Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Side 44

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Side 44
36 STÚDENTABLAÐ komulag prófa. Deildinni er eigi skipt í hluta eftir því, hve nemendur eru langt komnir í námi, heldur eru allir saman á fyrirlestrum og geta tekið próf í hverri námsgrein fyrir sig, þegar er yfirferð í henni er lokið. Auðveldar þetta nemendum mjög próflestur og gefur mun betri námsárangur en þegar tekið er próf í mörgum og stundum efnismiklum námsgrein- um með nokkurra ára millibili. Nemendur viðskiptadeildar hafa með sér fé- lag, er starfað að hagsmunamálum þeirra, og stendur það einnig fyrir umræðufundum, skemmtunum og kynnisferðum í stórfyrirtæki. Er ævinlega mikið fjör í því og óskandi, að svo verði, því að það eflir samtakamátt nemend- anna og örvar áhuga þeirra á náminu. BIRGIR JÓH. JÓHANNESSON, stud. odont.: Fró Tannlækneadeild í fámennustu deild Háskóla Islands, tann- læknadeildinni, eru nú að jafnaði 12—14 nem- endur. Deildin var stofnuð árið 1944, en tók til starfa haustið 1945, svo að nú í haust eru rétt 10 ár liðin frá því, að kennsla hófst í tannlækn- ingum hér á landi. Frá upphafi hefir deildin verið til húsa á efstu hæð norðurálmu Háskól- ans. A fyrstu starfsárum deildarinnar voru nem- endur fáir, allt að fjórðungur þess, sem nú er, og húsrými hennar því nægjanlegt. En nem- endum fjölgaði skjótt með vaxandi þörf fyrir fleiri tannlækna í landinu, og nú er svo komið, að húsnæðið er orðið allt of lítið, auk þess sem herbergjaskipan er mjög ábótavant. Menn geta gjört sér í hugarlund, hvernig starfsskilyrðin eru, þegar haft er í huga, að húsnæðið, sem deildin á við að búa, er lítið eitt stærra en tannlækningastofur almennt gerast hér á landi. Væri freistandi að lýsa hús- næði því, sem deildin hefir til umráða, en það mun hafa verið gjört hér í Stúdentablaðinu fyrir 2—3 árum, svo að ég leiði það hjá mér að sinni. Þrátt fyrir þessa erfiðleika og aðra, sem að deildinni steðjuðu í upphafi, hefir árangur sá, sem af henni hefir hlotizt, verið ágætur, og eru allir sammála um það, að með störfum hennar þennan fyrsta áratug, hafi traustur +■ Frá ritnefnd Ritnefnd Stúdentablaðs þakkar öll- um þeim, sem stuðlað hafa að því, að blaðið mætti verða sem bezt úr garði gert, bæði þeim, sem hafa ritað í blaðið og þeim, sem hafa prýtt útlit þess með teikningum sínum, myndum og góð- um ráðleggingum. Sérstaklega þakkar nefndin starfs- mönnum Alþýðuprentsmiðjunnar fyrir ágæta samvinnu og frábæra lipurð í starfi. +,--------------------------------------4 grundvöllur verið lagður að áframhaldandi tannlæknanámi hér á landi. Þetta er fyrst og fremst því að þakka, að í upphafi voru valdir að deildinni kennarar, sem voru starfi sínu vaxnir og hafa með þolinmæði sigrazt á byrj- unarörðugleikum í starfi sínu. Margar nýjungar, sem fram hafa komið á sviði tannlækninga síðustu árin, hafa verið reyndar, eftir því sem efni og ástæður hafa leyft. Þær, sem vel hafa reynzt, hafa verið felldar inn í námið, en hinum hafnað. Kennslu- bækur eru ætíð þær yngstu, sem völ er á. Vonandi rætist brátt úr húsnæðismálum deildarinnar, en ætlunin er, að því er ég bezt veit, að deildin verði til húsa í hinni nýju við- byggingu Landsspítalans, sem þegar eru hafnar framkvæmdir við. Þar verður, án efa, vítt til ákjósanlegustu fyrir námið, bæði kennara og veggja og hátt til lofts og skilyrði öll hin nemendur. Félag tannlæknanema var stofnað árið 1949, en vegna fámennis hefir starfsemi þess ekki verið eins blómleg hjá öðrum fjölmennari deildarfélögum þessa skóla. Af og til hafa skemmtifundir verið haldnir nemendum til skemmtunar og fróðleiks. Einnig hefir sá háttur verið upp tekinn meðal nemenda deildarinnar að fara í stutt ferðalag einu sinni á ári, öllum til hinnar mestu ánægju.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.