Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 20.12.1974, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 20.12.1974, Blaðsíða 3
DRÁTTURÁ HJÓNAGÖRÐUM £Ut <^3 hc~!> \ Félagsstofnun stúdenta virðist ætla að ganga soldið lengi með óskabarn sitt, hjónagarðana. Sunnan við prófessorabústaðina er ris- inn upp heljarmikill stein- kumbaldi, en samkvæmt nýj- ustu fréttum skortir allt fjár- magn til að halda áfram og gera íbúðarhæf hús úr hon- um. Eru stúdentar nú farnir að tala um að panta íbúðir handa börnum sínum ný- fæddum eða óbornum, ef ske kynni að smíðinni yrði lokið um næstu aldamót. Byggingaáætlun hjónagarða varð til upp úr könnun á hús- næðisþörf stúdenta, sem fram- kvæmd var 1969- Niðurstöður hennar voru á þá leið að 250 íbúðir þyrfti til að anna hjóna- garðaþörf stúdenta. Þrátt fyrir mótmæli ýmissa stúdentahópa, sem bentu á hættu á einangrun stúdenta, sá brátt dagsins ljós teikning, sem gerði ráð fyrir um 180 íbúðum, ásamt dag- heimili og gæsluvelli. Fyrir u. þ. b. tveim árum hófust fram- kvæmdir, en á þær komst fyrst verulegur skriður á þessu ári, þegar hafist var handa um að steypa upp fyrsta áfanga hjóna- garðanna, þar sem verða 57 íbúðir. Nú virðast framkvæmdir munu stranda algerlega á fjár- skorti. Þegar hafa verið lagðar 100 milljónir til þeirra, til að fullgera þennan fyrsta áfanga þarf 70—100 milljónir til við- bótar, og þær fyrirfinnast hvergi. DRAUMSÝN FÉLAGSSTOFNUNAR? Til stóð að afla fjárframlaga frá sveitarfélögum á svipaðan hátt og gert var þegar Nýi og Gamli garður voru byggðir, en nú mun svo þröngt í búi hjá þeim flestum, að þar er varla feitan gölt að flá. Þó hafði Fé- lagsstofnun látið gera mynd- skreyttan bækling, sem miðaður var við forráðamenn sveitarfé- laga. Þar ritar Þröstur Ólafsson stjórnarformaður Félagsstofn- unar hugljúf inngangsorð um það mikla jafnréttismál sem Forpróf í deiglunni Athyglisverðar tillögur um nýskipanforspjallsvísinda Forspjallsvísindi nefnist náms- grein við Háskóla íslands, sem lengi hefur átt við erfiðleika að etja. Langflestum stúdentum er skylt að Ijúka prófi í greininni, en þó sýna fæstir henni þann áhuga að sækja fyrirlestra, held- ur keppast menn við að eyða sem minnstum tíma og fyrirhÖfn til að Ijúka þessari sikyldugrein. Heimspekikennarar skólans, sem sjá um forspjallsvísindin, hafa lengi velt þessum vanda fyrir sér, og nýlega hafa þeir Páll Skúlason og Þorsteinn Gylfason ritað háskólarektor er- indi um þessi efni. Þar kemur fram sú skoðun þeirra að al- menn menntnn, sem „fílunni" er einmitt ætlað að veita, felist ekki lengur í lestri fáeinna til- tekinna bóka. Sem mótvægi við vaxandi sérhæfingu, hljóti al- menn menntun nú að vera það sama og fjölbreytt menntiin. í rökréttu framhaldi af þeirri nið- urstöðu set-ja þeir fram tillögu um tilhögun forspjallsvísinda: 1) Ollum nemendum við Há- skólann verði gert skylt að ljúka forspjallsvísindunum þegar á fyrsta námsári. 2) Einn þáttur námsins verði samning ritgerðar, og verði eink- um miðað við að þjálfa nemend- ur í að semja ritgerðir um sér- fræðileg efni. 3) Kennarar úr öllum deild- um háskólans flytji fyrirlestra um fræði sín, vísindalegar að- ferðir þeirra, atriði úr sögu þeirra og vandamál sem þau eiga við að etja, sérfræðileg, heimspekileg eða þjóðfélagsleg. 4) Nemendum verði gert að sumra kennara heimspekideildar um próf í latínu. Þær reglur gilda, að hafi menn ekki lagt sttind á latínu a.m.k. 12 viku- stundir verða þeir að sækja nám- Framhald á bls. 11. hjónagarðar séu „einkum fyrir fólk utan af landi en þó ekki síst fyrir konur." Birtar eru ljós- myndir af prúðum stúdentum við kaffidrykkju og bókakaup, og eins prýðir bæklinginn listi yfir gefendur herbergja á görð- unum. Þetta er sumsé hinn sölu- legasti pési, en virðist þó ekki ætla að duga til. Það fer ekki hjá því að mað- ur hugleiði hversu margar íbúð- ir hefði ekki mátt kaupa fyrir þá milljónamgi, sem hjóna- garðahítin þegar hefur gleypt. Aður en yfir lýkur verður vænt- anlega komið meira í hana en andvirði 57 íbúða á víð og dreif um bæinn. Stefna Stúd- , entaráðs .h^fur, verið ^ð.kwp.á einstökum íbúðum væru bæði hagkvæmari og félagslega já- ■ kvæðari, þar sem rangt sé að einangra stúdenta, a.m.k. þá sem stofnað hafa heimili og eru því meiri „heimilismenn", frá öðrum þjóðfélagsþegnum í sér- stökum hverfum. Það fer ekki lijá því að rök stúdenta hafi haft einhver á- hrif á forráðamenn félagsstofn- unar. Þannig segir í skýrslu Fé- lagsstofnunar fyrir síðasta starfsár, „að hverfin ættu að rísa í jaðri háskólalóðarinnar, svo að stúdentar hefðu sem mestan samgang við almennu borgarhverfin í nágrenninu,..." Já það verður dásamlegt fyrir stúdenta að fara í mjólkurbúð- ina og kaupa mjólk við hliðina á prófessornum af Aragötunni, leikaranum og Nóbelsskáldinu á Fálkagötunni og jafnvel hon- um Ebba í Litlu-Brekku. Þeir þurfa ekki að kvarta undan ein- angrun stúdentarnir þeir . . . Þröstur Olafsson víkur að ein- angrunarhætmnni í inngangs- orðum sínum að bæklingnúm, en afgreiðir hana með skeleggri og frumlegri röksemdafærslu: „Bygging hjónagarða er jafnréttismál einkum fyrir fólk utan af landi en þó ekki sist fyrir konur.“ Stúdentaráð vítir Kjartan Gunnarsson Gunnlaugur stendur í ströngu. tileinka sér námsefni, sem yrði sama kyns og fyrirlestrarnir, og þeir prófaðir í því að náms- skeiðslokum. Því er helst við að bæta að allmargir kennarar við Háskól- ann hafa lýst sig fúsa að taka þátt í slíku námskeiðshaldi. Nemendum mun án efa þykja forvitnilegt að heyra kennara sína tjá sig um málefni, sem lítill gaumur er oft gefinn, innan sérstakra námskeiða, þótt þau séu fyllilega þess virði. Til- lögur Páls og Þorsteins virðast tímabærar og vel framkvæman- legar, og því rík ástæða til að vona, að þeirn verði hrundið í framkvæmd hið fyrsta. VERÐUR SKYLDUNÁM í LATÍNU AFNUMIÐ? Um nokkurt árabil hefur stað- ið í stappi milh’ nemenda og Stúdentablaðið skýrði á sín- um tíma (17. okt.) frá því furðulega uppátæki Kjartans Gunnarssonar, „oddvita Vöku í Stúdentaráði" og núverandi formanns Orators, að fara þess á leit við Háskólaráð að það leysti hann undan þeirri kvöð að greiða við innritun þúsund- krónur til Stúdentaráðs. A sama tíma flutti Kjartan í Stúdentaráði tillögu um 100 þúsund króna framlag til Amnesty International, vegna þess að ráðið myndi sennilega hafa auknar ráðstöfunartekjur vegna fleiri innritunargjalda en gert var ráð fyrir! Um sama leyti var lögð fram í Stúdentaráði tillaga um vítur á Kjartan vegna þessarar árásar á fjárhagsgrundvöll ráðsins. Markús Möller lagði þá til að afgreiðslu tillögunn- ar yrði frestað vegna fjarveru Kjartans, og var á það fallist. A næsta ráðsfundi, 4. desem- ber var tillagan lögð fram á nýjan leik og samþykkt með 11 atkvæðum gegn 3, þrátt fyrir tilraunir Kjartans til að mæla gerðum sínum bót. Kjartan segist ekki munu biðjast afsökunar. Stúdentaráð lýsir undrun sinni yfir því tiltæki Kjart- ans Gunnarssonar að fara þess á leit við Háskólaráð að það leysi hann undan þeim hluta skrásetningar- gjalds sem til Stúdentaráðs rennur. Ráðið telur furðu sæta að maður sem sæti á i ráðinu skuli reyna að grafa undan sjálfsögðum rétti heildarsamtaka til að innheimta gjald af öllum fé- lögum sinum. Kjartan hefur flutt tillög- ur um upphæð „félags- gjalda“ Stúdentaráðs og um ráðstöfun þeirra. Því kemur þessi ódrengilega á- rás hans á fjárhagsgrund- völl ráðsins flatt upp á samstarfsmenn hans þar. Stúdentaráð hefur til þessa talið sig vera réttan aðila til að ákvarða upp- hæð og skiptingu skrásetn- ingargjalds. Þvi telst furðu- legt það uppátæki Kjartans að leita til Háskólaráðs um undanþágu frá gjaldi til Stúdentaráðs. STÚDENTARÁÐ VÍTIR KJARTAN FYRIR FRUM- HLAUP HANS OG SKOR- AR Á HANN AÐ BIÐJAST OPINBERLEGA AFSÖK- UNAR Á ÞVÍ. STÚDENTABLAÐIÐ — 3

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.