Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 43
STUDENTABLAÐ
35
mun kennsla læknanema við Háskóla íslands
dragast hröðum skrefum aftur úr því, er kennt
er við aðra háskóla . . .“
Islendingar hafa náð glæsilegum árangri í
heilbrigðismálum sínum. Þessum árangri var
aðeins hægt að ná í sjálfstæðu landi. Er við
minnumst þeirra tímamóta er urðu 1 sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar í dag fyrir 37 árum,
þá vitum við, að barátta þeirra frumherja, sem
þá sigruðu svo glæsilega, er það að miklu leyti
að þakka, hvar við stöndum í dag.
En í læknavísindum halda framfarirnar
ávallt áfram. Þess vegna mega menn ekki líta
ánægðir á unnið verk, heldur krefjast meira
af sér og sækja fram.
Kennslan í læknadeildinni þarf að aukast
og batna. Eins og nú er háttað, er búið mjög
illa að prófessorum deildarinnar, þeir og að-
stoðarmenn þeirra eru ofhlaðnir störfum, vinnu-
skilyrðin eru oftast léleg, þeir hafa ekki það
rúm eða þau tæki, sem nauðsynleg eru til
kennslunnar. Nauðsynlegt er að fjölga lækn-
um á Landsspítalanum, svo að þeir, þ. e.
læknar, geti betur sinnt skyldu sinni um
að kenna stúdentum og kandídötum. Læknis-
fræðileg bókasöfn verður að stofna við sjúkra-
húsin og í Háskólanum (þar er til vísir
að því). Nauðsynlegt er að efla lánasjóð
stúdenta, og auka námslánin. Þannig mætti
lengi telja, en í stuttu máli er nauðsynlegt að
bæta öll vinnuskilyrði til náms og kennslu við
læknadeildina.
I dag, á þessum minningardegi þjóðarinnar,
sem við stúdentar höfum gert að sérstökum
baráttudegi okkar, verðum við að heita því,
hvort sem við erum við háskólanám enn, eða
eigum það að baki, að vinna af kappi að því
að sótt verði á og aldrei slakað á kröfunum í
baráttunni fyrir framförum í heilbrigðismálum
þjóðarinnar.
Frá Félagi guðfræðinema
Á s. 1. vetri gekkst félagið fyrir nokkrum
umræðufundum meðal guðfræðistúdenta, þar
sem stúdentar sjálfir höfðu framsögu um guð-
fræðileg efni. Auk þess töluðu á fundum félags-
ins Alfreð Gíslason læknir, sem talaði um
samstarf presta og lækna, og enski skurðlækn-
irinn Arnold Aldis, sem hér var staddur á
vegum Kristilegs stúdentafélags. Félagið sá
um bókmenntakynningu s. 1. vetur í samvinnu
við bókmenntakynninganefnd stúdentaráðs. Var
þar flutt efni úr kaþólskri tíð. Magnús Már
Lárusson, prófessor, valdi efnið og flutti skýr-
ingar, en þrír guðfræðistúdentar lásu upp.
Auk þess var flutt gamalt tón með aðstoð
Róberts A. Ottóssonar.
ÞÓRÐUR STURLAUGSSON, stud. oecon.:
Vöxtur Viðskiptadeildar
Starfsemi Viðskiptadeildar Háskóla Islands
hófst árið 1941. Hafði þá um skeið verið starf-
ræktur eins konar viðskiptaháskóli, og gengu
nemendur hans í viðskiptadeildina við stofnun
hennar. Voru því þegar í upphafi 46 nemendur
í deildinni, og útskrifaði hún vorið 1942 níu
kandidata.
Næstu árin þar á eftir, eða til loka heims-
styrjaldarinnar, er nokkur afturkippur í deild-
inni, og má segja, að hún „nái sér ekki á strik“
fyrr en árið 1947, er hún tekur að vaxa á ný.
Árið 1950 hefur hún aftur náð sinni upphaf-
legu stærð, og er vöxtur hennar síðan jafn og
mjög ör. Taldist hún við síðustu stúdentaráðs-
kosningar hafa 104 nemendur.
Viðskiptadeildin hefur að ýmsu leyti sér-
stöðu meðal annarra deilda háskólans. Má þar
til dæmis nefna, að lokaprófið veitir kandidöt-
um engin lögákveðin réttindi til opinberra emb-
ætta eða annarra starfa. Viðskiptafræðingurinn
verður að prófi loknu að ráða sig til skrifstofu-
starfa og á sína framtíðarmöguleika meir en
aðrir háskólaborgarar undir hagnýti mennt-
unar sinnar. Eigi hafa þó þessir vankantar
íslenzkra laga orðið viðskiptafræðingum
framatálmi, því að nú er svo komið, að ekkert
meiriháttar fyrirtæki, sem halda vill velli í
harðri samkeppni nútímans, telur sig hafa efni
á að starfa án kunnáttumanna í viðskiptafræð-
um. Er hér mörgum að þakka og þá helzt frá-
bærri atorku forráðamanna deildarinnar, er
stöðugt vinna að endurbótum og aukningu
námsefnis og kennslu.
Annað, sem telja má ólíkt með viðskipta-
deild og öðrum deildum háskólans, er fyrir-