Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 47
STÚDENTABLAÐ
39
Árshátíð Stúdentafélags Háskólans
nefndist að þessu sinni samkvæmi nokkurt stórkost-
legt, sem haldið var í Tjarnarcafé 20. nóv. s. 1. til heið-
urs nýstúdentum. Hafði dregizt nokkuð, að hóf þetta
væri haldið, m. a. vegna verkfalls hljómsveitarmanna,
en nú var tekið það ráð að dansa eftir hljómplötuleik.
Magister bibendi var próf. Jón Steffenssen. Séra Sig-
urður Pálsson í Hraungerði flutti ræðu. Vilhjálmur
Þórhallsson, stud. jur., fagnaði nýstúdentum og bauð
þá velkomna í hóp háskólaborgara, en Halldór Hall-
dórsson, stud. med., þakkaði fyrir hönd nýstúdenta.
Þá söng Sigfús Halldórsson tónskáld nokkur lög, og
óx fögnuðurinn við það um allan helming. Loks voru
-borð upp tekin og dansað. Leið svo kvöldið við glaum
mikinn, og þótti þetta með beztu skemmtunum sinnar
tegundar.
Aðild stúdentaráðs að I. U. S.
hefur valdið miklu róti í hugum háskólaborgara ó
síðast liðnu ári. Málavextir eru þeir, að á fundi í
stúdentaráði 11. nóv. 1954 var lögð fram svo hljóðandi
tillaga:
„Fundur haldinn í Stúdentaráði Háskóla íslands
fimmtudaginn 11. nóv. 1954 ákveður, að stúdentaráð
sæki um inngöngu í I. U. S. með skilyrðisbundinni þátt-
töku. Skulu kosnir þrír menn til þess að gera tillögur
til stúdentaráðs verðandi skilyrði þau, er sett verða af
ráðsins hálfu, en stúdentaráð sendi síðan inntökubeiðn-
ina til I. U. S. ásamt þeim skilyrðum, er það setur“.
Flutningsmenn tillögunnar voru 5, eða allur meiri
hluti stúdentaráðs, og var tillagan samþykkt með at-
kvæðum þeirra gegn 4 atkvæðum fulltrúa „Vöku“.
Á fundi í S. H. í. 25. maí 1955 mættu sem fulltrúar
I. U. S. Indverjinn Harish Chandra og Norðmaðurinn
Egil Danielsen. Var þar samþykktur samningur um
aukaaðild („associated membership") Stúdentaráðs
Háskóla íslands að Alþjóðasambandi stúdenta (Inter-
national Union of Students). Er í samningnum gerð
grein fyrir stöðu S. H. í. í I. U. S. og tilgangi samtak-
anna. Mælir ein grein samningsins svo fyrir, að „S. H. í.
og I. U. S. vinni saman að auknum viðskiptum, er
miði að praktískri samvinnu stúdenta: þáttöku í
íþróttamótum, stúdentaskiptum, ferðalögum, námskeið-
um, ráðstefnum, vetrar- og sumarmótum, aðstoð við
þurfandi stúdenta og þátttöku í annarri starfsemi, er
S. H. í. -kynni að óska eftir“.
Hafa þegar farið fram nokkur stúdentaskipti við Is-
land á vegum I. U. S„ og er nánar frá þeim skýrt ann-
ars staðar í annálnum.
Breytingar á kennaraliði.
Prófessor dr. med. Jóhann Sæmundsson yfirlæknir
lézt hinn 6. júní s. 1. Dr. Jóhann var fró kennslu sakir
veikinda síðast liðið skólaár, og kenndi þá Sigurður
Samúelsson fyrir hann og er hann nú eini umsækj-
andinn um embætti Jóhanns heitins. En sakir þess, að
Sigurður Samúelsson dvelst nú ytra, kenna þeir fyrir
hann dr. Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir, Friðrik
Einarsson læknir og dr. Oskar Þórðarson læknir.
Prófessor dr. Ólafur Lárusson lét af kennslustörfum
við lok síðasta vormisseris. Var embættið auglýst, og
var cand. jur. Magnús Torfason skipaður prófessor frá
8. júlí s. 1.
Prófessor dr. Leifur Ásgeirsson hefur leyfi frá
kennslu þetta háskólaár og dvelst við rannsóknarstörf
í Bandaríkjunum. Við kennslustörfum hans við verk-
-fræðideildina hafa þeir tekið mag. Magnús Magnússon,
Björn Bjarnason, cand. mag., og Þorbjörn Karlsson verk-
fræðingur.
Dr. phil. Ole Widding sendikennari í dönsku lét af
starfi hér í lok síðasta haustmisseris, en við því tók
cand. mag. Erik Sþnderholm.
Á síðasta Alþingi var stofnað nýtt kennaraembætti
í lífeðlisfræði, en sú staða er enn óveitt.