Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 48

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 48
40 STUDENTABLAÐ Sendikennarar. Þessir sendikennarar erlendra háskóla staría hér: Cand. mag. Erik Spnderholm i dönsku, fil. mag. Anna Larson í sænsku, cand. philol. Ivar Orgland í norsku og dr. Edzard Koch í þýzku. Nýtt kvikmyndahús. Fyrirhugað er, að háskólinn komi sér upp nýju kvik- myndahúsi bráðlega. Hefur háskólanum verið gefinn kostur á lóð undir húsið við Hagatorg. Mun verða stefnt að þvi, að húsinu verði komið upp fyrir haustið 1961, en þá er útrunninn leigusamningur háskólans um húsnæði í Tjarnarbíói. Utanfarir og stúdentaskipti. Emil H. Eyjólfsson, er stundar nám í París, sat stúdentaráðstefnu, er haldin var á vegum COSEC í Ljubliana í Júgóslavíu 5.-9. janúar 1955. Erlingur Gíslason, stud. mag., sótti alþjóðlegt stúdentaþing, sem haldið var á vegum COSEC í Birm- ingham dagana 4.—14. júlí 1955. Tóku stúdentar frá 53 þjóðum þátt í móti þessu. Tveir fulltrúar frá Alþjóðasambandi stúdenta, I. U. S., dvöldust hér um tíma s. 1. vor, m. a. til þess að hafa viðræður við stúdentaráð um inngöngu í I. U. S., og er þess getið nánar annars staðar í annálnum. Sá stúdentaráð um uppihald þeirra og fyrir- greiðslu hér. Voru þeim sýndar helztu stofnanir i Reykjavík og auk þess farið með þá til Þingvallar. Að skilnaði skiptust þeir á gjöf- um við stúdentaráð, og ætla menn, að þeim hafi þótt förin hingað allgóð. Björn Pálsson, stud. jur., og Ingi G. Lövdal, stud. oecon., dvöldust s. 1. júlímánuð i sumarbúðum I. U. S. í Sommerwalde skammt frá Berlín. Þótti þeim félög- um þar gott að vera. Fluttu þeir hingað stein for- kunnarfagran og færðu stúdentaráði að gjöf frá Berg- háskóla. Samkvæmt boði I. U. S. sendi stúdentaráð þriggja manna sendinefnd á 10. ráðsfund samtakanna i Sofíu hinn 26. ágúst s. 1. Til fararinnar völdust þeir Ingvar Gíslason, stud. jur., Þórir Einarsson, stud. oecon., og Arni Bjömsson, stud. mag. Var Ingvar formaður nefnd- arinnar. A þingi þessu voru tekin til meðferðar ýmis sameiginleg hagsmunamál stúdenta. Hófst þingið á ræðu framkvæmdastjóra, þar sem hann gerði grein fyrir hlut- verki I. U. S. Brýndi hann fyrir mönnum, að æðri menntun skyldi vera frjáls og aðgengileg öllum, án tillits til efnahags og þjóðfélagsstéttar eða uppruna. Einnig lagði hann áherzlu á endurskoðun námsefnis í háskólum, lausn vandamála nýlendustúdenta, sam- starf og sameiningu stúdenta o. fl. Ráðsfundi var slitið kvöldið 31. ágúst, og bauð þá borgarstjórnin í Soffíu mótsgestum til veizlu, en næstu daga þar á eftir voru famar skemmti- og kynningarferðir um nágrennið. Voru þeir félagar mjög ánægðir með för þessa og töldu hana hafa verið bæði til gagns og lærdóms. Lagamót í Lundi. Mót norrænna laganema og ungra lögfræðinga, hið 10. í röðinni, var haldið í Lundi 5.—15. júní s. 1. Mótið sóttu 8 Islendingar, þar af 6 laganemar við Háskóla Islands. Hinir sænsku gestgjafar höfðu vandað mjög til undirbúnings og var allur aðbúnaður með ágæt- um. Viðfangsefni mótsins var hlutverk lögfræðinga í þjóðfélaginu. Um það voru haldnir 20 fyrirlestrar og umræður fóru fram. Auk þess var ferðazt um suður- héruð Svíþjóðar, komið á fagra staði og sóttar heim merkar stofnanir. Einn íslenzkur fræðimaður flutti fyrirlestur á móti þessu. Var það Arni Tryggvason, hæstaréttardómari. Heimsmeistaramót stúdenta í skák 1955 fór fram í Lyon i Frakklandi dagana 6.—15. maí. Af íslands hálfu tóku þátt i mótinu Guðmundur Pálma- son, stud. polyt., Ingvar Asmundsson, stud. oecon., Þórir Ólafsson, stud. phil., og Sveinn Kristinsson, stud. mag. Fararstjóri og varamaður var Guðjón Sigurkarlsson, stud. med. Varð íslenzka sveitin 6. í röðinni af 13 þátttökuþjóðum og náði beztum árangri allra Vestur- Evrópuþjóða. Rússar sigruðu og hlutu 41 vinning af 48 hugsanlegum. Erlendir fyrirlesarar, sem heimsótt hafa háskólann á árinu: Próf. Séamus O’Duilearge frú Dublin. Próf. Frede Castberg háskólarektor frá Osló. Próf. E. Busch frá Kaupmannahöfn. Próf. Thorkil Kristensen frá Kaupmannahöfn. Próf. Felix Genzmer fri Túbingen. Dr. Richard Doll frá Lundúnum. Dr. Hakon Stangerup frá Kaupmannahöfn. Kjell Rödam hæstaréttarlögmaður frá Kaupmanna- höfn. Fyrirlestrar fyrir almenning í hátíðasalnum. 5. des. 1954: Próf. dr. Símon Jóh. Agústsson: Hug- leiðingar um Hávamál frá sálfræðilegu sjónarmiði. 30. jan. 1955: Próf. dr. Þorkell Jóhannesson: Upphaf stórútgerðar á Norðurlandi á 19. öld. 21. febr. Próf. dr. Jón Jóhannesson: Grænlands- hrakningar 1406—1410. 21. marz: Þórir K. Þórðarson, dósent: Qurmanhand- ritin og Essenar. 6. nóv.: Próf. Sigurbjörn Einarsson: Lífsskoðun Al- berts Schweitzers. 13. nóv.: Sr. Bjarni Jónsson: Um Spren Kierkegaard. Erlendir stúdentar, sem stunda nám við háskólann i vetur eru 18 að tölu. f læknisfræði eru sjö Norðmenn og einn Færeyingur. íslenzku nema 10 erlendir stúdentar, einn danskur, einn norskur, einn enskur, einn hollenzkur, einn kana- dískur, einn svissneskur, tveir þýzkir og tveir spænskir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.