Stúdentablaðið - 01.05.1973, Síða 9
nota frístundirnar til pólitísks
starfs eða sinna öðrum hugð-
arefnum sínum — því lengur
dregur hann það að ganga I
hjónaband. En líkamlegar
þarfir taka ekki mið af fjár-
hagsaðstæðum: Þær knýja
stöðugt á um fullnægingu. Ö-
kvæntur verkamaður leitar á
vit gleðikvenna til að fá útrás
og sama gerir ókvæntur milli-
stéttarmaður. Þetta er dæmi
um óvirka aðlögun verka-
mannsins að hörðum lífskjör-
um sínum. En þetta ferli er
ekkert einkamál verkalýðsins.
Allar aðrar stéttir og þjóðfé-
lagshópar bregðast við á sama
hátt flæktir í net þróunar auð-
valdsþjóðfélagsins sem nær um
heim allan.
Þá fyrst kemur munurinn
í ljós þegar athyglinni er beint
að þeim virku, skapandi öfl
um sem andæfa og neita að
laga sig að niðurdrepandi
veruleikanum og að nýjum
hugsjónum og tilraunum með
samskipti kynjanna. Þetta and-
leifarnar af gerfiböndum hinn
ar borgaralegu fjölskyldu.
Þessi „undirgefni“ eins með-
lims verkalýðsstéttarinnar
gagnvart öðrum hefur skaðleg
áhrif á sálgerð verkalýðsins á
sama hátt og hugmyndin um
eign eins á öðrum. Það er
ekki í samræmi við hagsmuni
byltingarstéttarinnar að út-
nefna einhverja ákveðna með-
limi stéttarinnar sem sjálfstæða
'fulltrúa hennaf með þeirri
skyldu að gæta hagsmuna stétt-
arinnar en ekki hagsmuna
■hinnar éiriangruðu fjölskyldu.
Þeir árekstrar sem verða
milli hagsmuna fjölskyldunn-
ar og séttarinnar í verkfalli
eða virkri baráttu og það sið-
ferðilega mat sem verkalýður-
inn leggur á þá eru nægilega
skýrt dæmi um undirstöður
hinnar nýju hugmyndafræði
hans.
Hugsið ykkur að verk-
smiðjueigandi neyðist til þess
vegna fjölskylduaðstæðna að
taka fé út úr fyrirtæki sínu
SEINNIHLUTI
Virk aðlögunP
óf er aðeins að finna hjá
verkalýðsstéttinni.
Þetta merkir samt sem áður
ekká- aðrar stéttir og hópar
færi sér ekki í nyt nýjar að-
ferðir t§em binn framfarasinn-
aði verkalýður hefur útfært
(þetta á sér í lagi við um
menntamenn úr millistétt sem
vegna félagslegra aðstæðna
sinna eiga mesta samleið með
verkalýðnum). Borgararnir
gleypa við nýjum hugmynd-
um verkalýðsins í ómeðvitaðri
ósk um að blása nýju lífi í
köld og stirðnuð hjónabands-
form sín. En þær hugsjónir og
kynferðisleg siðalögmál sem
verkalýðurinn þróar með sér
fullnægja á engan hátt stéttar-
legum þörfum borgaranna.
Þau endurspegla kröfur verka-
lýðsstéttarinnar og eru henni
nýtt vopn í félagslegri baráttu
hans. Þau vega að undirstöð-
um félagslegrar drottnunar
borgarastéttarinnar. Þetta skul-
um við sýna fram á með
dæmi.
FJÖLSKYLDA OG STÉTT
Tilraunir menntamanna úr
millistétt til að leysa hið ó-
rjúfanlega kirkjulega hjóna-
band af hólmi og setja í þess
stað borgaralega vígslu sem
veitir þeim meira svigrúm
valda því að grundvöllur fé-
lagslegs stöðugleika borgara-
stéttarinnar veikist. Þær brjóta
niður fjölskylduna sem bygg-
ist á einkvæni og eignaréttar-
hugmyndinni.
Á hinn bóginn er aukinn
sveigjanleiki í samskiptum
kynjanna í samræmi við höf-
uðverkefni verkalýðsstéttarinn-
ar og er í raun og veru óbein
afleiðing eins þeirra. Afneitun
„undirgefnis“-þáttar hjóna-
bandsins brýtur niður síðustu
þegar illa árar fyrir það. Af-
staða borgaranna er skýr og
afdráttarlaus: „Fjölskyldan
saman við viðhorf verkanianna
til verkfallsbrjóts sem rýfur
samstöðuna og fer að vinna
í miðju verkfalli til að forða
fjölskyldunni frá hungri.
„Stéttin gengur fyrir“. Tökum
annað dæmi. Ást og ræktar-
semi millistéttareiginmannsins
í garð fjölskyidu sinnar firrir
eiginkonu hans öllum áhyggj-
um yfir því sem gerist utan
heimilisins og leiðir að lokum
til þess að hlekkja hana við
börnin og eldavélina. „Fyrir-
myndareiginmaðurinn sér fyr-
irmyndarfjölskyldunni far-
borða“ er viðhorf borgaranna
til þessa. En hvert er viðhorf
verkamannsins til stéttvíss fé-
laga síns sem lokar augum
konu sinnar fyrir stéttarbar-
áttunni? Siðgæði verkalýðs-
stéttarinnar krefst þess til að
tryggja lífshamingju einstak-
lingsins og fjölskyldunnar að
konan taki þátt í því sem
fram fer utan heimilisins.
Fangelsun konunnar á heimil-
inu, algjör forgangur fjöl-
skylduhagsmuna, beiting eigin-
mannsins á eignaréttinum yfir
konu sinni — alla þessa hluti
mun stéttarleg samstaða verka-
lýðsins brjóta á bak aftur.
Hugmyndin um að sumir með-
limir stéttarinnar séu lægra
skrifaðir en aðrir og verði að
beygja sig undir ægivald þeirra
er í mótsögn við grundvallar-
reglur verkalýðsins. Hún set-
ur mark sitt á alla siðfræði
verkalýðsins sem eflist stöð-
ugt af þrótti. Það er siðfræði
sem stuðlar að umbreytingu
persónuleika mannsins og efl-
ir jákvæðar hliðar tilfinninga-
lífs hans, eykur frelsi hans í
stað þess að hlekkja hann við
séreignaróttinn, eflir félags-
hyggju hans í stað þess að
hlekkja hann við séreignarrétt-
inn, eflir félagshyggju hans á
kostnað misréttis og undir-
gefni.*
■II ■
BARAITAN VERÐUR
AÐ HEFJAST STRAX
Það eru forn og ný sann-
indi að sérhver ný stétt sem
til verður vegna efnalegrar
framþróunar býður mannkyn-
inu upp á nýja hugmynda-
fræði. Ákveðnar reglur um
kynhegðun eru hluti þessarar
hugmyndafræði. Það hefur
samt sem áður gildi, að ræða
nokkuð um verkalýðssiðgæði
og kynlífssiðgæði verkalýðs-
stéttarinnar í þeim tilgangi að
gagnrýna þá útbreiddu hug-
mynd að siðfræði verkalýðs-
ins sé ekkert annað en yfir-
bygging og að innan hennar
geti engar breytingar átt sér
stað fyrr en efnahagsgrund-
velli þjóðfélagsins hefur verið
breytt. Þetta er það sama og
að halda því fram að hug-
myndafræði éinhverrar ákveð-
innar stéttar verði þá fyrst til
þegar félajjs- og efnahags-
grundvellinum hefur verið
breitt og stéttin fest sig í
sessi sem ríkjandi stétt. Sag-
an sýnir okkut að stéttin skap-
ar hugmyndáfræði sína og
þar með kynlífssiðfræði í bar-
áttunni við fjandsamleg þjóð-
félagsöfl.
Því aðeins að stéttin skapi
nýtt, andlegt verðmætamat,
lagað að þörfum hennar, getur
hún styrkt þjóðfélagsstöðu
sína. Eina leið hennar til að
velta hinum fjandsiimlegu 'öfl-
um úr sessi er að halda fast
við hin nýju siðaboð og hug-
sjónir.
Verkefnin sem bíða hug-
myndafræðinga verkalýðsins
eru að finna þau siðrænu gildi
sem endurspegla hagsmuní
verkalýðsstéttarinnar og að sjá
til þess að siðaboð þau sem
skapast séu í samræmi við
þessi gildi.
Okkur verður að skiljast að
einungis með því að Öðlast
meðviturid um hið skapandi
frelsi sem er í deiglunni í
þjóðfélaginu og um hinar nýju
kröfur, nýju hugmyndir og
nýju siðaboð; einungis með
því að gera okkur ljósan
grundvöll kynlífssiðfræði hinnar
framfarasinnuðu stéttar getum
við gert okkur vonir um að
skilja ringulreiðina sem ríkir í
kynferðismálum og finna það
vopn sem bítur á Gordíons-
hnút þann sem þau eru kom-
in í.
Verum þess minnug að ein-
ungis sú kynlífssiðfræði sem er
i fullu samræmi við þarfir
verkalýðsins getur orðið okkur
að liði í að styrkja stöðu
verkalýðsstéttarinnar í barátt-
unni. Það hefur sagan kennt
okkur. Hvað getur staðið í
vegi fyrir því að við notfærum
okkur þetta vopn í þágu þeirr-
ar stéttar sem berst fyrir
kommúnísku þjóðskipulagi og
fyrir einlægri og innihaldsrík-
ari samskiptum kynjanna?
(HS og ÞH þýddu úr
Politisk Revy).
HÚSNÆÐISHRAKHOLAR |
Mönnum er enn í fersku minni frá því í haust, að helm-1
ingi fleiri sóttu um garðvist en pláss var fyrir. Nú virðistJ
sama vandamálið ætla að stinga upp kollinum varðandi sum-^
arvist á Görðunum. Tuttugu herbergi standa stúdentum tilÉ
boða, en helmingi fleiri af þeim sem nú búa á Garði hafaí
hug á að dvelja þar við lestur í sumar. Verður það eflaust"
erfitt fyrir biskup Garðanna að gera upp á milli þeirra semÉ
sækja um áframhaldandi vist í sumar.
Sú hugmynd hefur komið upp á Görðunum, hvort ekki J
væri ráð að loka Gamla Garði fyrir hótelrekstri í sumar^
og taka hann allan fyrir sumarvistarstúdenta, síðan mættiÉ
svo halda Garðsböll mánaðarlega til að standa undir tapinuw
sem af þessu leiddi. Eða hvernig ætli Félagsstofnun geðjist®
að hugmyndinni?
GOSMÆLGI
Það hefur verið hlerað, að í Vestmannaeyjum sé að finnaj
menn, sem Viðlagasjóður er sagður greiða kaup eftir Ficher-É
taxta. Nafnið ku vera til komið vegna þess hve góðan tímaJ
þeir hafa til að tefla skák og sinna öðrum hugðarefnum íl
vinnutímanum, sem annars er mjög langur, allt að.21 tími^
á sólarhring. Hér er áð sjálfsögðu um læknastúdenta aðW
ræða. Þeir hafa það hlutverk að mæla gasmengun á ein-J
faldan, en nokkuð öruggan háttpiá u.þ.'b.1 20' íítöðúm í bæn-|
um. Verkið gæti sjálfsagt hver asninn unnið, en þar eð sam-fc
úð landlæknis bitnar helzt á hans tilvonandi kollegum, neydd-J
Framhald á 10. síðu. 1
HASKOLANS
STÚDENTABLAÐIÐ — 9