Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 20.12.1974, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 20.12.1974, Blaðsíða 11
Danskt afturhald gegn róttækni Framhald af bls. 5. Þannig mætti lengi telja. Krossfarar dansks afturhalds gegn marxisma hafa gert að meginreglu sinni vísdómsorð Göbbels: „Ef ósannindin fá að hljóma nógu oft.. Að skapa andúð á námsmönnum Krossferð afturhaldsaflanna gegn róttækum náms- og menntamönnum hefur marg- þættan tilgang. Hún hefur þeg- ar orðið til þess að nokkrum kennurum hfeur verið vikið úr stöðum sínum vegna hættu- legra skoðana. Þeir kennarar hafa hafið mál, og vafasamt er að stætt sé á að halda brott- vikningunum áfram, þar sem sósíalískar skoðanir hafa enn ekki verið úrskurðaðar sem glæpur í Danmörku. Hitt er augljóst, að reynt verður að komast hjá því að ráða rót- tæka kennara eftirleiðis, a. m. k. þar sem afturhaldsöflin ráða í skólanefndunum- Einn megintilgangur her- ferðarinnar er einnig sá að réttlæta árásir á kjör náms- manna, með því að skapa and- úð almennings á þeim. Stjórn Hartlings hefur skorið niður allar fjárveitingar til mennta- mála, og víða hefur orðið að fækka kennurum. Einnig tók stjórnin að mestu fyrir aðra námsaðstoð en lán, sem vextir Framhald af bls. 6. vísindamannsins og mennta- mannsios. Samkvæmt honum eru VöktLþáttur Framhald af bls. 10. um voru bæði óvimrlegar og ó- heiðarlegar. Vaka mun ekki iáta það á sig fá né heldiur taka sér til fyrirmyndar ef svo ber und- ir. Miklar umræður hafa orðið um kjör námsmanna og náms- bornir voru á borð í Háskóla- lán í kjölfar 1. des. Réttirnir er bíói, virðast hafa staðið í ýms- um og vakið meiri athygli en framreiðsla og efnisgæði verð- skulduðu. í þessum umræðum hefur verið á ýmsu tæpt, svo sem að lánasjóður námsmanna fær nú nær /% af útgjöldum ríkissjóðs og þarf fyllilega það hlutfall, ef hægt á að vera að brúa að fullu umframfjárþörf. Einnig hefur því verið haldið fram að sífellt dragi úr sumar- viinnu námsmanna. Vakin er at- hygli á misvexti skólakerfisins og fjársvelti þeim sem iðnfræðsl- an býr við. Allt eru þetta þættir sem vert væri að ræða nánar en hér er gert. Ennfremur væri fróðlegt að athuga til nokkurr- ar hlítar, hverjum augum menn líta eðli námslána. Sá sem þetta skrifar telur eina veigamestu undirstöðu námslánakerfisins vera nauðsyn þjóðfélags og at- vinnulífsins fyrir sérmenntun til framleiðslu- og þjónustustarfa af öllu tagi. — Aðrir hafa lagt megináherslu á rétt hvers og eins til að fara að löng- unum sínum eingöngu þegar menn velta fyrir sér námi og það sé í meira lagi óæskilegt að láta hagkvæmnissjónarmiðin þvælast fyrir sér í þeim efnum. Vonandi verður hægt að taka upp umræður um þessi mál af krafti á næstunni. falla á strax frá lántöku og eru með ströngu endurgreiðslu- fyrirkomulagi. Þá hafa yfir- völd memitamála beitt sér mjög gegn háskólanum í Hró- arskeldu, en hann er byggður upp mjög að geðþótta stúdenta og þykir of gagnrýninn. Því hefur hverri deild hans á fæt- ur annarri verið lokað. Áður hefur verið minnst á stórhækkun húsaleigu á görð- unum, en nýjustu tíðindin eru þau, að taka ' eigi fyrir áhrif stúdenta á stjórnun háskóla, en þau hafa lengi verið aftur- haldsöflum þyrnir í augum. Rógsherferðin þjónar ekki síst þeim tilgangi að gera námsmenn tortryggilega í aug- um verkalýðsins, enda eru það þessir tveir þjóðfélagshópar sem helst verða fyrir barðinu á kreppu auðmagnsins og hafa jafnframt efnt til andófs. Nú þegar misbrestir auðvaldshag- kerfisins koma óðum í ljós, standa fylgismenn þess upp og hrópa hástöfum um þjó$- hættulega starfsemi marxista, — og minnir það óþægilega á aðfarir Hitlers og kumpána á sinni tíð. Stúdentaóeirðir yfirvofandi? Raunar er fávíslegt að spyrja um sannleiksgildi þeirra ásakana sem Jacobsen, Bauns- bak-Jensen, Tove Nielsen o. fl. ing þeirra getur hins vegar verið pólitísk eða vilhöll. Á síðustu árum hafa menn bent á að þessi aðgreining er langt frá því að vera rétt. Þannig eru ákveðin tengsl á milli hagnýtingar vís- inda og vals á viðfangsefni þeirra. Eins fer fjarri því að skoðunaraðferð vísindanna sé sneidd áhrifum frá gildismati, t.d. hvort fyrirbærin eru skoðuð í kyrrstöðu eða á hreyfingu. Viðbrögð róttækra náms- manna við þeirri staðreynd að vísindin eru ávalt háð valdaaf- stæðmn þjóðfélagsins, hafa markast af viðleitni til að losa vísindin undan áhrifamætti borgarastéttarinnar. Það er gert með því að setja viðfangsefnið í félagslegt samhengi. Lækna- nemar rannsaka heilbrigðisástand á vinnustöðum, í stað þess að bíða eftir því að geta sinnt yfir- stéttarfólki á biðstoftmum. Líf- fræðinemar velta fyrir sér meng- unarvandamálum. Verkfræði- nemar athuga félagislegar afleið- ingar mannvirkjagerðar. Sögu- og tungumálanemar kanna það hvernig kennslubækurnar endur- spegla heimsmynd borgarastétt- arinnar. Sálfræðinemar spyrja hvort ekki beri að leita félags- legra orsaka að mörgurn sálræn- um vandamálum. Þannig mætti áfram telja. „Fagkritik" er nú víða orðin þungamiðja í starfi róttækra námsmanna og verður til að auka skilning þeirra á fræðigreinum sínum og póli- tísku samhengi þeirra. Jafnframt verður slík starfsemi til að auka tengsl námsmanna við verkafólk, sem öðlast skilning á, að það eru ekki náttúrulögmál sem ráða hvernig vísinda- og tæknibylt- ingin kemur niður á því, heldur félagslegar afstæður mannlegs samfélags. Gestrn Guðmmrdsson. setja fram gegn stúdentum og róttækum kennurum. Yfir- bragð þessara ásakana ber með sér, að þær eru lýðskrum eitt. Þó er athyglisvert, að gegn órökstuddum ásökunum afturhaldsaflanna um marxíska innrætingu í skólum landsins, hafa einstakir kennarar og verkalýðsfélög sett fram athug- anir á hugmyndafræðilegu innihaldi kennslubóka. Þar kemur fram að víða eru kennslubækur skrifaðar alger- lega út frá sjónarmiði borg- arastéttarinnar; „athafna- menn“ eru prisaðir, en talað um verkalýðinn í niðrandi tón. Til marks um áhuga Tove Ni- elsen á hlutlægum upplýsing- um um hugmyndalegt innihald kennslubóka má nefna að hún lét stöðva rannsókn á þeim efnum, sem fyrri kennslumála- ráðherra hafði fyrirskipað. Raunar vita það allir, sem þau mál hafa hugleitt, að skólakerfi auðvaldsþjóðfélag- anna miðast við að ala upp þegna sem eru þeim þjóðfélög- um nýtir. Danskir námsmenn hafa á undanförnum árum öðl- ast aukna meðvitund um borg- aralega innrætingu skólanna og hafið markvisst starf gegn henni. Þá hafa þeir í vaxandi mæli samfylkt með verkalýðs- stéttinni og gegn heimsvalda- stefnunni. Því hafa þeir ekki hugsað sér að taka kjaraskerð- ingum danska afturhaldsins þegjandi og hljóðalaust, og lýsa danskir stúdentaleiðtogar því nú yfir, að haldi ríkis- stjórnin við stefnu sína gagn- vart námsmönnum, verði þess ekki langt að bíða að Dan- mörk eignist sinn „maí ’68“- Allsherjarverkföll og almenn óánægja með atvinnuleysið setja nú mjög mark sitt á stjórnmálaástandið í Dan- mörku. Árásir afturhaldsins á námsmenn geta leitt til þess að einnig þeir haldi út á göturn- ar. (Byggt á ,Studenterbladet“ og ,,Information“) Áhrif stúdenta Framhald af bls. 8. hljótum við að spyrja. Af hverju ekki jafnrétti allra sem starfa við Háskólann strax? Því er til að svara, að í því þjóðfélagi, sem við lifum í, væri slíkt ómögulegt. Þetta þjóðfélag sem byggist á ójöfn- uði og stéttamismun, getur ekki leyft neinum, hvorki há- skólanum né öðrum, að þreifa fyrir sér með slíkt, því áhrifin myndu fljótt berast til annarra hópa í þjóðfélaginu sem myndu fara að spyrja óþægi- legra spurninga um sín kjör og aðstæður. En við berum samt þá von í brjósti ,að hægt sé að ná áfanga að þessu mark- miði. Áfanga sem gerir okkur kleift að ná ýrnsum markmið- um, sem við annars myndum ekki ná innan veggja Háskól- ans. Síðastliðið vor var sam- þykktur í hcimspekideild stuðningur við stefnu stúdenta í þessum málum og skömmu síðar í Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum. Þannig er auðséð, að innan Háskólans ríkir víða stuðningur við sjón- armið stúdenta, en það eru líka margir sem eru andvígir aukinni þátttöku stúdenta í stjórn Háskólans. Aðalrök gegn aukinni stjórnaraðild stúdenta hafa ávallt verið þau að kennarar eyði mestallri ævi sinni í Há- skólanum en stúdentar aðeins 4—7 árum og því geti þeir ekki haft áhuga á langtíma- markmiðum og stefnumótun þeirra í Háskólanum, auk þess sem þeir skipti um stefnu í flestum málum annað hvert ár. Þessi sjónarmið hafa svo oft verið hrakin að þess gerist ekki þörf hér. Er nóg að benda á, að engin meiriháttar- breyting hefur orðið á stefnu stúdenta í mennta- og stjórn- sýslumálum undanfarin ár. Ennfremur að stúdentar standa sameinaðir um stefnu þessa. Bæði vinstri og hægri öfl stúd- enta standa fast saman um stefnu þessa svo að hér er ekki á ferðinni neitt ráðabrugg „fá- mennrar klíku“, eins og máls- metandi blöð myndu orða það. Á næstu mánuðum, þegar Háskólaráð tekur þessi mál til meðferðar, skulum við vona, að það verði gert með það markmið fyrir augum að gera Háskólann að betri stofnun en hann er nú og með það tak- mark að auka samstarf milli hinna ýmsu hagsmunahópa innan Háskólans, og ég er full- viss um það að það verður best gert með því að taka til- lit til sjálfsagðra óska þessara hópa og þar með að auka að- ild stúdenta að stjórn Háskól- ans. Krling Ólafsson Forpróf Framhald af bls. 3. skeið í undirstöðuatriðum lat- ínu og ljúka þaðan prófi. ELnu nemendur heimspekideildar sem undanþegnir eru þessu ákvæði eru þeir sem Ijúka þrem stigum í sálarfræði eða bókasafnsfræði, en sækja annað nóm utan deild- arinnar. Þessar reglur hafa lengi ver- ið nemendum þyrnir í augum, og hafa þeir margoft krafist þess að í stað skyldunáms verði gef- inn kostur á valfrjálsu nám- skeiði í latíntL M.a. styðja þeir kröfu sína þeim rökum að í fæstum greinum heimspekideild- ar telja kennarar að latínukunn- átta sé nauðsynleg undirstaða. Hefur Gunnlaugtu: Ásgeirsson nú lagt fram tillögu um breyt- ingu á reglugerð heimspekideild- ar á þá leið að latínunámskeið fyrir byrjendur verði valfrjálst. Fylgir ítarleg greinargerð með tiEögu Gunnlaugs. Þess er vart að vænta að deildarfundir heimspekideildar fallist á tillögu Gunnlaugs ó- breytta, eða hvað? Fyrírtæki Félagsstofnunnar stúdenta verða opin yfir hátíðirnar sem hér segir: MATSTOFA STODENTA: aðfangadag jóla til kl. 13 < «»» jóladag 'kh'12 13 og 19 — 20 annan í jólum kl. 12 — 13 og 19 — 20 gamlársdag til kl. 13 nýjársdag kl. 12 — 13 og 19 — 20 aðra daga eins og venjulega. KAFFISTOFUR í háskólabyggingu, Árna- garði og Lögbergi: lokað frá og með 20. desember til og með 5. janúar. FÉLAGSSTOFNUN STUDENTA Tilkynning frá Stúdentaskipta- e S/OOI Úthlutunarnefnd Stúdentaskiptasjóðs aug- lýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, fyrir fjárveitingarárið 1975. í um- sóknunum skal greina tilgang ferðanna, fjölda þátttakenda, fjargjaldakostnað og brottfarar- tíma. Uthlutunarnefndin vill vekja athygli á því, að úr Stúdentaskiptasjóði eru einungis veitt- ir styrkir til greiðslu á fargjaldakostnaði en ekki uppihaldi né öðrum kostnaði, með þeirri undantekningu þó, að úr Stúdentaskiptasjóði eru veittir styrkir vegna dvalar erlendra skipti- nema á vegum hinna einstöku félaga. Reglugerð Stúdentaskiptasjóðs mun liggja frammi á skrifstofu S.H.Í. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1975. Uthlutunarnefnd Stúdentaskiptasjóðs. Reykjavík 9.12. 1974 VERKALÝÐSHYGGJA . . . vísindin „hluitlaus", en ha^nýt- STÚDENTABLAÐIÐ — 11

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.