Stúdentablaðið - 01.01.1970, Síða 15
STÚDENTABLAÐ
15
Álfheiður Kjartansdóttir
húsmóðir:
Ænei, ég held, að íslenzk tunga
sé ckki í bráðri hættu. Þótt erlend
áhrif dynji á henni úr öllum áttum,
]>á er hún svo blessunarlega úr garði
gerð, að hún getur ekki gleypt þau
hrá, hún verður að japla á þeim
langa hríð, spýta þeim ef til vill frá
sér aftur ellegar kyngja þeim, en
þá er búið að matbúa þessi áhrif og
gera þau auðmelt, aðlaga útlendu
orðin íslenzku beygingarkerfi, og það
er naumast á þeim erlendur svipur.
Þetta er víst kallað málþróun eða
eitthvað þvílíkt.
Margir hafa stórar áhyggjur af
þeirri breytingu, sem orðið hefur á
íslenzkum heimilum og fjölskyldu-
lífi, fólk hafi ekki lengur tíma til að
tala við börnin og kcnna þeim málið,
gamla fólkið sé ekki lengur við hönd-
ina að lesa fyrir þau og kenna þeim
vísur og kvæði. Mér hefur skilizt, að
t. a. m. þættir hljóðvarpsins um ís-
lenzkt mál og daglegt mál séu
óhemju vinsælir hjá fólki á öllum
aldri. Eg held, að áhugi á íslenzkri
tungu sé ofarlega í okkur flestum
stundum veit fólk einfaldlega ekki af
þessum áhuga, fyrr en eitthvað verð-
ur til að levsa hann úr læðingi, og
allt í einu er unglingur með þágu-
fallssýki búinn að snúa við blaðinu,
farinn að vanda mál sitt og lesa
Snorra Hjartarson og Þorstein frá
Hamri, og þá er honum borgið.
Ólafur Jensson
læknir:
Það er nú erfitt að svara þessu.
lslenzkan er í mikilli sókn á mörg-
um sviðum, og það hefur reynt á
þolrifin í seinni tíð í gífurlega mörg-
um fræðigreinum. Það er ekki sjáan-
legt annað en hún verði burðarás-
inn í andlcgum fræðigreinum í fram-
tíðinni. íslenzkan er nægilega frjó til
þess að fullnægja hugsanlegri þörf
að mestu levti þó að ný tækniorð
berji sífellt að dyrum og skapi tíma-
bundna erfiðleika, sérstaklega þar,
sem framvinda er mjög hröð. Eg er
bjartsýnn, hvað snertir þróun og
möguleika íslenzkunnar hjá þeim,
sem hafa gengið í skóla og lært að
vanda mál sitt.
Aftur á móti cr viss hættublika á
lofti, og það er fyrst og fremst mikil
notkun erlendrar tungu hjá æskunni.
aðallega í erlendum dægurlögum,
sem eru reyndar svo fábreytileg
hvað snertir orð, að ekki getur verið
um að ræða framfarir á þeirri tungu,
sem sungið cr á, en hvíld frá siing á
eigin tungu. Sá hluti æskunnar, sem
hefur hlotið litla menntun og lítið
aðhald, er einkum í hættu fyrir
þessum áhrifum. Þegar þessi æska
fer að kenna sínum börnum íslenzka
tungu, eru líkur á því, að ekki sé
mikil málkennd hjá slikum foreldr-
um. Af þessu má kannski draga þá
ályktun, að hætta sé á skiptingu í
ída Ingólfsdóttir
fóstra:
Það fer nú eftir því, hvernig á
það er litið. Ég held þó, að ekki
steðji að henni mikil hætta, en að
vissu leyti þurfum við að vera vel
vakandi yfir móðurmáli okkar. Það
virðist vera þannig ástatt fyrir sumu
yngra fólki, að það eigi erfitt mcð
að tjá sig, nenni jafnvel ekki að
hugsa. Það má vera að þetta sé
vegna þess, að það les ekki nægjan-
lega mikið af góðum íslenzkum bók-
um, og eins koma þarna erlend áhrif.
Það umgengst heldur ekki nógu mik-
ið eldra fólkið lengur, og þess vegna
verða skólarnir og jafnvel dagheim-
ilin að koma til hjálpar. En þeim
börnum, sem alin eru upp á heimil-
um, þar sem gott mál er talað. er
ekki svo hætt við að týna því.
Erlendu áhrifin koma aðallega
méð erlendum dægurlagatextum,sem
krakkarnir gleypa í sig og læra, en
svo geta þeir kannski ekki komið
móðurmálinu fyrir sig í daglegu tali.
tvo hópa: þeir, scm eru ríkir á orð,
og þeir, sem eru fátækir, og jafnvel
þeir, sem eru bláfátækir. Við höfum
þó baráttutæki, sem eflaust verður
bcitt af góðum mönnum á vísinda-
legan hátt, þar er hclzt að telja
skóla, útvarp og sjónvarp.