfðu einstakir héraðslæknar, einkum hér í Reykjavík, kennt fáeinum læknisefnum undir próf, en það gat ekki talizt skipuleg kennsla. Þegar við lítum á heilbrigðisástand þjóðar- innar í dag og sjáum tölur um sjúka og dána, og berum þær síðan saman við tölur frá fyrri tíð, skiljum við þann reginmuii og þær miklu framfarir sem orðið hafa. Eitt veigamesta aflið, sem stuðlað hefur að þeirri framþróun, sem orðið hefur, er tvímæla- laust íslenzkur læknaskóli og arftaki hans: Læknadeild Háskóla Islands. Án hans hefði ekki verið unnt að mennta þá fjölmörgu lækna, sem á undanförnum áratugum hafa staðið fremst í baráttunni fyrir útrýmingu sjúkdóma. — Það er erfiðleikum bundið fyrir fámenna þjóð, til skamms tíma fátæka, að sjá lækna- skóla fyrir því fjármagni, sem til hans þarf. Hefur þá í mörgum tilfellum ekki verið gáð að því, að hver króna, sem varið er beint eða óbeint til þess að fyrirbyggja sjúkdóm eða lækna, gefur á þann hátt meiri arð en flest önnur fjárfesting. — Mikið hefur áunnizt frá því er lækniskennsla hófst hér við frumstæð kjör en því miður stöndum við samt enn langt að baki öðrum menningarþjóðum í mörgu er að læknakennslu lýtur. Ekki er lengra síðan en í fyrra, að einn prófessor læknadeildarinnar beindi þeim aðvörunarorð- um til Alþingis að „. . . að [óbreyttu ástandi]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.