Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.02.1993, Qupperneq 2

Stúdentablaðið - 01.02.1993, Qupperneq 2
Úr félagslífinu „Vertu velkomin!" Þrír glaðir á góðri stund ... eöa var það þrír góðglaðir á hátíöarstund ... eða kannski þrír hátíðlegir á ...? Mágusar- gleði og árshátíð hagfræðinema Verður haldin á Hótel íslandi miðvikudaginn 17. febrúar. Gleðin hefst um miðjan dag með því að allir árgangar fara f hanastél, en um klukkan sjö verður haldið í borðhald á Hótel íslandi. Að því loknu koma fram heimsfrægir skemmtikraft- ar úr öllurn árgöngum sent halda munu uppi fjöri langt fram eftir nóttu. Hátíðin tekur svo enda um Málþing á vegum Samfé- lagsins, félags þjóðfélagsfræði- nema í Háskóla Islands, verður haldið í Háskólabíói (sal 2) sunnudaginn 7. febrúar klukkan 13. Yfirskrift þingsins er AT- VINNA - ATVINNULEYSI og verður fjallað um efnið frá margvíslegum sjónarhomum. Frummælendur verða að öllum líkindum eftirtaldir: Ari Skúlason (hagfræðingur Alþýðusambands Islands), Halldór Grönvold (stjómmála- fræðingur), Halldór Júlíusson (forstöðumaður miðstöðvar fyr- Merkilegt ökonomískt teiti? Vélaverkfræðinemar og aðrir áhugasamir stúdentar ætla að varpa eggjum í Háskólabíói þann 26. febrúar. En fyrst þurfa þeir að hanna og smíða vél sem getur varpað egginu fimm metra vegalengd, yfir eins metra háa hindrun og að af- mörkuðum lendingarstað. Þeir þurfa líka að finna upp ílát sem tryggir að eggið þoli hnjaskið. Þetta er þrautin í hinni árlegu hönnunarkeppni Félags véla- verkfræðinema. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir þann sem getur ^J STTÚDENTABIAÐIÐ hádegi daginn eftir þegar tíma- bært er orðið að mæta í skólann, því ekki hefur tekist að semja ir fólk í atvinnuleit), Jón Er- lendsson (yfirverkfræðingur Upplýsingaþjónustu Háskóla Islands), Jón Torfi Jónasson (félagsvísindadeild), Jón Magn- ússon (lögfræðingur Vinnuveit- endasambands Islands), Mar- grét Tómasdóttir (atvinnuleys- istryggingasjóði), Ragnar Stef- ánsson (jarðeðlisfræðingur), Sigurður J. Grétarsson (félags- vísindadeild) og Stefán Olafs- son (félagsvísindadeild). Fyrirspurnir, almennar um- ræður og kaffihlé. Aðgangur ölium heimill. Enginn aðgangseyrir. látið ílátið með óbrotnu egginu stöðvast næst miðju lendingar- staðarins. Byrjað er að skrá keppendur og áhugasömum er bent á að fyrir liggja ítarlegar keppnisreglur og takmarkanir sem verður að lúta við hönnun íláts og tækis. Og svona í lokin: Það þýðir ekkert að harðsjóða egg til að taka með sér því árvökul dóm- nefnd þriggja doktora mun út- hluta hverjum keppanda einu eggi í upphafi keppninnar. um lengra frí fyrir stuðboltana innan deildarinnar. Ódýrasti bjórinn í bænum Skálkaskjól! Undir því nafni var Stúdentakjallarinn víðfrægur (illræmdur?) á tímum blóma- barna í háskólanum. Kjallarinn lifir enn og býður nú „hálfan lítra af bjór fyrir aðeins 390 krónur" eins og Liv Bergþórs- dóttir, annar umsjónarmanna kjallarans, vill taka skýrt fram. „Þetta er pöbb allra stúdenta og staður þar sem þeir geta haldið samkvæmi og ýmsar uppákom- ur.“ Þriðja árs nemar í viðskipta- fræði hafa nýlega tekið við rekstri Stúdentakjallarans. Liv sagðist aðallega stíla á alls skyns starfsemi innan háskólans svo sem samkvæmi í tengslum við vísindaferðir, fundi eða gleðskap stúdenlafélaga. Hægt er að fá kjallarann undir einkasamkvæmi og þá er opið fram eftir nóttu. Kjallarinn er opinn frá kl. 21 og fram eftir nóttu limmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. Aðra daga er hann leigður út fyrir stúdenta. Annars er hægt að semja um einkasamkvænti hvaða kvöld sem er nema föstu- dagskvöld. Á föstudagskvöldum fylgja ætíð boðsmiðar á danshús með því sem keypt er á barnum. Til dæmis hafa þau boðið á ball í Tunglinu og Casablanca. Áhugasamir geta hringt í síma 14789 (kjallarinn), 77522 (Liv) eða 76755 (Magnús Guð- mundsson). Bekkjamót verkfræðinema í fótboita Þriðjudaginn 19. janúar var haldið bekkjamót í fótbolta á vegum Félags vélaverkfræði- nema. Mótið var haldið á gervi- grasvellinum í Laugardal. Þegar mætt var á mótsstað voru engin mörk á vellinum og þurfti að sækja þau til að liðin sex gætu hafið keppni. Mótinu lauk með sigri véla- verkfræðinema á 2. ári eftir harða vítaspyrnukeppni viðbyggingaverkfræðinema á 3. ári. Þess má geta að í sigurliðinu var eini kvenmaðurinn sem þátt tók í mótinu. Nafnavíxl Vegna mistaka við vinnslu víxluðust nöfn tveggja höfunda í smásagnasafni stúd- enta, Innkaupaferð, úlfi og vindlakassa. Mis- tökin felast í því að Jón Özur Snorrason er skráður fyrir sögunni „Frelsi Daniels Santos" en er með réttu höfundur sögunnar „Frásaga Kristján Jónssonar". Á sama hátt er Jón Mar- inó Sævarsson skráður fyrir sögu Jóns Özurs en er með réttu höfundur sögunnar „Frelsi Daniels Santos". Höfundar og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Atvinna - atvinnuleysi Merkjasamkeppni Ökonomiu Ökonomia, félag hagfræðinema, er ungt félag og hefur hingað til ekki átt neitt merki eða tákn sem einkenndi félagið. Augljós- lega mátti ekki við svo búa. Því var efnt til samkeppni um merki félagsins. Samkeppnin var opnuð í nóvember og skilafrestur rann út 25. janúar. Mikið af tillögum hefur borist frá nær öllum deild- um háskólans og víðar. Félagsfundur sem haldinn verður 5. febrú- ar sker úr um hvaða merki verður fyrir valinu og hlýtur sá sem merkið á 10.000 krónur að launum. Stjórn Ökonomiu vill þakka öllum þeim sem tóku þátt en úrslit verða kynnt í næsta tölublaði Stúdentablaðsins.Við viljum hvetja alla félagsmenn til að mæta 5. febrúar og taka þátt í vali á merki félagsins. Á eftir fundinn verður hömlulaus gleðií tilefni áfangans, sem mun standa langt fram eftir morgni. Verkfræðinemar varpa eggjum! Aukin tekjuöflun Háskólans Þátttaka framhaldsnemenda í kennslu, gjaldtaka fyrir þjón- ustu og utanaðkomandi fjár- mögnun námskeiða, verkefna og prófessorsembætta var meðal þess sem varpað var fram á fundi Háskólaráðs í byrjun árs- ins þegar nýjar tekju- og sparn- aðarleiðir fyrir Háskólann voru til umræðu. „Ef auknar tekjur Háskólans eru forsendur þess að gæði kennslu haldi sér þá er þetta mikið hagsmunamál fyrir stúdenta,“ sagði Björn Ársæll Pétursson, einn fulltrúa stúdenta. Björn Ár- sæll hefur lagt nokkrar tillögur að aukinni tekjuöflun Háskólans fyrir Háskólaráð ásamt félaga sínum, Illuga Gunnarssyni. „Háskóli ís- lands er í fremstu röð evrópskra háskóla og við viljum halda hon- um þar” sagði Björn Ársæll, “stúdentar úr Háskólanum standa sig mjög vel erlendis og eru eftir- sóttir nemendur af bestu háskól- um.“ í plagginu sem kynnt var segir að hugmyndirnar séu bæði nýjar og gamlar, hugsaðar til þess að skapa umræðu og fá fram fleiri til- lögur um sparnað og tekjuöflun. Meðal hugmyndanna sem lagðar voru fyrir Háskólaráð má nefna að nemendur á efri árum og í rann- sóknartengdu framhaldsnámi verði kerfisbundið nýttir við stundakennslu. Þeir sjái um dæmatíma og hafi umsjón með verklegum æfingum. Slfkt tíðkast í flestum erlendum háskólum. Önnur hugmynd er að Náms- ráðgjöf taki gjald af öðruin en skráðum stúdentum í Háskólan- urn. Nú aðstoðar Námsráðgjöfin um tvö þúsund einstaklinga utan Háskólans á hverju ári. Björn Ár- sæll telur að miðað við óbreytta eftirspurn megi ná inn nær tveim- ur milljónum en það jafngildi u.þ.b. einu stöðugildi. í tillögunum voru tekin þrjú dæmi um utanaðkomandi fjár- mögnun. Fyrirtæki gætu greitt fyr- ir námskeið sem tengdust starf- semi þeirra, fyrir lokaverkefni nemenda og hagsmunaaðilar úr at- vinnulífinu gætu fjármagnað nýjar prófessorsstöður. I dag eru tvær prófessorsstöður greiddar af aðil- um utan Háskólans, í eðlisfræði þéttiefna og í heimilislækningum. Meðal annarra hugmynda voru tölvuver þar sem fyrirtæki á sviði tölvubúnaðar og hugbúnaðar kæmu sér fyrir og stúdentar fengju aðgang að búnaði þeirra slík hug- mynd hefur verið, útboð á ræst- ingum og umhirðu lóða og stofn- un styrktarhópa afmælisárganga. í kjölfar háskólaráðsfundarins var skipuð nefnd til að skoða nánar tillögur sem fram komu. í nefnd- ina voru skipaðir prófessorarnir Guðmundur Magnússon, Gunnar G Schram og Eggert Briem. Full- trúi stúdenta var skipaður Björn Ársæll Pétursson. dýrsins? íslenska EAN-nefndin sem sér um úthlutun alþjóðlegra vöru- merkja hérlendis hefur fengið nokkur símtöl frá áhyggjufullum lesendum Opinberunarbókarinn- ar. Sú túlkun hefur nefnilega komist á kreik að strikamerking- ar á vörum séu merki dýrsins sem stígur upp af hafinu: 666. Óskar B. Hauksson hjá Iðn- tæknistofnun er framkvæmda- stjóri EAN á íslandi. Hann segir að þessi samtöl hafí yfirleitt ver- ið mjög kurteisisleg og ekki valdið neinum óþægindum. „Menn geta séð skrattann í öllum hornum" segir Óskar og bætir við að víða erlendis hafa EAN nefndir orðið fyrir miklu ónæði og jafnvel hótunum frá fólki sem vill stöðva útbreiðslu strika- merkjanna. Á síðustu alþjóðlegu ráðstefnu EAN-International f París komu þessi svokölluðu „Beast-calls“ til umræðu. I Opinberunarbókinni segir að dýrið sem stígur upp af hafinu „lætur alla, smáa og stóra, auð- uga og fátæka, frjálsa og ófrjálsa, setja merki á hægri hönd sér eða á enni sín og kemur því til leiðar, að enginn geti keypt eða selt, nema hann hafi merkið, nafn dýrsins eða tölu þess.“ Talan er 666. I strikamerkjunum ná sam- tals 6 strik lengra niður en hin (sbr. myndina af „heimatilbúna" strikamerkinu rneð greininni) og á 3 stöðum, ergo: 666. Höfuðstöðvar EAN Internat- ional eru í Brussel, eins og höf- uðstöðvar E.B. sem margir kristnir trúarhópar telja vera sjálft dýrið (sjá grein í Stúdenta- blaðinu 7. tbl. 1992). Óskar segir EAN ekki eiga neitt skylt við E.B. annað en að vera upphaf- lega stofnað af 12 Evrópuríkjum árið 1974. EAN kerfið er mjög valddreift að sögn Óskars en tryggir samt að engar tvær vörur fái sama númerið. Alþjóðlega stofnunin úthlutar fyrstu stöfun- um í númerinu til hvers lands fyrir sig. Þar úthluta svo lands- nefndir næstu stöfum til fram- leiðenda og þeir sjá loks sjálfir um að skrá sínar vörur. EAN er eins konar kennitölu- kerfí fyrir vörur og auðveldar allt upplýsingaflæði og birgðastjórn- un auk pappírslausra viðskipta. Hér á landi leggur Iðntæknistofn- un til framkvæmdastjórann en Verslunarráð hefur með höndum fjármál og tekur við umsóknum.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.