Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 22.11.1974, Side 3

Stúdentablaðið - 22.11.1974, Side 3
Arnlín Óladóttir, formaður Stúdentaráðs-. ÁVARP FLUTT Á HÁSKÓLAHÁTÍÐ Það er nýnueli að formaðm Stúdentaráðs haldá tölu við þetta tcekifceri. Eg vona að það sé merki um aitkin áhrif stiídenta innan háskólans, en ekki aðeins tilraun til að færa forneskju- lega háskólahátíð aðeins nær samtímanum. En hvers vegna formaður Stúdentaráðs? Stúd- entaráð eru einu heildiarsamtök stúdenta. Það er n.k. þing 28 manna. Helmingur þeirra er kosinn í almennum kosningum árlega, til tveggja ára í senn. Tveir þessara manna eru full- trúar stúdenta í Háskólaráði. Stúdentaráð tilnefnir eða skip- ar fulltrúa í hinar ýmsu stofn- anir, t.d. stjórn Lánasjóðs ísl. námsmanna og stjórn Félags- stofnunar stúdenta. Félagsstofn- un rekur garðana, mötuneytið og bóksöluna svo eitthvað sé nefnt. En sem sagt Stúdentaráð, hlut- verk þess og markmið er vel þess virði að fróðleik þar að lútandi sé troðið í þá sem hefja nám við Háskólann. Þið hafið sjálfsagt öll verið meira eða minna upp á að- standendur komin meðan þið voruð í menntaskóla. Flestu full- orðnu fólki í fullu starfi þykir það eiiítið súrt í broti og hugsar með ánasgju til þeirra tíma, þegar það á kost á námslánum og 'getur þar með séð sér far- borða sjálft. En námsmannasamtökunum hefur ekki enn tekist að fá framgengt því markmiði sínu að námslán ásamt tekjurn nægi námsmönnum til framfærslu. Á hverju hausti byrjar sama bar- áttan ttm það hversu hátt hlut- fall af umframfjárþörf skuli lán- uð til námsmanna og hvaða reglum skuli fylgt við úthlutun það árið. Flest ykkar hafa eflaust orðið vör við starfsemi kjara- baráttunefndar námsmanna, sem stofnuð var vegna þess hve í- skyggilega þótti horfa í lána- málum nú í haust. Starfsemi hennar hefur nú þegar haft þau áhrif, að ráðamenn hafa tekið afttu: fyrri ákvörðun þess efnis, að ekki skuli tekið tillit til verð- lagsbreytinga við úthlutun haust- lána, en það hefði þýtt ca. 40% skerðingu þeirra. Þessir atburðir ættu að sýna ykkur að samstaða og athygli námsmanna skipta höfuðmáli. Það þýðir engan sof- andahátt. Við hefðum engu fengið framgengt, ef ekki hefði verið sífallt klifað á. aðgerðum Náttúru- verkur Félög náttúruíræði- og verk- fræðinema hafa gefið út vandað blað, sem einkum er helgað umræðu um stóriðju og mengun. Þar er m. a. birt kostulegt viðtal við Gunnar Thoroddsen, en einnig vand- aðar greinar unt stóriðju og þær hættur sem henni fylgja. Er full ástæða til að óska út- gefendum til hamingju með framtakið, og má teljast mcrkilegt það frumkvæði sem stúdentar hafa að undanförnu sýnt með útgáfu Náltúruverks og „Sameinaðs dragbíts“. Arnlín Óladóttir, forynja Stúdentaráðs. (Ljósm. Jón Arnarr) og stuðningi fjöldans. Markmið okkar er 100% um- framþarfar, en nú er hlutfallið að meðaltali 82%. Það sem að- allega veldur tregðu ráðamanna á fjárveitíngum í lánasjóðinn, er að endurgreiðslukerfi sem ríkir í dag og sú staðreynd, að hluti háskólastúdenta á eftir að verða hátekjumenn að námi loknu. Stúdentaráð berst ekki fyrir hærri námslánum, með það fyrir augum, að auka enn meir þau forréttindi sem viss hópur menntamanna býr nú við. Held- ur teljum við fuUnægjandi námsaðstoð vera forsendu þess, að hægt sé að tala um fjárhags- Iegt jafnrétti til náms, án tillits til stéttarlegs uppruna. Stúdentaráð hefiu laigit fram tillögur um nýtt endurgreiðslu- kerfi, þar sem tekið er tíllit til tekna eftir nám, þannig að há- tekjumenn borgi meira til baka og hraðar en nú tíðkast. Þó setj- um við varnagla þannig að af- borgun námslána verði aldrei meiri en sem svarar 10% af árstekjum og eftir vissan ára- fjölda falli endurgreiðsla niður. Það er algjör forsenda fyrir auknum endurgreiðslum að lánin nægi 100% fyrir lifibrauði. Á þennan hátt viljum við útrýma fjárhagslegu misrétti til náms, og stuðla jafnframt að auknu jafnrétti meðal menntamanna. Anmað er það sem kalla rnætti stórbaráttumál Stúdenta- ráðs, en það er að stúdentar fái aukin áhrif á stjórn Háskól- ans. Langtímamarkmið okkar er fullkomið lýöræði, þ.e. hver maður eitt atkvæði, en sem á- fanga í þeirri baráttu höfum við ákveðið, að setja okkur það mairk að fá þriðjung atkvatða- magns við ákvarðanatöku og helming í ráðgefandi nefndum. Krafan um þriðjungsaðild bygg- ist á skilgreiningi á meginhags- munahópum innan háskólans, þ.e.. stúdentar, fastráðnir kenn- arar og annað starfsfólk. Við vonumst til að þessu markmiði verði náð nú í vetut, þegar af- greiddar verða tillögur um stjórnskipan háskólans. Okkur skilst að núverandi mennta- ráðherra sé nokkuð hliðhollur stúdentum í þessari baráttu, a.m.k. samþykkti hann ekki orðalaust reglugerðarbreytingu um janúarpróf í læknadeild, heldur kvaðst vilja vita hver væri vilji stúdenta. Þetta teljum við lofsvert framtak og von- umst eftir meiru af þessu tagi. Auk þess sem nú hefur ver- ið nefnt er alltaf fjöldi málefna, það sem kalla mætti „á döfinni" hjá ráðinu: fjölgun barnaheimil- isplássa, kvikmyndasýningar, samskipti við erlenda stúdenta o.m.fl. Stúdentaráð er fyrst og fremst hagsmunasamtök n.k. verkalýðs- félag. — Nokkur deila hefur staðið milli andstæðra fylkinga í ráðinu um það hverjir séu raunverulegir hagsmunir stúd- enta og hvort eða hvernig þeir tengist almennum þjóðfélagsmál- um. Stefna sem hefur hlotið meirihluta í almennum kosning- um undanfarin 3 ár, að hags- munabarátta stúdenta verði eng- an veginn slitin úr tengslum við hagsmunasamtök annarra lág- launahópa. Þess vegna teljum við okkur eiga samstöðu með róttækum verkalýðsfélögum — róttækum vegna þess, að launa- barátta, sem háð er vegna hennar sjálfrar en ekki vegna framtíðarmarkmiðs um af- nám stéttaþjóðfélags, er álíka áhrifarík og að reyna að halda flugu frá ljósi Stéttvís verkalýður hefur margfalt afl á við auðvaldið — en auðvaldið hefur stofnað n.L tryggingarfélög sér til varnar. Þessi tryggingarfélög birtast í efnahags- og hernaðarbandalög- um. Vegna þessarar sameiningar auðvalds og hernaðar teljum við okkur bæði rétt og skylt að berjast gegn þannig bandalög- um, og lítum á það sem lið í hagsmunabaráttu stúdenta sem láglaunahóps. Með von um að þið verðið virk í baráttunni vil ég fyrir hönd stúdenta bjóða ykkiu: velkomin til starfs innan háskólans. VísincJin í þdgu alþýöu 1. Menn deila uin Irelsi vísindanna. Að mati drottn- andi stéttar íelst það í rétti háskólakcnnara til að kenna það sem þeir vilja og á þann hátt sein þeir vilja, og jafn- framt í rétti ríkisins til að setja háskólununi reglur um hvaöcina sein það vill og á þann hátt sein þaö vlll. 2. En frclsi vísindanna felst ekki í frelsi vísindanna frá þjóðielaginu og írá hugmyndafræði. Því „óháðari“ þessu hvoru tveggja sein vísindamaðurinn telur sig vera, þcim mun líklegra er að haim sé bundinn núvcrandi þjóðskipu- lagi og þcirri huginyndafræði sem þar drottnar. 3. Forsenda þess að menn geti valið um vísindalcg sjónarmið er að þeir þekki þjóöfélagslcg skilyrði fyrir framleiðslu og hagnýtingu vísinda; frelsi vísindanna verð- ur þá fyrst raunverulegt þegar þjóðfélagiö er frjálst og fólkið ræður örlögum sínuin sjálft. 4. Á skeiði heimsvaldastefnunnar hafa cinokunarauð- hringarnir og rikisvald þeirra tök ckki aðeins á hagnýt- ingu hcldur cinnig á framlciðslu hug- og raunvísinda. En takmarkalaus sókn þeirra í gróða setur vísundunum jafn- framt þröng takmörk cinhliða auðvaldshagsinuna. Þcir hagsinunir eru einhliða, þar sem þcir fclast í því aö minnihluti hagnist á kostnað meirihluta. 5. Jafn ófær og horgarastéttin er til að skapa þjóðfé- laginu jákvæðar horfur, getur hún ekki hcldur gcfið tæm- andi og sannfærandi skýringu á samhcngi þjóðfélags eða náttúru. Þar sem hún Iætur heiininn lúta rökvísi yfirráða sinna, komast vísindi hennar um náttúru og þjóðfélag að þeirri niöurstööu að horgaraleg yfirráð séu eilíf. Heims- mynd og vísindi horgarastéttarinnar standa hins vegar í óleysanlegri mótsögn við raunvcruleikann. Þegar hinar ýmsu gerðir borgaralegra vísinda og heims- inynda útskýra samhengi og heild, eiga þær a. m. k. eitt sameiginlegt, — grundvöll hughyggju og frumspeki. 6. Verkalýðsstéttin ein er ekki bundin neinum sér- hagsmunum við núvcrandi þjóðskipulag. Einungis vísindi hcnnar, vísindalegur sósíalismi, eru vægðarlaus og sjálfum sér samkvæm í gagnrýni sinni á sjónarmið, skilning, að- ferðir og árangur drottnandi vísinda. 7. Aðeins sú hlutdrægni að stefna að þjóðfélagi þar sem fólk er raunverulega frjálst og ræður yfir þjóðfélag- inu, getur, sé hún tengd við alvarlega vísindaleg sjónar- mið, hindrað að vísindamaðurinn verði gegn vilja sínum aö þcim sem afsakar það þjóðfélagsástand scm er. Einlægur víljs til að tileinka sér sjálfri sér samkvæma efn- ishyggju og sjálfum sér samkvæm vísindalcg sjónarmið, eða m. ö. o. grundvallaratriði raunverulcga frjálsra vís- inda, getur ekki komið í staðinn fyrir að fylgja málstað sósíalisma og verkalýðs. En slíkur vilji leiðir til þeirrar af- stöðu. Því að vísindalciki og hlutdrægni eru ekki andstæð- ur sem útiloka hvor aðra, heldur skilyrða þær hvor aðra. 8. Þjóðfélagsleg og pólitisk, scm og vísindalcg sjónar- mið er aðeins hægt að sannrevna í starfi. „HEIMSPEKINGARNIR HAFA AÐEINS TÚLKAÐ HEIMINN Á YMSA VEGU; ÖLLU VARÐAR ÞÓ AÐ BREYTA HONUM.“ (Karl Marx) (Þessar setningar eru settar fram af „Kommúnísku stúd- entasambandi“ í Vestur-Þýskalandi. — gg þýddi.) i I I I \ STUDENTABLAÐIÐ — C

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.