Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 20.12.1974, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 20.12.1974, Blaðsíða 6
Að skilja pólitík frá hagsmunum (Að kljúfa kjarnann) SÍÐARI HLUTI Verkalýðshyggja í hagsiEaunabaráttu Ótvíræðasta og jafnframt al- gengasta merking sem menn leggja í hagsmuni, er þegar þeir miðast við beinar þarfir. Því er fjárhagsleg aðstoð við námsmenn nærtækt dasmi um hagsmuni, þar sem slík aðstoð er skilyrði þess að stór hluti námsmanna geti aflað sér þeirrar menntunar sem þeir kjósa og hafa hæfiieika til. Þetta dæmi leiðir jafnframt í Ijós, að í mörgum tiivikum er ekki hægt að tala um hagsmuna- baráttu allra námsmanna, þar sem opinber námsaðstoð er ekki lífsspursmál fyrir þann hluta námsmanna sem nýtur aðstoðar efnaðra foreldra. Þeir sem eiga efnaða aðstand- endiur eru ekki háðir opinberri námsaðstoð til að geta stundað nám sitt, og til skamms tíma gátu þeit einir stundað nám, með örfáum undantekningum. Það var ekki heldur af neinni umhyggju fyrir menntun neðri stétta, að fleirum var gert kleift að stunda nám með því að auka námsstyrki, heldur krafðist auk- in sérhæfing og vísinda- og tæknibylting síðustu áratuga þess að fleiri yrðu sérmenntaðir. Nú er hins vegar svo komið að ’ íleiri leita menntunar en hag- kerfið hefur þörf fyrir, og því lætur stöðugt hærra í þeim rödd- um sem krefjast mínnkunar á opinberri námsaðstoð. Enda er svo komið að borgarastéttin og tekjuháir menntamennn eru það fjölmennir hópar að þeir geta séð þjóðfélaginu fyrir mennta- mönnum. inn og bjóða sig til sölu, mennt- un á að vera ofurseld markaðs- sveiflum auðvaldshagkerfisins. Og hagspekingar geta gengið til námsmanna og sagt: „Það borg- ar sig hvorki fyrir ykkur né þjóðfélagið í heild að þið lærið meir"! Eigi að réttlæta tilveru náms- manna algerlega á grundvelli þess mats sem auðvaldsþjóðfélag- ið leggur á fyrirbæri hagkerfis- lagsins yrði smám saman út- rýrnt í gegnum jafnrétti til náms. Draumar manna um töfra- mátt mennturur til að ,útdeila félagslegu jafnrétti, hafa reynst helber blekking. Jafnvel þótt fjárhagslegt jafnrétti til náms yrði tryggt, búa stéttir þjóðfé- lagsins við svo ólík menningar- leg skilyrði að börn alþýðu- manna eru frá upphafi verr sett í skólunum sem miðast við yf- irstéttir og miðstéttir. Krafan um fjárhagslegt jafn- rétti til náms er þó engan veg- inn ómerk fyrir þessar sakir. Þvert á móti jafngildir hún kröfu um tilverurétt fyrir þá námsmenn sem ekki geta reitt sig á efnaða foreldra. Það að þessi krafa skuli setja svo mjög mark sitt á hagsmunabaráttu námsmanna um þessar mundir, sýnir hvor þessara tveggja hópa námsmanna hefur forystu í bar- áttunni. . . . og félagslegt jafn- rétti almennt En engin hagsmunabarátta er háð í þjóðfélagslegu tómarúmi. Til þess að krafan um fjárhags- legt jafnrétti til náms verði ann- að og meira en fróm ósk, þarf hún að tengjast raunhæfum þjóðfélagslegum markmiðum. Þau markmið geta vart verið önnur en jafnrétti á öllurn svið- um. í fyrsta lagi leysir fjárhags- legt jafnrétti takmarkaðan vanda og kallar á útfærslu jafnréttis- hugmynda á fleiri sviðiun. Og í öðm lagi á þessi krafa ákaflega litla samleið með þjóðfélagi mis- réttis. Eins og áður er að vik- ið, er menntun, á meðan hún er framleiðsla á sérhæfðu vinnu- afli, leiksoppur markaðsafla. Jafnrétti til náms samrýmist því illa að menntunin sé sniðin að þörfum atvinnulífs, eins og það er nú. Krafa um jafnrétti ti! náms verður aldrei annað en draurn- sýn, tengist hún ekki kröfunni um þjóðfélag sem miðað er við þarfir allra manna, — þjóðfélag sósíalismans. Hagsmunabarátta námsmanna verður annað hvort að viðleitni til að styrkja auðvaldsþjóðfélag- ið með misfellum þess eða að fyrirfram vonlausri umbótavið- leitni, nema baráttan miðist við sósíalíska umsköpun þjóðfélags- ins. Það gerist ekki sjálfkrafa, heldur verður að gefa hagsmuna- baráttunni rétt pólitískt inntak, á sama hátt og raunhæf pólitísk markmið grundvallast á skiln- ingi á haigsmunum. Slík viðmiðun leiðir m.a. til þess að róttæk stúdentasamtök styðja verkalýðshreyfinguna í kjarabaráttu hennar. Slíkur Bókvitið í aska atvinnurekenda Til skamms tíma réðu meðal ‘ Stúdehta sjónariiiið þéss' ‘Hiuta þekra sem á til efnaðra að telja og þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af framfærslu sinni. Því var ekki um mikla né harða hagsmunabaráttu að ræða, en þó var hún vitanlega til. Til að mynda þurftu námsmenn að réttlæta það fyrir öðrum þjóð- félagsþegnum, að þeir stunduðu nám en ekki framleiðslustörf, og er vígorð Vökumanna frá 1969 „Bókvitið verður í askana lát- ið"! af þeim toga spunnið. Nú orðið tala Vckumenn gjarnan um menntun sem fjárfestingu bseði þjóðfélagsins og einstak- li.igsins sem menntar sig, og er það mjög í sama dúr. Þessi viðhorf skilja menntun- ina einvörðungu sem fram- leiðsluafl eða sem tæki til að gera vinnuaflið dýrara. Bókvitið á sumsé að fara út á markað- ins, leiðir það einungis til þess að námsmaðurinn gengst inn á " þáð''áð“ 't'e’rá Teiksopþúr kérfis- ins. Fjárhagslegt jafnrétti til náms . .. Vinstri menn hafa hins vegar litið á menntun m.a. sem fé- lagsleg gæði. Forstjórasonurinn sem lærir lögfræðina sína finn- ur ekki svo mjög að hann sé að klifra upp þjóðfélagsstigann, en verkamandsdóttirin tekur eft- ir því hversu hún breytir um fé- lagslega stöðu við það að auka á menntun sína. Með almenn- um kosningarétti, þegar vinna þurfti verkalýðsstéttina til fylg- is við skipulagið, var eitt áhrifaríkasta meðalið sú fram- tíðarsýn, að börn alþýðumanna myndu hafa jafnan aðgang til mennta á við burgeisabörnin. Meira að segja voru þeir til sem töldu að öllu misrétti þjóðfé- Foreldrar teygið ykkur eftir fjölskyldubótunum! Félagar! Eins og fjölskyldufólki meðal stúdenta er efalaust kunnugt, hafa á þessu ári verið gerðar talsveröar breyt- ingar á fyrirkomulagi og lög- um um fjölskyldubætur. Ein af breytingunum var á þann veg, að nú fær eng- inn greiddar fjölskyldubætur með fyrsta barni. En á þeirri reglu er ein mikilvæg undan- tekning: hafi aðili sem áður átti rétt til fjölskyldubóta haft undir 700 þús. kr. í tekj- ur (eigin tckjur + tekjur maka) á síðasta ári, þá á hann rétt á þeim áfram. En þó öölast hann ekki þcnnan rétt fyrirhafnarlaust, því að hann verður að leggja fram kæru í Tryggingastofnunina til að njóta bótanna áfram. Það sem því er um að ræða er að viðkomandí á þarna vísar tekjur svo að segja á götunni og hann þarf aðeins að teygja sig eftir þeim. Stjórn Lánasjóðsins tók þá afstöðu að þeim sem rétt eiga á þessum bótum sam- kvæmt ofanrituðu, verði þær reiknaðar sem tekjur, hvort sem þeir taka bæturnar cða ekki, enda mætti benda á það að ef einhver nennir ekki að hafa fyrir því að sækja þessar bætur, þá er fjárþörf hans ekki mikil. Vil ég hvetja alla þá sem ekki var kunnugt um þcssa 700 þús. króna reglu að sækja nú þegar um sínar lög- mætu fjölskyldubætur, svo að þeir verði ekki fyrir fjár- hagslegu tjóni af völdum lé- legs upplýsingastreymis frá ríkisstofnunum til almenn- ings. Atli Árnason stuðninigur getur verið fólginn í samstöðuyfirlýsingiun, en eirtnig í þátttöku. Þó verður barátta námsmanna aldrei verkalýðniun að verulegu liði, meðan hún miðast einvöcð- ungu við þjóðfélagslegar aðstæð- ur verkalýðsins. Eigi verkalýðs- hyggja námsmanna að vera ár- angursrík, verður hún að birtast í starfi námsmanna að eigin hagsmunamálum. Lánakerfið stuðli að launajöfnuði Tilraun sem námsmenn hafa gert til að gefa hagsmunabaráttu sinni sósíalískt inntak, eru til- lögur stúdentasamtaka, s.s. Stúd- entaráðs, um endurgreiðslukerfi námslána, sem miðist við greiðslugetu hvers einstaklings. Þar er ráðist að þeirri þversögn að námsmenn sem berjast í bökkum á námsártun, geta síðar orðið hálaunaðir menntamenn. Tillögur Stúdentaráðs beinast gegn þeim forréttindum sem vissir hópar menntamanna njóta. Væru þessar dllögur fram- kvæmdar myndi það ekki ein- ungis þýða kjarabót námsmanna, heldur stóraukinn launajöfnuð, þar sem endurgreiðslur myndu miðast við greiðslugetu. En þar 9tendur eiomitt hnífurinn í kúnni þar sem alls ekki er við því að búast að kapítalískt þjóð- félag og ríkisvald þess sé reiðu- búið til að fallast á tillögur sem ganga þvert á aliar meginregl- ur þjóðfélagsins. Þó eru þessar tillögur fylli- lega réttmætar. Það væri undan- sláttur frá sósíalískum stefnu- miðurn vinstri sinnaðra stúdenta að miða hagsmunabaráttu sína við núverandi ástan'd, heldur eigum við einmitt að ganga lengra og gera kröfur sem sprengja ramma auðvaldsþjóðfé- lagsins. Jafnframt því að tryggja liag námsmanna við núverandi þjóðskipulag, eigum við að marka námsmannahreyfingunni stefnu sem vísar fram á við, til sósíalísks þjóðfélags. í þeirri viðleitni komomst við ekki langt með því einu að giera kröfur um félágslegt rétdæti (sbr. námslánapólitík SHÍ), sem síðan er auðvelt að sýna fram á að ekki er framkvæmanlegt við ríkjandi aðstæður. Þjóðfélagið er heild og það getur tæpast orðið árangursríkt að reyna að breyta einstökum þáttum kapícalísks þjóðfélags í sósíalískt horf (þó að rétt sé að krefjast slíkra breyt- inga). Umsköpun þjóðfélagsins er heilrænt ferli, sem krefst langrar baráttu. Við getum ekki síst orðið að liði í þeirri bar- áttu með því að gera hana að hluta daglegra starfa okkar, hvort sem þau felast í námi eða öðru. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, eru störf okkar sjaldnast hlutlaus í stéttabaráttunni og að- eins með markvissu starfi getum við forðað því að þau þjóni hagsmunum auðmagnsins. Fagkrítík Borgarastéttin hefur nú allt að þvx einkarétt á hagnýtingu hvers kyns vísinda. Vimnuaðferðir þeirra eru líka mótaðar eftir borgaralegum sjónarmiðuxn, sem og ráðandi skilningur á hlutverki Framhald á bls. 11. 6 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.