Stúdentablaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 11
STÚDENTABLAÐ
11
miklu, livernig íslenzkum mennta- og menningarstofnun-
um tekst að halda í horfinu og bœgja áleitnum skaðvöld-
um frá. En úrslitum ræður um sigur eða ósigur í barátt-
unni um viðhald og velferð íslenzkrar tungu, hvort ís-
lendingar hafa framvegis sem hingað til þjóðarmetnað og
manndómsvilja til að tala og rita tungu feðra sinna
óspillta, en það ákvarðar um ókomin ár, hvort Islendingar
teljast sérstök, sjálfstæð þjóð.
Ami Þórðarson.
Til þess að unnt sé að svara þessari spurningu, verður
að vera ljóst, livað í því felst, að íslenzk tunga sé í hættu.
Á hverju er hætta? Hvað er í húfi? Eg hugsa mér, að
tvennt skipti hér mestu máli.
I fyrsta lagi er íslenzk tunga í hættu, ef horfur eru á,
að hún líði undir lok, hverfi úr tölu lifandi tungumála og
verði ckki annað en dautt bókmál eins og t. d. gotneska.
I öðru lagi kalla ég, að íslenzk tunga sé í hættu, ef líkur
eru til þess, að notendur hennar hætti að geta skilið ís-
lenzk rit frá Ara fróða til Halldórs Laxness nema í þýð-
ingu ellegar talað mál, sem geymt er á segulböndum eða
hljómplötum frá síðustu áratugum.
Öllum hlutum, kvikum sem dauðum, er hætta búin á
einhvern hátt. Allt getur skemmzt eða spillzt, eyðilagzt
eða tortímzt.
Svo cr einnig urn mál manna. En það er ekki venja að
tala um hættu fyrr en umtalsverðar líkur eru til ])ess, að
eitthvað slíkt muni að höndum bera þá og þegar eða
innan skamms. Ég ætla að miða svar mitt við næstu 100
ár eða u. þ. b. og geri þá ráð fyrir, að heimurinn standi
og þjóðin lifi, þótt hvort tveggja sé öldungis óvíst.
Að þessu atlvuguðu getur það ekki verið neitt vafamál,
að íslenzk tunga er í einhverri hættu. Spumingin er frem-
ur sú, hve mikil hún er. Og þá skiptir lika máli, hvort
höfð er í huga alger útrýming eða gagnger breyting á
málinu. Ég fyrir mitt le.yti óttast pyndinguna meir en
aftökuna.
Ef þjóðin heldur velli og fær að ráða málum sínum
sjálf, hefi ég enga trú á, að hún leggi niður tungu sína
af frjálsum vilja og fari að mæla á máli annarrar ])jóðar.
Þar að auki er þetta ekki eins einfalt og að skipta um
föt. Ilins vegar væri eflaust liægt að kúga þessa dverg-
þjóð til hvers sem er, ef í það færi. Sagt hefir verið, að
sjálfstæðisbarátta smáþjóðar sé ævarandi, og það hygg
ég, að sé rétt. Glötun sjálfsforræðis er að vísu ekki sama
og útrýming þjóðtungunnar. Það sýnir saga íslendinga
sjálfra. En á það ber að líta, að tímarnir eru breyttir og
ekki víst, að íslendingum yrði leyft að nota sitt eigið mál,
ef þeir kæmust oftar undir erlend yfirráð.
En fyrr má rota en dauðrota. Mannlegt mál er breyt-
ingum undirorpið hvar sem er og hvenær sem er, hvorl
sem þjóð er einangruð eða ekki. Sú hætta vofir því ávallt
yfir, að mál íslendinga taki smám saman þeim stakka-
skiptum, að það, sem áður var sagt og skrifað á íslenzku,
verði þeim ekki lengur skiljanlegt. Þannig hefir farið fyrir
frændum vorum á Norðurlondum. Þeir geta tæplega talizt
læsir á eigið mál, ef það er eldra en 300—400 ára. Svipað
er að segja um Englendinga og Þjóðverja. Allt vort mál-
verndarstarf hefir miðað að því, að þetta gæti ekki gerzt
á Islandi.
Vandinn er að halda svo á málum, að þjóðtunga Is-
lendinga verði þeim sem fullkomnast tæki i dagsins önn
— hverjar sem kröfurnar verða til lífsins gæða og hversu
hátt sem andinn stefnir — án þess að rjúfa þurfi það
undraverða samband, sem Islendingar hafa við fortíð
sína og á engan sinn líka meðal þjóða lieimsins. Og þjóðin
hefir sannað, að þetta er unnt að gera. Fram að þessu hefir
það tekizt vegna þess, að fólkið í landinu hefir verið ein-
liuga. Þannig hefir íslenzka þjóðin unnið mesta menning-
arafrek sitt. Þótt einhverjir hafi dottað, hafa alltaf nógu
margir vakað. Það er þetta, sem skiptir sköpum, en ekki
liitt, hvort erlend áhrif eru hér meiri eða minni. „Vilji er
allt, sem þarf“.
Enn erum vér ekki verr staddir en svo, að nógu margir
halda vöku sinni, svo að allt megi blessast. Og í sannleika
sagt hefir íslenzk tunga aldrei verið máttugri en nú. Mér
cr því fjarri skapi allt bölmóðstal. En ef tungan á að
vera þjóðinni framvegis það, sem lnin hefir verið henni
hingað til, verður sífellt að halda henni í góðri rækt og
dugir ekki að kveinka sér við þeirri fyrirliöfn. Ef þjóðin
telur hana eftir, á hún ekki frelsi sitt skilið.
Sú hætta, sem ég óttast e. t. v. helzt nú í svipinn, er,
að einhugur þjóðarinnar bili af misskilningi fremur cn
viljaleysi, að ábyrgðinni verði varpað yfir á skóla og sér-
fræðinga, en almenningur láti sér fátt um finnast eða
vantreysti sér. Það sé fjarri mér að gera lítið úr ábyrgð
og skyldum íslenzkukennara og uppeldisstofnana. En hitt
má ekki gleymast, að íslenzk málvernd er ekki viðfangs-
efni handa fáum útvöldum. Ilún er einmitt þjóðarverkefni.
Baldur Jónsson.