Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.01.1970, Page 14

Stúdentablaðið - 01.01.1970, Page 14
14 STÚDENTABLAÐ um leiðir til víðtækari skilnings á eigin tungu og sérkenn- um hennar. Margt af því, sem orkar til breytinga á tungumál, getur komið innan að engu síður en utan frá, enda þótt deila megi um, hvort þau áhrif skuli teljast hættuleg eða ekki. Breyttar þjóðfélagsaðstæður geta hindrað, að börn læri nokkurn tíma mál fullorðinna sjálfkrafa eins og áður var. Úr því má bæta í skólum, ef vilji er til og rétt á haldið. Þar um eigum við aðcins við sjálfa okkur að skipta. Þegar við óttumst crlend áhrif, sem vissulega er ekki með öllu að ófyrirsynju, skulum við einuig minnast þess, að af því stafar ekki minnsta hættan, að vera blindur í sjálfs sín sök. Kristján ,1. Gunnarsson. Er íslenzk túnga í hættu? Spurníngin virðist einföld, en er með þeim hætti í skinn komið að svarið hlýtur að vera ótal skilyrðum háð. Þótt vér þykjumst gi'eina ýmsa váboða í latmælum og slettum meðal þeirra sem landið skulu erfa, verður vandinn ekki skyggndur, höndlaður eða leystur þar. Að baki hugtaksins íslenzk túnga felst íslenzk þjóð, íslenzkur liugsunarháttur, sjálfstæð menníng, traust þjóðernisvitund; þessi eru skilyrði lifandi íslenzkrar túngu, og aðstaða túngunnar verður einúngis skoðuð í Ijósi þess hvar þau eru á vegi stödd. Og þau eru háð skil- yrðum. Þau eru öll háð því skilyrði að Islendíngar byggi landið, séu þjóðin í landinu og ráði einir fyrir gæðum þess; því öðru, að þjóðin í Iandinu hafi manndóm til að afþakka blóðugar ölmusur úr stórveldiskrumlum sem ekk- ert teingir hana hernaðarlegum bróðurböndum við nema gagnkvæm lyki; því hinu þriðja að íslenzk menníng sé ekki feðranna frægð cin saman, heldur lifandi menníng sem í senn kann að njóta góðs af hinu bezta sem henni býðst úr hverri átt og andæfa skrílmenníngu og sníkju- menníngu; enn hinu fjórða, að þjóðin sé skyggn á allt það er auðkennir hana frá öðrum þjóðum, ekki sízt það sem til meina horfir, og sé staðföst á verðinum um heiður sinn og líf. Undir öllu þessu stolti á íslenzk túnga líf sitt, en ekki bara bókum og þaðanaf síður fjálglegu tali. Þess er ekki að dyljast að ég fer hér einúngis með al- kunna viðvörun sem ýmsir ágætir menn hafa flutt undan- farna áratugi með tilliti til erlendrar hersetu, samábyrgðar við óvini heimsins í morðfélagi og sljórrar undirgefni ís- lenzkra ráðamanna sem hcfur sýkt þjóðfélagið meira en menn almennt grunar. Einginn skyhli skilja þetta svo, að amerískur sníkjugróður hefði eingar rætur fest hér á landi ef ekki hefði hersctan lagt þar sitt af mörkum. Iíitt ríður hér baggamuninn: andvaraleysið sem liggur að baki hersetunni, staðfestuleysið í þessu hvimleiða sambýli og vantrúin á þjóðlegan þrótt til athafna og úrlausna. Það er ekki hægt að ræða vanda íslenzkrar túngu án þess að gefa gaum hinum pólitíska vansa sem þjóðin býr við nú um stundir. Þorsteinn frá Hamri.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.