Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 6
Vökuþdttur Ábyrgðarmaður: Kjartan Gunnarsson 1. DESEMBERKOSNINGAR Eins og flestum stúdentum mun kunnugt, eru nýafstaðnar kosningar til hátíðarnefndar 1. desember. Verðandi og marxisk sögurannsókn hlutu þá 57% at- kvæða gegn 43% Vöku, sem vildi helga daginn umræðum um tjáningarfrelsi og skoðana- myndun. Þótt þær fuliyrðii.gar leiðarahöfunda Þjóðviljans, að hér sé um verulega fylgisaukn- ingu Verðandi að ræða, séu fals- ið eitt, verða þessi úrslit að telj- ast umtalsverður ósigur fyrir Vöku. Frá sjónarhóli Vöku- manna er það einkum alvarlegt, að þótt Verðandi sigli nú hrað- byri í að verða strangtrúaður kommaldúbbur og hirði minna um að dylja það en áður, virð- ist það ekki hafa svipt félagið atkvæðum þeirra sem fylgdu því í síðustu Stúdentaráðskosn- ingum. Félagið valdi sér dag- skrárefni, sem er í sjálfu sér á- hugavert, en augljóslega á að fylgja eftir innan ramma hinn- ar sósíalísku helgisiðabókar. Fé- lagið bauð fram lista með gall- hörðu vinstra fólki. Kosninga- fyrirkomulagið var því að vísu í hag, en það er þó engan veg- inn næg skýring þess, að félag- ið eykur atkvæðaltl iitfall sitt um 1% frá breiðu samfylkingar- framboði í Stúdentaráðskosning- unum. Annað hvort hlýtur meiri hluti stúdenta að hafa elt Verðandi út á vinstri brúnina, eða þá stúdentum er ekki enn ljóst, að eðli og skoðanabreidd Verðandi hefur gerbreyst frá þeim tíma er það breiðfylkti sér um hermálin og Iandhelgioa Sé seinni skýringin rétt, hafa Vöku orðið á mistök í kynningu fyr- ir kosningarnar, qg þau alvar- Ieg. KOSNINGAFYRIR- KOMULAGIÐ Mikið hefur verið rætt um kosningafyrirkomulagið 22. okt. Um það er ekki deilt, að það skerti möguleika stúdenta á að neyta atkvæðaréttar síns. Hitt er jafnljóst, að með þrengstu lagatúlkun er hægt að verja framkvæmdina. Vitað var fyrir kosningarnar, að þröngt kosn- ingafyrirkomulag væri Verðandi í hag. Þess vegna beittu forráða- menn félagsins sér fyrir því að kosningareglugerð var túlkuð á þrengsta veg og mun þrengra en í fyrra. Stúdentar verða að gera það upp við sig, hvort þær röksemdir séu marktækar, að 1. des. hátíðahöldin séu svo lítil- væg, að óþarft sé að aðrir hafi áhrif á fæðingarhríðirnar en þeir sem vilja og geta fórnað einu kvöldi í fundarsetu. Þessa skýr- ingu verða menn að vega á móti hinu, hvort forystumenn Verðandi hafi hugsað um það eitt að tryggja hag sinn, og láta slag standa, þótt svolítill fasista- fnykur væri af aðferðunum. Þeg- ar á hólminn kom, varð kosn- ingaþátttaka meiri en í fyrra, líklega einnig hlutfallslega, enda var ólíkt meiri hiti í kosning- unum nú en þá. Hvort sem fyrirkomulagið nú verður talinn glæpur eða ekki, er eitt víst eftir þröngina og bið- raðirnar í fundarlok: Það var raunar verra en glæpur, — það var heimskulegt og ónothæft. VINNUBRÖGÐ Rétt er að vekja athygli á vinnubrögðum Verðandimanna í kosningaáróðrinum. Skítkasti og óhróðri var beitt gegn for- ystumönnum Vöku og frambjóð- endum. Sér í lagi var þó dydgjað um ríkidæmi félagsins. Því var haldið fram, að fyrir 1. desem- berkosningarnar í fyrra hefði orðið að samkomulagi, að á eng- an hátt mætti segja frá því að hægt væri að kjósa án þess að sitja allan kosningafundinn. Slíkt samkomulag áttu svo Vökumenn að hafa svikið. Hið rétta er, að lofað var að hvetja í öllum á- róðri til þess að menn kæmu á kosningafundinn og hlýddu á umræður. Við það var staðið. Hvað varðar mat Verðandi- manna á ríkidæmi Vöku skal til fróðleiks upplýst, að kosninga- barátta Vöku fyrir 1. desember kostaði að þessu sinni rúmar 50.000 krónur, þar af prentun Vökublaðs um helming. Ritstjóri Stúdentablaðsins var eitthvað vantrúaður á þessar tölur á kosningafundinum, og naut víst eitthvað erfiðari kjara hjá prent- smiðju Þjóðviljans. Honum er fullljóst, að hægt væri að lækka prentkostnað Stúdientablaðsins með því að offsetprenta blaðið, ef ekki væri aðkeypt vinna að uppsetningu. Fyrirrennari hans benti meðal annars á þetta er hann lét af störfum við Stúd- entablaðið. Ekki skal þó lagður dómur á, hvort hægt er að ætl- ast til þess að ritstjórinn bæti uppsetningarvinnu af þessu tagi á a'ndlcgt" leiðtogastárf sitt við Stúdentablaðið án sérstakrar þóknunar. Þeim sem kunna að vera ef- ins á, að hægt sé að ráða við 50 þúsund króna kostnað með eðli- legum hætti, skal bent á að tapið á 1. desembernefnd Verð- andi frá í fyrra var nær helm- ingi hærra, að því er fregnir herma. Var það að sögn greitt af félaginu eða stuðningsmönn- um þess, og er ekki vitað til þess að til hafi komið fjárhags- aðstoð úr Garðastræti eða af Víðimel. Þetta skýrist þó von- andi betur, er reikningar nefnd- arinoar verða lagðir fram. Að gefnu tilefni skal að auki tekið fram, að allar sögur um að fjárhagsleg tengsl eða önnur séu milli Vöku og Stúdentafé- lags Háskólans (ef það er nokk- ursstaðar á lífi) eru uppspuni frá rótum. Stjórn Vöku telur það ekki koma sér við, hvort einstakir félagsmenn taka þátt í störfum SFHÍ. LÁNAMÁLIN Loforð stjórnvalda hefur nú fengist fyrir því, að raungildi námslána lækki að minnsta kosti ekki í ár. Það er út af fyrir sig gott og blessað, en engu að síður vantar mikið á að 100% brúun umframfjár- þarfar, ef hún á að hanga í 85% eins og í fyrra. Þegar í vor bentu Vökumenn á það í Stúdentaráði og Hagsmuna- nefnd, að nauðsynlegt væri að hafa vakandi auga á lánamálun- um. Ef um niðurskurð yrði að ræða á fjárlögum mætti búast við að kreppt yrði að Lánasjóði námsmanna. Þetta var ítrekað bæði fyrir og eftir myndun nú- verandi ríkisstjórnar, framan af við dræmar undirtektir, en undir haustið var upplýst á Stúdenta- ráðsfuindi að ráðsstjórnin hefði að vísu sitthvað á prjónunum, en það væri allt saman leyndar- mál. Síðan fréttist ekkert fyrr en í byrjun október, að þau tíð- indi berast, að stofnuð hafi verið kjarabaráttunefnd námsmanna með aðild þriggja fulltrúa frá Stúdentaráði, Arnlínar Óladótt- ur, Atla Árnasonar og Gests Guðmundssonar. Ekkert satn- band var haft við minnihlutann í ráðinu um stofnun nefndarinn- ar, hvað þá að honum væri boð- ið að skipa einn fulltrúa af þess- um þremur, sem þó hefði mátt telja sjálfsagt. Þessi vinnubrögð eru fullkomlega óverjandi og tilgangur þeirra er einn og að- eins einn; að reyna að telja stúd- entum trú um að Vökumenn hafi staðið með óheilindum að lánamálunum. Þá skipti engu máli hverjar staðreyndir voru í málinu, heldur var Göbbelstækn- inni beitt af Þjóðviljalegu sið- gæ-ði. Gleggsta dæmið er dreifi- bréf sem Verðandipaurar meiri- hlutans gáfu út fyrir kosningarn- ar í síðasta mánuði. Þar var vicnað í orð Breglindar Ásgeirs- dóttur, sem hún hafði varpað fram sem umræðupúnkti í hóp- ræðum Stúdentablaðsins um stúdentahreyfingu. Orð hennar voru slitin úr samhengi og gerð hvorki meira né minna en að stefnu Vöku í lánamálunum. Fyrst á annað borð var nauðsyn- legt að taka út einn einstakling og gera orð hans að stefnu Vöku, má furðulegt heita að ekki skyldi vitnað í formann Vöku, sem einnig tók þátt í viðræðum Stúdentablaðsins. Enn hefði mátt telja eðlilegra að leita í stefnuskrá Vöku um lánamál- in, vel að merkja ef dreifibréfa- smiðir Verðandi hefðu haft minnsta áhuga á að halda sig við sannleikann. FALSKIR TÉKKAR Hér á landi hafa verið full- trúar tékknesku stúdentasamtak- anna, þeirra sömu samtaka sem stofnuðu IUS. Þeir hafa verið boðnir og búnir að tala um og ræða imperialismann og stúd- entahreyfingu í Tékkóslóvakíu, en hafa hinsvegar neitað að svara ómálefnalegum spurning- um um ástandið í heimalandi sínu. Koma þessa hóps er afleið- ing af för þriggja manna nefnd- ar SHÍ á þing IUS í vor. Gest- ir þessir munu hafa borgað und- ir sig ferðir hingað og hótel- kostnað, að minnsta kosti að langmestu leyti. Út af fyrir sig má leiða að því rök að rétt sé og nauðsynlegt að hafa sam- skipti við hvern sem er, þótt sjálfsagt sé að haga framkvæmd- inni eftir því hvort um er að ræða vinstri fasista eða hægri fasista. Hins vegar skal stjórn- armönnum SHÍ bent á það, að ef þeim er enn nokkur alvara með að fleka íslenska stúdenta inn í IUS, er þeim hentugra að halda ekki fleiri sýningar á leppseðli forkólfanna fyrr en bú- ið er að landa Stúdentaráði ör- ÍSAF0LD 'Oerndið heimitiyðar.. Innbustryggingar Heimilistryggingar Húseigendatryggingar BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegi 103 — Sími 26055. ROTRING-teikniáhöld Pennaviðgerðin Ingólfsstræti 2. Sími 13271. ugglega í Prag. 6 — STIJDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.