Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 13

Stúdentablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 13
STÚDENTABLAÐ 13 Financial ./o2> \1 A Wall Street: ho rock bottom ? pacified Czeclioslovakia EEC Remember.. ,you have a friend RUBBER Clean hands Smillion Tunga smáþjóðar er alltaf í hættu, þótt ekki verði í fljótu bragði séð, að okkar tunga sé í meiri hættu nú en oft áður. Hún er t. d. ekki niðurglutruð í þéttbýli, eins og var með slögum á nítjándu öldinni. Hins vegar býr tungan við mikið álag um l>essar mundir, og þá einkum tvennskonar. Annars vegar blæs að henni inn um opnar gáttir samskipta okkar við aðrar þjóðir og að hinu leytinu hefst varla undan að snúa ýmissi erlendri nýlundu nógu ört á málið, þannig að notuð eru erlend tökuorð í auknum mæli. En við þetta verða aðrar tungur smáþjóða að búa. og ekki ástæða til að álíta að okkur farnist ver í mál- sambúðinni en þeim. Að vísu gengur flestum betur en okkur að nota tökuorð, án þess þau skeri í eyrun, og stafar það eflaust af því hve íslenzkan er sérstætt mál. Löngum hefur verið viðurkennt í okkar efni — þessara tvö hundruð þúsund manna, kvenna og barna, að sjálfs- forræðið og tungan eigi samleið, og annað geti ekki glatast nema hitt fylgi á eftir. Sjálfsforræðið og tungan eiga líka það sameiginlegt, að glötunarmerkin eru ógreinileg í fyrstu. Því er það ævinlega kokhreysti óviturra manna, þegar því er haldið fram, og borið við óbifandi trausti, að bæði sjálfsforræði og tungu verði ekki hnikað. Slíkt verður ekki dæmt um fyrr en eftir á — um seinan — og því eru allir fyrirvarar nauðsynlegir. Peningahungur hefur uppi stefnu samruna við stærri heildir. Og þetta hungur knýr á um þessar mundir, eins og stundum áður. En fjármuna- vinátta milljónaþjóða getur hvaða dag sem er breytzt í einskonar helgreipar vináttunnar, þar sem fjármunirnir einir eiga griðland. Og að lifa í slíkum griðum er ekki sæmandi vesælnm afkomendum þcirra, sem í hugsjón og veruleika undirbjuggu ævintýrið um íslenzkt sjálfsforræði, hreinsuðu tunguna og gerðu okkur að þeirri stærð, að enginn trúir hve fá við erum í raun og sannleika. Indriði G. Þorsteinsson. Ég er ekki þeirrar skoðunar, að tungan sé í hættu. Smá- þjóð getur að vísu aldrei tekið varanleik menningar sinnar, tungu og sjálfstæðis sem gefinn hlut, né heldur má hún gera það. En af þeim samofnu þáttum þjóðernis, sem gera fólk að þjóð, liygg ég tunguna vera hvað lífseigasta og gædda mestu viðnámsþrekinu gegn erlendum áhrifum. Séu þau áhrif eða verði slík, að sjálfsforræði okkar og menningu stafi hætta af, verður tungan ékki fyrsta vígið, sem fellur. Margar ástæður lágu til þess, að dönskum áhrifum var á sínum tíma útrýmt úr íslenzku. Ein þeirra og að mínu áliti ekki sú lítilvægasta, var aukin þekking almennings á danskri tungu. Á sama hátt held ég, að bætt enskukennsla í skólum og þar með vaxandi almenn kunnátta í því tungumáli. verði ein sterkasta hömlunin gegn varanlegri innrás enskra máláhrifa í íslenzku. Það er athyglisvert, að enskuslettur, sem skólafólk stundum ber sér í munn, eru næstum alltaf meðvituð stundarfyrirbæri beinlínis til þess ætluð að vera með einhverjum hætti skopleg eða andhælisleg. íslenzka er og verður aðeins mál íslendinga sjálfra, sem ekki nýtist til samskipta við aðra. Af þvi gæti leitt minni- máttarkennd, sem lýsti sér í vanmati á tungunni og virð- ingarskorti þjóðarinnar í umgengni við hana. Tungumála- kunnátta mun fremur en nokkuð annað koma í veg fyrir slíka öfugþróun, þar sem aukin þekking á erlendum mál-

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.