Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 45
STUDENTABLAÐ
37
Annáll Háskólans
Háskóli íslands
var settur fyrsta vetrardag að viðstöddum forseta
íslands, fulltrúum erlendra ríkja og fleiri stórmennum.
Hátíðin hófst með því, að Dómkirkjukórinn og Guð-
mundur Jónsson óperusöngvari fluttu kafla úr háskóla-
kantötu Dr. Páls Isólfssonar við háskólaljóð Þorsteins
Gíslasonar undir stjórn tónskáldsins. Síðan flutti rektor
magnificus, dr. Þorkell Jóhannesson, setningarræðu
sína, en þá voru aftur fluttir kaflar úr háskólakantöt-
unni. Rektor ávarpaði nú nýstúdenta, mælti til þeirra
hvatningar- og viðvörunarorð og árnaði þeim heilla í
framtíðinni. Síðan afhenti hann þeim háskólaborgara-
bréfin.
Að lokum söng Dómkirkjukórinn þjóðsönginn. At-
höfninni var útvarpað.
Bókmenntakynningar
voru tvær á árinu. Fyrri kynningin var með öðru
sniði en vant er. Var hún samfelld dagskrá um kaþólsk-
an sið á Islandi. Prófessor Magnús Már Lárusson valdi
efnið, en guðfræðistúdenlarnir Asgeir Ingibergsson,
Hjalti Guðmundsson og Olafur Skúlason lásu. Próf.
Magnús tengdi saman kaflana. Hjalti Guðmundsson,
stud. theol. og Róbert A. Ottósson sungu tvo forna
íslenzka munkasöngva. Dagskrá þessi var flutt í febrú-
ar, en var fremur fásótt.
Kiljansvaka var haldin 6. marz. Formaður stúdenta-
ráðs, Skúli Benediktsson, stud. theol., flutti ávarp.
Jakob Benediktsson magister flutti erindi um skáldið,
Þorsteinn O. Stephensen leikari og háskólastúdentarnir
Árni Björnsson, stud. mag., Baldur Jónsson, stud. mag.,
Jón Haraldsson, stud. odont., Sigurður Líndal, stud. jur.
og Sveinn Skorri Höskuldsson, stud mag., fóru með
kafla úr verkum s’káldsins. Jón Sigurbjörnsson söngvari
söng lög við texta eftir Halldór Kiljan Laxness, og að
lökum las skáldið kafla úr Gerplu. Húsfyllir var á
kynningu þessari. Báðum bókmenntakynningunum var
síðar útvarpað af segulbandi.
í bókmenntakynninganefnd áttu sæti þeir Jón
Böðvarsson, stud mag., Jón Marínó Samsonar, stud.
mag., og Þórir Einarsson, stud. oecon.
Stúdentaráðskosningar
fóru fram 29. okt. s. 1. Kosningabarátta var hörð að
venju, og komu út eigi færri en 6 blöð fyrir kosningar.
Kvöldið fyrir kjördag leiddu menn saman hesta sína
á framboðsfundi. Var hann allharður, en flestir munu
þó hafa komizt út þaðan
jafn heilir og áður, bæði á
sál og líkama. Fram komu
þrír listar, og urðu úrslit
kosninganna þau, að A-
listi, borinn fram af Félagi
róttækra stúdenta, Félagi
lýðræðissinnaðra sósíalista
og Þjóðvarnarfélagi stú-
denta, hlaut 249 atkvæði
og fjóra menn kjörna,
Guðmund Pétursson, stud.
med., Skarphéðin Péturs-
son, stud. theol., Björgvin
Guðmundsson, stud. oecon., og Stefán Yngva Stefánsson,
stud. odont., B-listi, listi Félags frjálslyndra stúdenta,
hlaut 84 atkvæði og einn mann kjörinn, Svein Skorra
Höskuldsson, stud. mag., C-listi frá Vöku, félagi lýð-
ræðissinnaðra stúdenta, hlaut 273 atkvæði og kjörna
Sigurð Líndal, stud. jur., Jón Þ. Hallgrímsson, stud.
med., Rafn Hjaltalín, stud. theol., og Jón G. Tómasson,
stud. jur.
Hið nýkjörna stúdentaráð skipti með sér verkum, og
var Björgvin Guðmundsson kosinn formaður, Sigurður
Líndal ritari og Stefán Yngvi Stefánsson gjaldkeri.
Rússar
innrituðust í haust sem hér segir: Guðfræðideild 7,
læknadeild 28, lagadeild 13, viðskiptadeild 20, heim-
spekideild 88 (þar af 6 í íslenzk fræði), verkfræðideild
17. Eru rússar því samtals 173.
Almennur stúdentafundur
var haldinn í hátíðasal háskólans 8. febrúar s. 1.
vegna skrifa brezkra blaða um sjóslys út af Vestfjörð-
um. Var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma:
„Almennur fundur stúdenta við Háskóla íslands,
haldinn þriðjudaginn 8. febr. 1955, lýsir yfir vanþóknun
sinni og hryggð vegna hinna fáheyrðu aðdróttana og
einstæðu ósanninda, sem fram hafa komið í garð ís-
lendinga í brezkum blöðum að undanförnu í sam-
bandi við sjóslysin út af Vestfjörðum nýlega.
Fundurinn beinir þeirri eindregnu áskorun til ís-
lenzkra stjórnarvalda, að þau láti einskis ófreistað til
að hrinda þessari ódrengilegu árás og krefjist þess af
brezkum stjórnarvöldum, að þau beiti sér fyrir leið-
réttingu og algjörri uppreisn Islands í þessu máli“.
Félagsheimili stúdenta
hefur verið ætluð lóð í háskólahverfinu, eins og
áður hefur verið frá skýrt. Gengið var frá heildar-
teikningum af húsinu á árinu. Enn sem komið er, evu