Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.01.1970, Page 8

Stúdentablaðið - 01.01.1970, Page 8
8 STÚDENTABLAU sem á málfræðimáli nefnast „setningar“; þcir skrifa í belg og biðu. Og réttlætiskenndin blossar upp, þegar eg afneita eignarfallinu: „bróðurs“ eða hef í frammi annan álíka skepnuskap. Samkennari minn var kærður um daginn fyrir að hafa kallað nokkrar námsmeyjarnar „kjaftatífur“; þær skildu liann svo, að hann hcfði kallað þær „tíkur“, en það orð merkir á þeirra máli: „hóra“. Þarna var þó einu sinni komið of harkalega við blygðun íslenzkrar kvenþjóðar! Bókmenntakennsla mín felst í því einu að reyta allt skáldlegt gildi af verkum þeim, sem lesin eru, með því að umsemja þau yfir á lágkúrulegasta málstig. Eg hef meira að segja heila bók, orðskýringar, til ])ess að hjálpa mér við þessa iðju, að drepa niður allan áhuga, að ekki sé nú talað um þann neista af skáldgáfu, sem kynni að leynast langt niðri í einhverjum nemandanum. Þegar eg kenni stafsetningu, nota eg kennslubók, sem samin er af tveimur ágætum sveitamönnum fyrir aðra sveitamenn, enda gagnaði hún mér vel á sínum tíma. Unglingum, sem lifa við umferðarslys og annað þess háttar, kenni eg að skrifa „rétt“ og skilmerkilega ýtarlegar æfingar um þann háska, sem af því stafar að gæta sín ekki á „dýjunum og mýrarpyttunum við fjárreksturinn“. Börnin einfaldlega skilja ekki þetta mál, og þeim finnst það ekki koma þeim neitt við. Að sjálfsögðu hefur dýrasta pcrla tungunnar, hið merkingarlega gagnsæi orðanna, myrkvazt öllum, ef það hefur þá nokkurn tíma opinberazt (iðrum en sérvitr- ingum. Þessi kennsla þykir unglingunum auðvitað alveg „voða- leg“. Það er einmitt eitt skýrasta einkenni þess tungumáls, sem erfingjar Iandsins tala, að öll áherzluorð hafa veðrazt svo, að þau hafa flest gjörsamlega misst gildi sitt. Jafnvel „voða-voða-voða-voða“-runan er tekin að víkja fyrir nýjum og kröftugari orðum. „Ferlegur“ merkir nú orðið: , mjög hversdagslegur“; „gasalegur“ er næstum farið að draga úr merkingarstyrknum. „Æðislega geggjaður“, „alveg vitfirringslega tryllingslegur“ er: „sómadrcngur“. Þróun annarra lýsingarorða hefur ekki orðið svo hrapalleg sem þessara, en þó er Ijóst, að hæfileikinn til að Iýsa er orðinn ákaflega sjaldgæfur, ef hann liefur einhvern tima verið í almennri eign. Sannleikurinn er líka sá, að í skúlum er lítið sem ekki gert til að þjálfa þennan hæfileika, enda höfum við, kennaranefnurnar, hvorki fengið menntun né starfsaðstöðu til þess. Hæfileikinn að lýsa er nefnilega nátengdur hæfileikanum að skilgreina og skýra, hæfileik- anum að hugsa. Við kennararnir æðum um eins og naut í flagi við að neyða börnin til að skrifa „rétt“ og greina orðin í „rétta“ orðflokka o. s. frv., en við skeytum ekkert um það, að hugsunin er í brotum og hvergi er heil brú i henni. Hvernig skyldi hugsun okkar sjálfra annars vera háttað, ha? Hin skörpu kynslóðaskil álít eg verstu hættuna, sem nú steðjar að íslenzkri tungu. Hluti þeirra, sem enn má nefna, er, hversu allur þorri upp vaxandi kynslóðar þjáist af geigvænlegri orðfæð. Ef til vill hefur þetta alltaf verið svo, en þó eru unglingarnir mjög misjafnlega vel eða illa staddir í þessu efni. Orðfæðin er þó, þegar á allt er litið, líklega einna ískyggilegasta atriðið í þessu máli öllu. Og eg vil leggja áherzlu á, að bregðist þjóðfélagið ekki vel við með skólakerfi sínu, mun unga kynslóðin sjálf leysa vandann með því að leita til annarra fyrirmynda, til bandarísk-brezkunnar. Eg er meira að segja ekki grun- laus um, að sú þróun sé þegar hafin. Má fullyrða, að þetta helzt í hendur við latmælið cða, öðru nafni: „tyggi- gúmsframburðinn“. Þannig tengjast þessar „hættur“, sú, er að utan kemur, og sú, sem kemur að innan. Við verðum að gæta okkar á að falla ekki i gryfju stöðn- unar, stirfni og skilningsleysis. Ef svo fer, missum við einfaldlega öll tök á þróuninni, en hún fer sínar leiðir stjórnlaus. Við verðum að halda í við breytingarnar. Slík afstaða styðst við öll menningarleg, söguleg og félags- leg rök. íhaldssemi er heilög dygð, en jafnvel hinar helgu dygðir þurfa að styðjast við skynsemi og fyrirhyggju. Jón Sigurðsson. IIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIMIIIIHIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIimHHIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIimilllllllllllllllllll Leitið ekki langt yfir skammt! Bækur, j blöS, I ritföng og skólavörur í úrvali. Bókaverzlun Jóns P. Jónssonar Álfheimum 6 - Sími 37318. MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIM

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.