Stúdentablaðið - 01.05.1973, Side 5
Arni Blandon:
MCNNTAMÁLA■
ÞANKAK
SAGAN AF PALLA
Einu sinm var strákm sem
hét Palli. Palla langaði til að
laera: Palli vildi vera nemandi.
Palli fékk sér bók og byrjaði
að lesa. „Nú er ég að lœra" sagði
Palli. „Nei" sagði pabbi Palla,
„þú ert bara að leika þér að
lesa. Til þess að læra eitthvað
merkilegt verðurðu að fara í
skóla." Palli fer í skóla, en Palla
finnst skólabækurnar leiðinlegar.
„Mig langar ekki að læra þessar
bækur" segir Palli ,$vona,
svona," segir kennarinn, „þetta
eru mjög merkilegar bækur,
vertu nú þægur og lærðu cdlt
sem stendur í þessum bókum og
þá færðu háa einkunn á próf-
mu."
Palli lærir og lærir, þó honum
finnist leiðinlegt ab læra því
Palli vill vera duglegur nemandi
og fá háar einkunni á prófun-
um. Þess vegna hœtlcr hann að
brúka munn við kennarann og
lærir það sem honum er sagt og
tekur öll próf möglunarlaust.
Hann hlustar alltaf vel á kenn-
arann og segir aldret orð í tím-
um og Palli er því reglulega
stilltur og góður nemandi. Palli
lærir að tilgangur menntunar er
að taka próf. Palli lærir að allt
er satt sem stendur bókum og
Palli hættir alveg að hugsa sjálf-
stætt eða bera fram athugasemd-
ir. Palli verður því '’taf feg-
inn þegar hann sleppur við að
gera það sem reynir á sjálfstætt
framkvæmdaþrek hans. Palla
finnst bezt að láta mata sig á
staðreyndum vegna þess að hann
er vanastur því og kann ekki
önnur vinnubrögð.
Svo heldur Palli áf:am að læra
og fer í Háskólann. Þar hittir
hann einhverja stúdenta sem eru
að tala um seminör, marklýs-
ingu og nýjar námsaðferðir. En
Palli vill ekki hlustu á þá, því
hann hefur lært að öruggast er
að treysta kenurunum og hann
veit að til þess að fá góðar eink-
unnir er bezt að hafa kennarana
á sínu bandi og vera ekki með
neinar skoðanir um að einhverjn
þurfi að breyta. Palli veit að það
eirta sem hann þarf svo að gera
til að ná góðu prófi er að lesa
vel námsbækurnar sem kennar-
inn segir honum að Lesa fyrir
prófið. en síðan geri líka ekk-
ert til þó hann gleymi Nlu sem
hann hefur lært þegar prófinu
er lokið. Og Palla finnst bezt að
lesa út af fyrir sig í og iði
og vera ekki að láta aðra stúd-
enta rugla sig i ríminu með
nýjum skoðunum. Og Pall' ' srir
og lærir allan ársins hring og
vill ekk.i vinna neitt á sumrin
því honum finnst svo leiðinlegt
og erfitt að vinna
Svo þegar Palli er búinn að
læra fær hann mikið kaup fyrir
litla og auðvelda vinnu hjá
mönnum sem segja honum hvað
hann á að vinna. Og nú græðir
PaUi svo mikla peninga á svo
skömmum tíma að hann getm
keypt sér flottan bíl og stórt hús
og hann eignast hlut í stóru fyr-
irtæki sem hann græðir heilmik-
ið á, og hann getur ávaxtað pen-
ingana sína í skuldabréfum og
fasteignabraski. Og Palli getur
látið margt fólk, sem ekki hefur
fengið neina menntun, vinna
mikla, erfiða og leiðinlega vinnu
í fyrirtækinu fyrir lítinn pening
og Palli græðir á og fingri.
Og Palli hugsar með sér: Það
er eins gott að verkafólkið fer
ekki í skóla því þá væri enginn
til að vinna leiðinlegu og erfiðu
verkin og þá mundi ég ekki
græða svona mikla peninga. Og
Palli er feginn að hann skyldi
lesa allar leiðinlegu skólabæk-
urnar og vera svona hlýðinn við
kennarana: Því ef hann hefði
ekki verið það væri hann ekki
svona 4kur.
Markmið þessa greinarkorns
er að vekja stúdenta til umhugs-
unar og umræðu um gildi og
tilgang meníiftunar, námshætti,
kennslufyrirkomulag o. s. frv.,
sem sé, þau mál er ættu að varða
stúdenta hvað mest, þar eð þáu
eru grundvöllur' ög ammi þess
vinnusviðs er stúdentar hafa. Á-
hugi stúdenta í Háskólanum
virðist þó vera furðu lítill á
þessum grundvallarmálum náms-
manna ef marka má fjölda
þeirra greina sem birtust í Stúd-
entablaðinu 1972 en þar fjöll-
uðu tvær greinar um slík mál:
„Hugleiðingar um : kólamennt-
un" eftir Björn Bergsson (7.
tbl.), þar sem segir m. a.:
„Grundvallarhlutverk menntunar
á að vera það, að búa nemand-
ann undir framtíðina. Það á
fyrst og fremst að búa nemand-
ann undir það samfélag sem
hann sjálfur mun lifa í fr: mtíð-
inni en ekki undir óbreytta nú-
tíð eins og nú er gert. Ég vil
leyfa mér að fullyrða að í suin-
um tilvikum hér á landi sé ver-
ið að búa menn undir framtíð-
ina sem óbreytta nútíð" og
„Menntun í nútímaþjóðfélagi á
að stuðla að sjálfsmótun og
sjálfsstjóm nemenda. studdri
upplýstri skynsemisvitund, efldri
td gagnrýnnar afstöðu í hverju
efni."
Hin greinin er eftir Ein-
ar Orn og heitir: „Námsmanna-
hreyfing — hvenær kemur bú?"
(8. tbl.). Þar segir m .a.: „Náms-
maðurinn byrjar, eða heldur i-
fram í mörgum tilfellum. að
keppa við félaga sína og skríða
fyrir kennurum sínum og öðmm
yfirboðurum. Hann klifrar upp
prófstlgann með þolinmæði og
þrautseygju og möglar ekki.
hversu óskynsamleg sem náms-
efnið, kennslan og prófin kunna
að vera. Hann veit að það borg-
ar sig ekki, það gæti aðeins taf-
ið hann á uppleiðinni. Hann
reynir að takmarka hugsun sína
við eigin vellíðan og vasntanlega
efnalega velferð."
Tilgangur þessa greinarkorns
felur í sér að algildar skýrgrein-
ingar, og fullnaðarafstaða til ein-
stakra mála verða látin liggja
milli hluta en stúdentum ætlað
að fyl’i í sjálfsagðar eyður með
ferskum hugmyndum og um-
ræðum. Drepið er á nokkrar
hugmyndir um nýbreytni í
námsháttum sem hafa verið of-
arlega á baugi víða meðal er-
Iendra stúdenta undanfarin ár og
hafa meira að segja verið settar
fram í stefnuskrá menntamála-
nefndar SHÍ. Einnig eru dregnar
fram nokkrar ástæður fyrir kröf-
um stúdenta um afnám úreltra
kennsluhátta.
1. Hvers vegna vilja stúdentar
fækka fyrirlestrum?
1. Ef góð kennslubók í ákveð-
inni grein er fyrir hendi og
nemandinn kann að lesa, þarf
ekki að Iesa bókina fyrir hann.
2. Ef um enga kennslubók er
að rasða í ákveðinni grein væri
ráð að gefa út þennan blessað-
an fyrirlestur, sem kennarinn er
búinn að stauta sig í gegnum
í bráðum 20 ár. Fyrirlestrar eru
fornaldarvinnubrögð frá þeim
tíma er bækur voru ekki til:
„Fyrirlestrar eru móðgun vtð
prentlistina.'
3. Flestum leiðist eintal og upp-
Iestur á þurrum satðreyndum. Er
sýnt hefur verið fram á að vi-rkt
nám er árangursríkara en óvirkt
virðist engin ástasða til að halda
í úreltar kennsluaðferðir nema
ef vera skyldi fyrir atvinnumissi
fyrirlesara.
4. Rannsóknir hafa sýnt að fyrir-
lestrar eru að mestu gagnslausir
sbr. t. d. J. Marr et. al., „The
Contribution of the Lecture to
College Teaching" í Journal of
Educational Psychology, L.I.
(1960), 277—284. Allir stúd-
entar vita einnig, að engin fylgni
er milli þekkingar og ástundunar
fyrirlestra. Ástæður fyrir Iífs-
seiglu fyrirlestrarformsins eru
líklega helzt þær að kennarar
þekkja ekki eða hafa ekki þjálf-
un í öðru formi kennslu — og
þegar nemendur koma í fyrir-
lestra hafa þeir vfirleitt ekki les-
ið námsefnið sem kennarinn fer
í (annars væri tímasókn hrein
tímaeyðsla og endurtekning með
of stuttu mÚIibili) og trúa því
síðan allt kennslumisserið, að
gagn verði að hinum sundur-
lausu punktum úr fyrirlestrunum
fyrir próf, því kennarinn semux
jú prófin. Þannig binda kenn-
arar hendiur nemenda undir yf-
irskyni akademísks frelsis.
5. Mikill þjóðarauður fer í
kostnað við, oft á tíðum, gagns-
laus óþörf og léleg fyrirlestrar-
störf. Óþörf fyrirlestra sést t. d.
greinilega á því þegar nemend-
ur eiga að Iesa 1000 bls. fyrir
próf en yfirferð í fyrirlestrum
nær aðeins 200 bls. eða er jafn-
vel engin. Einnig má benda á
að þegar rándýrir erlendir fyrir-
Iesarar eru fengnir hingað er það
sjaldnast gert með þörf nemenda
á slíkum fyrirlesara í huga, því
nemendur eru sjaldnast eða
aldrei spurðir álits og hafa því
lítið sem ekkert gagn af slíkum
fjárútlátum. — Mörg dæmi eru
þess, að nemendur eru látnir sjá
um fyrirlestra sem kennarar
þiggja laun fyrir (vondir menn
kalla það arðrán).
2. Hvers vegna'"Viljá''Stúdentarj
fjölga seminörum?
1. í seminörum eru nemendur
virkir þátttakéndui ' 1 umíæðúih
og Iæra betur af því, en að
hlusta á eintal: Bezta nám er
kennsla.
2. í seminörum ráða nemendur
á hvaða hátt farið er yfir náms-
efnið.
3. Nemendur læra sjálfir að
greina á milli aðal- og aukaat-
riða, í staðinn fyrir að láta gera
það fyrir sig.
4. Nemendur tengjast sterknm
félagsböndum, námið verður líf-
legra, tilgangur þess Ijósari qg
tengsl námsins við raunvoru-
leikann skýrari.
5. Hópvimna hafur þroskandi á-
hrif á persónumótun nemand-
ans.
6. Hópvinna hefur í för með
sér sífelida upprifjun aðalatriða
og endurmat á þeim, sem er
eimhver áhrifaríkasta námsaðferð
er þekkist.
3. Hvers vegna eru próf óraun-
hæfur mælikvarði við mat á
nemanda?
1. Vegna þess að þau eru algjör-
lega einangruð og sértæk at-
vinnubótavinnubrögð sem hver.gi
þekkjast í þjóðfélaginu nema í
skólakerfinu: Nemandi les nokk-
ur hundruð blaðsíður á skömm-
um tíma og skrifar síðan í oróf-
inu um þennan fróðleik á fjór-
um tímurn. Árangur í prófi
stendur ekki í réttu hluttaili við
áramgur í starfi, einfaldlega
vegna þess að prófki reyna ekki
á þá þastti í fari eimstaklingsins
sem hann kemnr til með að
nota á almennum vimmumarkaði
eða í praxfs. PrðfLn athuga að-
eins hversu gott sfcammdma-
minni viðkomandi próftaki hef-
ur, ekki hversu góður verkmoð-
'ttf' hárttt' 'éir ‘Þáð * siéfii' koíhá* 'íetfi
í staðinn fyrir hin verðlausH
próf er: raumhæf verðmætasköp-
Úh fýrir þjÖðfélágið ■ með vfðttt-
kenndum vinnubrögðum s. s.
greinum, álitsgerðum, ritdómum
o. s. frv. sem btrta mastti t. d. í
fjölmiðlum. Eínniig ættu að
koma í stað prófanna í núver-
andi mynd, raunhæf vinnubrögð
í hinum ýmsu stofnanium þjóð-
félagsins, þar sem reyrn mætti
á þá kunnáttu sem nemandfmn
hefbr aflað sér og loemur hon-
um og þjóðfélagimu að beinum
FramhaM á H. síóa.
Kodak i Kodak i Kodak P Kodak I Kodak j
■HM ffiHBBH WUHKSBtM hhb
KODAK
Litmqndir
HANS PETERSEN H/f.
BANKASTR. 4 SÍMI 20 313
GLÆSIBÆ SÍMI 82590
■ ■■■
Kodak I Kodak i Kodak i Kodak » Kodak
STÚDENTABLAÐIÐ — 5