Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 7

Stúdentablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 7
STÚDENTABLAÐ 7 Til hœgrí er dcemigert stajsctningarverkejni jyrir borgarbömin. lágnmrkskröfu vil eg þá fá hinar fornu endingar viðteng- ingarháttarins, enda yrði þá léttara að kenna hann í skólum! 1 þessu öllu saman er ef til vill ekki nema eitt atriði, sem er vert þess, að um það sé sérstaklcga rætt og hugsað. Það er framburður okkar Sunnlendinganna á „hv-“, sem nú er alveg að hverfa úr íslenzku máli. Þar er þó vissulega ástæða til að spyrna við fótum. Við stóðurn af okkur það flóð danskra máláhrifa, sem á okkur dundi um langt skeið. Nú stöndum við í annarri holskeflu: bandarísk-brezka flóðinu. Við hvoru tveggja höfum við snúizt af sama ofstækinu, og ef til vill mun það eitt forða tungu okkar frá meiriháttar umbrcytingum. Iíins vegar virðast fáir skeyta um þá staðreynd, að hinn meyjarlegi hreinleiki íslenzkrar tungu nær ekki inn úr andlitsfarðanum. í riti gætir hinna erlendu áhrifa lítt, en íslenzk tunga töluð er svo sannarlega „falleruð“. Við höfum, að því er virðist, lagt alla áherzlu á ritmálið í þessu efni. Talmálið, dagleg íslenzk ræða, hcfur þegar mótazt mjög af erlendum orðum, orðasamböndum og merkingar- miðum meðal alls almennings og þó langhelzt meðal menntamanna. Það er hvort tveggja, að eg tel hina er- lendu „hættu“ ekki alvarlegasta voðann, sem nú steðjar að íslenzkri tungu, enda höfum við svo sannarlega beðið hraklegt skipbrot, ef það var þá einhvern tíma ætlunin að streitast gcgn nema á hátíðisdögum. Eg vil taka það fram, að persónulega aðhyllist cg hreintungustefnu, en erlent orð, sem ckki raskar íslenzkum hljóðlögmálum og beygingaratriðum og ryður íslenzku orði, góðu, ekki úr vegi, er mín vegna velkomið og vel þegið. Sú „hætta“, sem eg tel íslenzkri tungu voðalegasta nú á dögum, kemur innan að, og vankantar þeir á íslenzku- kennslunni í skólum landsins, sem eg drap áður á, eru snar þáttur hennar. Líf þjóðarinnar hefur orðið fyrir svo miklurn umbreytingum síðustu áratugi, að lijá því fer Margir dást að þrautseigju og hjartagæzku Þorkels. Sveinki yrði sér til minnkunar, ef hann hlægi í skírnarveizlunni. Ég sezt fremst, en þú getur setzt innst. Laufeyju er vorkunn, þótt hún dragi verkið á langinn. Reiðstu ekki, þó að hús- freyjan hlæi að þér. Þú getur minnzt þess, að hinir minnstu verða stundum stærstir. Það var engin nýjung á Yztafelli. þó að kría flygi fyrir utan bæjardyrnar. Þráin minnir, að þið bynduzt tryggðum í fyrra. Þú slóst drjúgan teig í mýr- inni. Þau hafa kysstst og læðzt út í myrkrið. Þér stigi ekki til höfuðs, þótt þú hlytir hæstu einkunnina. Þið megið teyga nýmjólkina, en fleytið ekki rjómann ofan af. Sæunn sá heiðan himininn gegnum rifu í skýjunum. Þú batzt allt heyið og lézt það upp á klakkinn. Leigjendunum hefur láðst að birgja sig upp fyrir páskana. Skírnir er útbreitt tímarit, og fjölbreytni hans hefur aukizt. Þessi íslendingur getur kennt byrjendum þýzku. Þið hlægjuð, ef þið sæjuð strákinn elta lítinn og svartan kettlinginn inn í dimman kjallarann. Nú er sólskin og þíðviðri í Eyjafirði. Kristinn þurfti að reka kýmar á morgnana mikinn hluta sumars. Pilturinn sveiflaði stönginni, þar til færið hvarf í hringiðuna. Margir hafa minnzt jarðskjálftanna við Eyja- fjörð. Miklar skemmdir urðu á húsum, þótt fólk slyppi heilt á húfi. Tryggvi var sviptur ökulej’fi fvrir ölvun og of hraðan akstur. Erfðaskrá Þorkels var samin í skyndi og lögð fram. Um jólin hvessti á norðan og snjóaði, svo að bifreiðir teppt- ust við öxnadalsheiði. Likur benda til, að heyafli bænda muni reynast ónógur. Þorbirni var falin gæzla virkjunarinnar. Skipverjar voru þrautseigir, þótt hjálpin drægist. ekki, að sú röskun komi niður á hinu félagslega tjáningar- tæki hennar. Urmull orða og orðasambanda, sem voru eðlileg í því samfélagi, sem hér var um síðustu aldamót, kveður í eyrum unglinganna nú eins og aflægislegt hrogna- mál. I staðinn þarf á hverju ári að fylla i ný og ný skörð, sem koma í orðaforða málsins vegna nýrra fyrirbrigða á öllum sviðum þjóðlífs og mannlegrar hugsunar. Hraðinn vex mcð hverju árinu, sem líður, og flókið beygingamál, eins og íslenzka er, stenzt ákaflega illa mikinn hraða. Beygingamál, sem í þokkabót grundvallast á þungri áherzln á upphafsatkvæði orða, verður illa úti í sam- keppninni við hraðann. Eg hef orðið áþreifanlega var við. að þágufall karlkynsorða er á förum. Beygingarmyndir, sem á einhvern hátt cru vafasamar eða vandasamar, ber fólk sér einfaldlega ekki í munn; þær hverfa því smátt og smátt. Við þetta bætist síðan það, sem verra er: þvoglu- kennt og óskýrt latmæli er í tízku, og þykist sá mestur,sem óskýrast talar. Ilinn tignarlegi óregluleiki íslenzkrartungu, sem gaf henni þann brag,að hún væri tungumál „gáfuðustu þjóðar í heimi“, er að lúta í lægra haldi fyrir lágkúrulegri reglusemi. Ilin dróttkvæða flækja, sem hefur verið aðals- merki íslenzkunnar, er að rakna upp. Nemendur mínir horfa á mig í senn hneykslaðir og særðir, þegar eg nota orðtak, sem ckki er af einföldustu gcrð. Þcir hlæja, þegar eg segi: „til að mynda“ í stað „til dæmis“. Af ritgerðum þeirra, margra hverra, sé eg, að þeir hafa ekki minnstu hugmynd um, að mannleg ræða skiptist í afmarkaða lduta,

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.