Stúdentablaðið - 01.12.1955, Side 46
38
STUDENTABLAÐ
sjóðir félagsheimilisins fremur rýrir, en stjórn sú, sem
kosin var fyrir félagsheimilið, hefur gert frumdrög að
víðtækum fjáröflunarleiðum, sem vonir standa til, að
komist til framkvæmda fyrr en síðar, enda er hér um
brýnt nauðsynjamál stúdenta að ræða.
Hátíðahöld og skemmtanir
voru með margvíslegu móti eins og jafnan áður. Er
fyrst að nefna hátíðahöld 1. des. s. 1. Þau hófust með
guðþjónustu í 'kapellu háskólans 'kl. 11 f. h., og sá
Bræðralag um undirbúning, en séra Guðmundur
Sveinsson prédikaði. Kl. 13,15 héldu stúdentar í skrúð-
göngu frá hsákólanum að Alþingishúsinu og hlýddu
þar á ræðu prófessors Jóns Helgasonar, er hann flutti
af svölum hússins. Kl. 15,30 hófst samkoma í hátíðasal
háskólans. Formaður stúdentaráðs flutti ávarp. Ræður
fluttu þeir Gísli Sveinsson, fyrrv. sendiherra, og próf.
Sigurbjörn Einarsson. Kristinn Hallsson söng, en Jór-
unn Viðar, Ernst Norman, Ingvar Jónasson og Einar
Vigfússon léku Mosaic mucical eftir Bengtson. Um
kvöldið var hóf stúdenta að Hótel Borg, og voru for-
setahjónin meðal gesta. Ræðu flutti próf. Jón Steffens-
sen, Árni Bjömsson og Erlingur Gíslason sungu glunta
og Hjálmar Gíslason skemmti með gamanvísnasöng. Að
lokum var dansað og skemmtu menn sér ágætlega. Þóttu
hátíðahöld dagsins takast vel að öðru leyti en því, að
skrúðganga var fámenn og sviplítil. Er helzt búizt við,
að hún verði lögð niður.
Aramótafagnaður var haldinn í samkomusal Þjóð-
leikhússins. Guðmundur Pétursson, stud. med., flutti
áramótaræðu, en síðan var
dans og gleði fram eftir nóttu.
Sumarfagnaður var hald-
inn að Hótel Borg. Jón Har-
aldsson, stud. odont., flutti
ávarp, en síðan var stiginn
dans. Þá efndi stúdentaráð til
dansleiks og einnar kvöld-
vöku á árinu.
Stúdentaráð annaðist að
venju dagskrá í ríkisútvarp-
inu síðasta vetrardag. Þar
flutti formaður stúdentaráðs
ávarp, en erindi fluttu þeir
Asgeir Ingibergsson, stud.
theol., og Sigurður Líndal, stud. jur. Lesið var upp úr
kvæðum eftir Hannes Pétursson, stud. mag., Jón
Böðvarsson, stud. mag., og Matthías Jóhannessen, stud.
mag. Að lokum var samfelld dagskrá, svipmyndir úr
skólalífi fyrr og nú, er Jökull Jakobsson, stud. theol.
stjórnaði.
Gjafir
bárust háskólanum margar og höfðinglegar. — Er þar
fyrst að nefna Verðlaunasjóð Alfreðs Benzons, sem
stofnaður var 17. jan. þ. á. af Þorsteini Scheving Thor-
steinssyni lyfsala. Er sjóður þessi um 115 þús. kr. og
skulu veitt úr honum verðlaun fyrir vísindalegar rit-
gerðir um efni úr lyflæknisfræði og lyfjafræði og lyf-
sölufræði. Auk sjóðsins færði Þorsteinn Scheving há-
skólabókasafninu stóra og dýrmæta bókagjöf, m. a.
fágæt rit eftir Arngrím lærða. Einnig hefur Þorsteinn
á þessu ári og bróðir hans, Magnús Scheving Thor-
steinsson forstjóri, gefið stórgjafir í Minningarsjóð Þór-
unnar og Davíðs Schevings Thorsteinssonar. Mun sjóður
þessi framvegis standa undir greiðslu á húsaleigu fjög-
urra stúdenta í stað þriggja hingað til.
Hin svokallaða 1. aprílnefnd, sem stóð fyrir hátíða-
höldum í vor vegna 100 ára afmælis frjálsrar verzlunar
á Islandi, gaf háskólanum sjóð, að upphæð 100 þús. kr.
Að gjöfinni stóðu Verzlunarráð Islands, Samband ís-
lenzkra samvinnufélaga, Samband smásöluverzlana og
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Mun sjóði þessum
verða varið til styrktar nemendum og kandídötum í
viðskiptafræðum hér við háskólann.
Á s. 1. vetri var hér á ferð ameríski fiðlusnillingur-
inn Isacc Stern. Hélt hann hljómleika fyrir stúdenta,
auk þess sem hann hélt allmarga tónleika fyrir almenn-
ing. Varði hann öllum ágóða af þeim til kaupa á tækj-
um til tónlistarflutnings og hljómplötusafni, sem hann
gaf síðan háskólanum. Tæki þessi voru sett upp í sam-
bandi við hátiðasalann, og hafa tvisvar verið haldnir
tónleikar af þeim í haust.
Þá hefur þýzka sendiráðið gefið háskólanum mjög
vandað Linguaphone-námskeið í þýzku. Enn fremur
hefur Linguaphone-stofnunin í London gefið háskól-
anum hið nýja Linguaphone-námskeið í íslenzku, er
þeir sömdu próf. Stefán Einarsson og próf. Björn Guð-
finnsson.
Friðrikssjóður
var stofnaður á fundi stúdentaráðs 10. marz s. 1. sam-
kvæmt tillögu frá Olafi H. Ólafssyni, stud. med. Til-
gangur sjóðsins er sá að veita okkar fræknasta skák-
manni, Friðriki Ólafssyni, viss laun árlega, svo að
hann geti helgað sig óskiptur skáklistinni. Kosin var tíu
manna framkvæmdanefnd, og samdi hún við fyrirtæki
og einstaklinga um 500 kr. greiðslu á ári, auk þess sem
aðrar fjáröflunarleiðir hafa verið reyndar. Var mála-
leitan nefndarinnar yfirleitt mjög vel tekið, og mun
starfsemi hennar komin á öruggan grundvöll.
Vinnumiðlun
stúdenta var haldið áfram. I vinnumiðlunarnefnd
áttu sæti Björgvin Vilmundarson, stud. oecon., form.,
Þórir Ólafasson, stud. med., ritari og Þórður Sturlaugs-
son, stud. oecon. Eftir jól hvarf Þórir Ólafsson af
landi brott, og tók þá Björgvin Jóhannsson, stud. med.,
sæti hans í nefndinni. Verkefni nefndarinnar á árinu
var einkum þríþætt. I fyrsta lagi að útvega stúdentum
vel launaða sumaratvinnu, í öðru lagi vinnu um jólin
og í þriðja lagi þeim, er óskuðu eftir vinnu með námi.
Umsóknir urðu nú nokkru færri en undanfarin ár, en
það kemur einkum til af því, að nefndin lagði nú
höfuðáherzlu á að auglýsa þær stöður, sem hún hafði
til ráðstöfunar, í stað þess að hafa tal af umsækjendum
persónulega.