Stúdentablaðið - 01.05.1973, Page 4
I. EFNAHAGSREIKNINGUR.
Fjárhagur Stúdentaráðs
Skilafundur SHÍ, sem er
nokkurskonar uppgjörsfundur
fráfarandi Stúdentaráðs, var
haldinn 7. apríl s.l. Samkvæmt
venju var þar lagt fram reikn-
ingsyfirlit liðins rekstrarárs þ.e.
apríl ’72 — 1. apríl ’73. 1
ljós kom að fjárhagsafkoman
í lok þess var mjög traust.
Rekstrarhagnaður reyndist kr.
331.228,00 og hafði þá verið
afskrifað kr. 234.648,00. Eign-
ir umfram skuldir voru kr.
1.001.817,00.
Hér á eftir fylgir úrdráttur úr
reikningsyfirliti SHl, en reikn-
ingarnir í heild fást fjölritaðir
á skrifstofu SHl.
Ástæðurnar fyrir því, hversu
rekstrararafkoman reynist góð
eru einkum tvær. 1 fyrsta lagi
varð hagnaður af áttadagsgleði
mun meiri en áætlað hafði ver-
ið fyrirfram. í öðru lagi tókst
með aðgæzlu og skynsamlegri
samvinnu við SlNE um skrif-
stofuhald að halda skrifstofu-
kostnaði um 100 þús. kr. und-
ir áætlun.
Hið háa lánsframlag til
Stúdentablaðsins 230 þús. kr.
er vafalaust þyrnir í augum
sumra, en í því sambandi er
vert að geta þess, að framlag
til Stúdentablaðsins á þssu
kjörtímabili er u.þ.b. 21 þús.
kr. á hvert blað (alls útgefin
11 blöð), en var á kjörtíma-
bili fyrra ráðs 38 þús. kr. á
blað (alls útgefin 4 blöð).
Þannig að rekstur blaðsins
hefur augljóslega farið batn-
andi.
Enda þótt rekstrarafkoma
liðins kjörtímabils hafi verið
góð er ljóst að á yfirstandandi
kjörtímabili þurfa tekjur að
vaxa verulega ef unnt á að
vera að standa undir hinni
auknu starfsemi, sem fyrirhug-
uð er og þegar hefur verið
tekin ákvörðun um. Þar er
um að ræða nýendurskipu-
lagða stöðu formanns SHl,
sem m.a. felur það í sér að
hann hlýtur allt að kr. 240
þús kr. laun fyrir að vera
nánast heiltíma starfsmaður
SHl. Þá má nefna aukin fram-
lög til menningarmálastarf-
semi innan HÍ, útgáfustarf-
semi, leiksýningar, leikhringi,
seminör o.s.frv. auk væntan-
legrar starfsemi nýstofnaðrar
fundanefndar, sem kann að
reynast kostnaðarsöm. Ekki er
ólíklegt að kostnaður af þess-
ari starfsemi nemi á milli 2
og 300 þús. kr.
Rekstrarkostnaðarauki SHl
á yfirstandandi kjörtímabili
kann því að nema um 500
þús. kr. og er þá ekki reiknað
með verð- og kauphækkunum.
Auk þess sem núverandi
tekjustofnar geta með engu
móti staðið undir þessum
kostnaðarauka, kann svo að
fara,að hinn drýgsti þeirra,
áttadagsgleðin, falli niður um
næstu áramót vegna andstöðu
íþróttahreyfingarinnar við
þessari notkun Iþróttahallar-
innar.
Það er því augljóst, að leita'"
verður nýrra tekjuliða. Innan
SHl hafa menn einkum hall-
ast að því, að þær 500 kr. af
hverju innritunargjaldi, sem
fram að þessu hafa runnið til
greiðslu á 2 milljón kr. ábyrgð
stúdenta á kostnaði við bygg-
ingu Félagsheimili stúdenta
renni framvegis til Stúdenta-
ráðs, þar sem ábyrgðin er nú
að fullu greidd.
Þetta virðist á margan hátt
eðlilegasta og heppilegasta úr-
ræðið og það sem ekki hækk-
ar kostnað hins almenna stúd-
ents. Þar að auki er um svo
háa upphæð að ræða (uþb 1
milljón á ári) að fjárhag SHl
ætti að vera borgið næstu ár-
in.
Halló stúdentarí
Okkar ástkæri meðbróðir og skólafélagi Stefán Unnsteins-
son hefur látið af ritstjórastörfum við Stúdentablaðið og
annar maður tekið hans sæti. Þannig er lífsins gangur, en
seint verður Stefáni fullþakkað vanþakklátt starf í þágu
stúdenta, sem hann rækti af stakri eljusemi og óeigingirni.
Þeir sem hafa notið frábærra starfskrafta hans að undan-
förnu eru fulltrúar útgerðarauðvaldsins á fjörðum vestur, og
svo náttúrlega þeir fjölmörgu verkamenn þar, sem hann
hefur starfað með, og sparað ótalin handtök og erfiði. Stúd-
entar mega minnast ritstjóra síns með söknuði um leið minn-
ugir þess, að Stúdentablaðið getur ekki kallast stúdentablað,
nema stúdentar hafi nennu á að skrifa í það; að þeir lesi
það og styrki með áskriftum. Það er nú mergurinn málsins.
Nýskipaður ritstjóri vill því hvetja alla ritfæra hugsandi
menn, til að draga sig fram úr hýði sínu, og koma öllum
sínum hjartans eldmóði á þrykk í Stúdentablaðinu. Það
stendur öllum stúdentum opið eins og.alkunna er,-
Hitt er aftur á móti grátleg staðreynd, að allt of fáir
stúdentar hafa tímt að sjá af litlum 300 krónum af svimhá-
um, námslánum sínum, til að splæsa í áskrift á þeirra eigin ?
málgagni. Það er í rauninni reginhneysa að innan við þriðj-
ungur þeirra, sem kaupa blaðið skuli vera við nám í háskól-
anum. Blaðið á jú að heita stúdentablað. Viljum við því
hér með áminna hlutaðeigandi stúdenta og hvetja þá til að
næla sér í áskrift.
Eins vill Stúdentablaðið minna áskrifendur sína á að
í draga nú ekki lengur að senda greiðslu fyrir áskrift þessa
árs. Stúdentablaðið er fátækasta blað landsins, og því ekki
vert að sýna því ósJdlvísi I áskriftum. Eitt tölublað hefur
því miður fallið úr frá áramótum, en blaðið vill hugga á-
skrifendur sína með því, að úr því verður bætt að hausti. Og
að lokum:
Kaupið, lesið og skrifið í Stúdentablaðið, málgagn stúd-
enta.
NEÐANMALSSAGAN:
ÁREITI I STRÆTISVAGNINUM
I. HLUTI
Eftir Ármann A. Sveinsson
Frú Magdalena hagræddi sér í stóln-
um fremst í strætisvagninum. Hún
hafði óljósan fiðring í hægri úlpuvas-
anum en uppgötvaði brátt sér til hug-
arhægðar, að það var bara vinstri
höndin á henni að róta eftir smápen-
ingum. Frú Magdalena leit um öxl, og
síðan eldsnöggt fram aftur. Það fór
ekki á milli mála að maðurinn, sem
skrifað hafði verið um í Velvakanda
og nefndur var Búkurinn, sat aftast
í vagninum, úti í horni, og gaf henni
gætur.
„Guð minn góður“ hugsaði frú
Magdalena. „Þetta er alveg voðalegt,“
sagði hún við sjálfa sig. „Hvernig dirf-
ist Búkurinn að horfa svona dónalega
á mig. Ég er alveg viss um, að hann
hefur áreiti í huga.“ Hún hafði séð á
það minnst í Velvakanda, að Búkurinn
hefói oftast áreiti í huga. „Guð minn
góður, hvað á ég að gera?“ hugsaði
frú Magdalena.
En Búkurinn sat sem fastast og
horfði út um gluggann. Hann horfði
á hús, bíla, reiðhjól, konur, karla, börn,
gamalmenni, hunda, ketti og ljósa-
staura, og hafði áreiti í huga. „Guð
minn góður,“ hugsaði frú Magdalena,
og færði sig aftar í vagninn.
Framhald í næsta blaði.
4 — STÚDENTABLAÐIÐ
EIGNIR:
Handbært fé í banka og sjóði...................... 432.754,00
Hjá SlNE ............................. 14.685,00
Hjá Stúdentabl. f. f. ári. 150.755,00
+ aukning á árinu ........ 230.230,00
Samtals: 381.565,00
-r- eftirgefið ........... 150.755,00 230.230,00
Hjá Gylfa Jónssyni ................... 2.400,00
Hjá Vietnam nefnd ................... 3.569,00
Hjá 1. des. nefnd ................... 9.089,00
Óhafið rikisframlag .................. 30.000,00
Fyrirfram greidd laun ................ 10.000,00
--------- 299.973,00
ÁHÖLD:
Hrein áhaldaleiga ............................. 121.253,20
ÝMISLEGT:
Eignfært framl. til ferðaskrifstofu stúd. 27.785,00
Námstæknibæklingur ............... z 34.075,00
Námsmannahandbók .................. 114.976,00
176.836,00
Samtals eignir: ................................. 1021.816,60
SKULDIR:
Ógr. sjálfsábyrgð til Samv.tr....... 20.000,00
EIGIÐ FÉ:
Höfuðstóll f. f. ári 541.113,01
+ afskr. sk. við félagsh.sjóð 129.475,64
+ hagnaður á árinu 331.227,95
Samtals skuldir: ................... 1021.816,60
II. REKSTRÁRREIKNINGUR:
GJÖLD:
Afskriftir: Samt. afskrifað 234.647,55
FERÐAKOSTNAÐUR:
NOM í Osló’ ....................... 39.730,00
European Youth Conference, Helsinld 15.000,00
Samtals ferðakostnaður: ........... 54.730,00
SKRIFSTOFUKOSTNAÐUR:
Laun ............................... 245.300,00
Pótur og sími ..................... 43.527,00
Fjölrit. kóstn. ' j 28.24^4,00 : . i . -
10.803,00
Samt. fjölritunarkostnaður ....x... 17.444,00
Annað (ritföng, viðg. o.þ.h.) ..... 28.881,70
Samtals skrifstofukostnaður: .............. 335.152,70
YMISS KOSTNAÐUR:
Bifreiðakostnaður ..............„.... 10.161,00
Annað (augl. viðg. o.þ.h.) ........ 90.913,00
Samtals ýmiss kostn.: .:.................... 101.074,00
ANNAÐ: .
Kynningarfundur .....:.............. 27.201,30
Framlag til ÆSÍ ........._......:.. 5.000,00
Framlag til Menn. mál. starfsemi .. 14.591,00
Framlag v. Vestmannaeyjasöfnunar 100.000,00
Framlag í Landhelgissjóð .......... 20.000,00
Samtals: 166.792,30
Samtals gjöld: ............................... 892.396,55
Hagnaður: 331.227,95
1223.624,50
TEKJUR:
Áttadagsgleði 669.143,50
Innritunargjöld 367.500,00
Ríkisstyrkir 143.000,00
Hagn. af NOM á Islandi 19.344,00
Hagn. af sölu alþj.skírteina 13.166,00
Vaxtatekjur 7.493,00
Aðrar tekjur 3.978,00
Samtals tekjur:
1223.624,50
*
♦
Á
I