Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 2
Vitlaust gefíð Pólitísk umræða byggist að miklu leyti á notkun hugtaka. Slík hugtök eru oft á tíöum sérhæfð og margræð og þjóna því illa þeim tilgangi að gera um- ræðuna skiljanlcga almenningi. Stundum er þeim líka beitt markvisst í blekkingarskyni; áferðarfalleg hug- tök eins og hagvöxtur og lýðræði cru notuð til að vísa til annars og umdeilanlegri veruleika en áferð orðanna gcfur til kynna. t þcssum efnum er varúðar þörf af hálfu þeirra sem hyggjast koma réttum upp- lýsingum til alþýöu manna. I þeirri námslánaglímu sem samtök námsmanna þreyta nú við ríkisvaldið, cr tekist á um áþrcifan- lega hluti: þá opinbcru námsaðstoð sem rlkið lætur í té í formi lána, — kjarni málsins cr hvort hún næg- ir námsmönnum til að framflcyta sér eða ckki. En jafnvel þótt þetta sé í sjálfu sér einfalt og auðskilið málcfni, cr sérhæföum hugtökum beitt til að vísa ti! þess. Hætt er við, að ekki viti allir námsmenn hvað átt er við, þcgar talað er um „umframfjárþörf‘% „umreikning tekna“ eða „kostnaðarmat“. Við vcitingu námslána er gert ráð fyrir ákvcðinni fjárþörf námsmanns, sem er sú upphæð sem talið er að hann þurfi til að framflcyta sér (og sínum, cf því er að skipta). Frá þcirri upphæð cru dregnar tekjur námsmanns, eftir að þær hafa verið umreiknaðar (skattagreiöslur og flcira cr dregiö frá), og nefnist þá það sem eftir er umframfjárþörf. Að lokum er veitt ákveðið hlutfall af umframfjárþörf, þar eð ríkisvaldið hefur enn ekki talið sér fært að lána það sem svarar fullri þörf. Glíma námsmanna við ríkisvaldið hcfur fram til þessa falist í því að tryggja sem hæst hlutfall lána af umframfjárþörf, og er rcyndar óhcimilt samkvæmt lögum að minnka þctta hlutfall frá ári til árs. Hins vegar er svo að skilja að ríkisvaldinu hafi nú hug- kvæmst nýtt ráð til að skera þcnnan þátt ríkisút- gjalda við nögl sér, þ. e. að falsa þann grundvöll sem lánin byggjast á, en láta hlutfalliö hadast óbrcytt. Um tíma stóð til að bcita því gerræði að fella út úr grundvellinum allt tillit til hinna gífurlegu verðhækk- ana síðastliðins árs. Sennilega hefur þó stjórnin gcrt sér grein fyrir því, hvílíka reiði slíkt gerræði myndi valda hjá námsmönnum, og því fallið frá áformum sínurn. Enn er óútkljáð annað atriði sem varðar grund- völl námslánanna, fjárþörfina. Á síðastliðnum vetri lét stjórn Lánasjóðsins gera könnun á fram- færslukostnaði íscnskra námsmanna, og framkvæma nýtt inat á honum eftir niðurstöðum könnunarinnar. Kom þá í Ijós það sem áður vissu þeir námsmenn sem reynt hafa að framflcyta sér á Iánunum, sem sé að fjárþörfin haföi lengi verið allt of lágt mctin. 1 nýja kostnaöarmatinu er þctta leiðrétt að nokkru leyti. Ríkisvaldiö þumbast enn við að lýsa yfir að taka skuli tillit til þessa nýja kostnaöarmats við úthlutun Iána þetta árið. Viröist scm ætlunin sé sú að falsa grundvöll námslána og tclja námsmönnum trú um að þeir njóti óbreyttra kjara, þegar í raun og veru er um kjaraskcrðingu að ræða. Annaö atriði scm varðar grundvöll námslána cru nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs, en þær miða að því að gera mönnum klcift að stunda nám, jafnvel þótt þeir verði að sjá fyrir fjölskyldu. Hafa ráðherr- Ósigur framagosanna Ösigur Vökumanna í 1. dcskosningunum er alvar- legt áfall fyrir þá óhróðursstcfnu sem þeir hafa rckið gegn vinstri mönnum að undanförnu. 1 kosninga- baráttunni tjölduðu þcir öllum þcim ásökunum sem þeir hafa borið fram gcgn Verðandi og vinstri meiri- hlutanum í Stúdcntaráöi, cn stúdentar vísuðu þeim málflutningi á bug. Lítt hcfur Vökumönnum dugað hin gamalkunna áróðursaðfcrö þcirra að hnika til staðreyndum eftir því scm fcllur að þeirri mynd sem þeir vilja gefa. Hefur raunar furðu sætt, hve mál- flutningur þeirra hefur vcrið ómerkilegur og barna- Icgur, og nú hafa stúdentar kvcöiö upp dóm sinn Þess er ekki heldur að vænta að stúdcntar vclji til forystu í hagsmunabaráttu þá sem ekki vilja skilja cða ckki gcta skilið nauðsyn slíkrar baráttu. Furðu STÚDENTABLAÐIÐ 10. tbl. 1074 Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Islands Ritstjóri: Gestur Guðmundsson (ábm.) Útgáfustjórn: Stjórn S.H.I. Verð í lausasölu: 50 kr. Askriftargjald er kr. 400 á árí. Auglýsingasimi: 15959. Prentsmiðja Þjóðviljans. ar lagt svo fyrir Lánasjóðinn að láta þcssar reglur ó- notaðar við úthlutun haustlána. Einnig hefur stjórnin neitað að Ijá máls á hækkun lánahlutfalls af umfram- fjárþörf. Námsmenn setja markið ekki lægra en 100% lán á ófölsuðum grundvelli, því að það fyrirkomulag eitt tryggir stefnumið námsmannasamtakanna um fjár- hagslcgt jafnrétti til náms. Námsmenn munu ekki láta undan síga í baráttunni fyrir að því marki verði náð, og alls ekki verður þolað að beitt sé fölsunum gagnvart fjárþarfargrundvellinum. manna hefur vakið, að Vökuforinginn Berglind Ás- geirsdóttir skuli ljá máls á því (sjá Stúdcntablaðið 9. tbl.), að námsmcnn ættu að sætta sig við kjararýrn- un. Þcssi yfirlýsing Bcrglindar er sennilega plús í af- rckaskrá hennar hjá Sjálfstæðisflokknum. Ef stúdent- ar hcfðu almcnnt sömu afstööu og Vökustúlkan, reyndist Matthíasi ckki crfitt að skcröa námslánin (og ef verkamenn hugsuöu almcnnt svona, væri kjararýrnun hægur vandi fyrir Geir og Albert). Stað- reyndin er hins vegar sú að stúdentar almcnnt eru ekki að vinna sig í álit innan stjórnmálaflokka, en láta sér aftur á móti annt um eigin hag. Því velja þeir ekki til forystu þá sem vilja fórna hag stúdenta fyrir pólitíska hagsmuni stjórnmálaflokka og frama- gosa þcirra. Meistarí Þór- bergur Sveitamaður, skítkokkur, borgaröreigi, ný- tískulega skáld, fræðimaður, guðspekingur, sósí- alisti og alþjóðasinni, en umfram allt snilling- urinn, sem skynjaðir fleiri sveiflur í tilverunni en aðrir og kunnir að sjá alvarlega hluti í broslegu ljósi, — þökk fyrir að hafa hýtt borgarana, þökk fyrir hreinskilnina. Hafðu þökk fyrir skemmt- unina! Það var morgunn hins efsta dags. Hann kom nakinn fyrir dómstól Drottins allsherjar, laut honum og sagði: „Dýrð sé Guði föður, Syni og Heilögum anda!“ Og umhverfis hásæti hans stóðu skínandi hersveitir er sungu Guði hósíanna. Drottinn réttlætisins leit til hans, lauk aftur Bréfi til Láru og sagði: „Ég hefi beðið þín, son- ur minn. Syndir þínar eru þér fyrirgefnar. Nógu lengi hefur hin góða náttúra þín orðið að þola návist ritstjóra Morgunblaðsins. Gakk inn í fögnuð herra þíns“. Það varð þögn umhverfis hásæti Drottins allsherjar. En hann mælti til hinna skínandi hersveita: „Vér breytum skipulaginu“. Og það varð bylting í ríki útvaldra. Á morgun birtist guð almáttugur Bandaríkja- forseta í draumi og segir: „Við höfum breytt skipulaginu. Far þú og gjör slíkt hið sama“. Stúdentar. Afborgunar- dagur Framtið barna okkar mótast mjög af aðbú.naði þeirra á heimilinu. Hagur heimilisins byggist á öruggum og hagkvæmum bankaviöskiptum. Sparibaukurinn, sparisjóðsbókin og ávísanareikningurinn eru snar þáttur í heim- ilislífinu, - og þá um leið í uppeldi barnanna. Reglubundiri sparifjársöfnun er hverju heimili nauðsyn. Hvers konar afborganir og greiðslur eða óvænt útgjöld veitast þeim léttari, sem hafa tamiö sér reglu- bundna sparifjársöfnun. Kynnið yður þjónustu Landsbankans, banka allra landsmanna. argus Sendimaður SHI í Gólanhæðum Framhald af baksíðu. hafa sýrlendingar tekið af- dráttarlausa afstöðu með rétti palestínuaraba og miða að- gerðir sínar við vilja PLO, Þjóðfrelsishreyfingar palestínu- araba. Þótt hernaður sé aldrei skemmtilegt fyrirbæri, er það bláköld staðreynd að sigur- vinningar egypta og sýrlcnd- inga í októberstyrjöldinni í fyrra hafa gert sjálfsákvörðun- arrétt palestínuaraba að nálæg- ari staðreynd en nokkru sinni fyrr. Á næstu vikum og mán- uðum fæst úr því skorið, hvort ísraelsmenn munu virða þann rétt. Þá skiptir miklu máli, hvort um þrýsting verður að ræða frá öðrum þjóðum. fs- lenskir stúdentar geta lagt sitt lóð á vogarskál friðar og þjóð- félagsframfara í Miðaustur- löndum með því að fylgjast vandlega með afstöðu ríkis- stjórnar íslands á alþjóðavett- vangi í þessu lífshagsmunamáli hinna langhrjáðu palestínuar- aba. Eiríkur Brynjólfsson 2 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.