Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.02.1993, Page 5

Stúdentablaðið - 01.02.1993, Page 5
Barátta stúdenta og kennara skilaði árangri „Mér finnst að skilningur þjóðarinnar á Háskóla íslands hafa vaxið,“ sagði Sveinbjörn Björnsson, háskólarektor. „Ég hef orðið var við meiri skilning á vandamálum skólans og samúð síðustu mánuðina. Ég myndi þakka það baráttu stúdenta og Félags Háskólakennara sem sameinuðust í baráttu fyrir Háskólann.“ „Háskólinn i'ær á fjárlögum svipað og á síðasta ári til kennslu. Það er óþægilega lítið vegna nið- urskurðarins á síðasta ári en sumir telja þetta varnarsigur fyrir Há- skólann. Menntamálaráðherra var sjálfur ekki viljugur að skera meira þrátt fyrir þrýsting og það finnst mér þakkarvert. Einnig finnst mér þakkarvert að hann átti þátt í þeim kjarasamningi við há- skólakennara sem veitir okkur starfsöryggi á næslu áruin.“ Sjö hundruð ný lessæti Aukningin á fjárlögunum er mest í vinnumatssjóð kennara. „Þessi sjóður borgar kennurum fyri afköst í ritstörfum. Kennurunt er gert lífið bærilegri og þetta er því vonandi betra fyrir nemendur. Eins og ég sagði verður engin aukning til kennslumála og því verður þröngt í búi. Núna leggjum við að deildum að fækka verkefn- um og nýta fé til að gera vel það sem þær gera.“ „Ég tel jákvætt að þrátt fyrir síðasta niðurskurð þá er ekki skor- ið af Þjóðarbókhlöðunni. Eigna- skattsaukinn sem Iagður var á vegna hennar rennur nú til fram- kvæmdanna og hún gæti því klár- ast árið 1994. Það verður mikil bylting fyrir stúdenta. Þarna verða rúmlega 700 lessæti innan um bækurnar. Þetta fyrirkomulag gæti eflt sjálfsnámið. Auk þess verða öll samskipti við erlend bókasöfn og gagnabanka auðveldari." Sveinbjöm gat þess einnig að þeg- ar Þjóðarbókhlaðan kemst í gagn- ið mun hátíðarsalurinn í aðalbygg- ingunni aftur fá sitt gamla hlut- verk. Sveinbjörn átti ekki von á því að mikill kraftur yrði í nýbygging- um nema að Happdrætti Háskól- ans nái sér betur á strik. Háskólinn er enn að greiða niður bíósalina við Háskólabíó og tvö til þrjú ár líða þar til Læknagarði verður lok- ið. Háskólinn festi nýlega kaup á Haga og mun lyfjafræðin flytja þangað auk þess sem Háskólinn lauk nýlega við að reisa tvær skemmur fyrir viðhalds- og við- gerðaaðstöðu. Sveinbjörn sagði næsta hús á áætlun vera hús fyrir líffræðina sein á að rísa norðan Norræna hússins. „Líffræðin er nú í leigu- húsnæði sem er óviðunandi vegna þrengsla. Vandinn er að Happ- drættið skilar ekki nógu til að hægt sé að klára hús á skemmri tíma en fimm árum og því verður að taka lán.“ Breytt inntökuskilyrði Umræða um inntökuskilyrði í Háskólann og breytingar á þeim til þess að stýra fjölda stúdenta Varnarsigur Háskólans Niðurstaða Alþingis við af- greiðslu fjárlaga fyrir 1993 varð sú að Háskólinn fær heldur hærri fjárveitingu en á síðasta ári. Mest munar um aukið framlag í vinnumatssjóð kenn- ara og tvær nýjar prófessors- stöður. Samkvæmt fjárlögum fyrir 1993 fær Háskólinn í heild 1.558,6 milljónir. Á síðasta ári fékk skólinn á milli 1.520 til 1.525 milljónir að teknu tilliti til verðbóta og aukafjárveitinga samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi H. Jónssyni, háskóla- ritara. Svipaðar fjáveitingar eru til kennslu nú og í fyrra. Viðbótarfjármagnið til Há- skólans er að mestu vegna vinnu- matssjóðs kennara en hann fær viðbót upp á um 32 milljónir króna. Úr vinnumatssjóðnum er greitt til kennara fyrir rannsókna- og útgáfustörf og því er þetta mjög mikilvægt framlag. Fjárveitingar fengust fyrir tveimur nýjum prófessorsstöðum, í heimilislækningum og í fiski- fræði. Að lokum nefndi Gunn- laugur að menntamálaráðherra hefur lofað að 35 milljónir af þeim tekjum sem ríkið fær vegna sölu ríkisfyrirtækja renni til rann- sóknabundins framhaldsnáms. Þeirn peningum er ekki úthlutað til uppbyggingar framhaldsnáms í ákveðnum deildum heldur sækja einstakir kennarar um fjár- veitingu vegna áhugaverðra rann- sóknarverkefna. Framlagið til LIN of lágt? Fjárlagatillögur Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir árið 1993 fóru nánast óbreyttar beint inn í frumvarp fjármálaráð- herra til fjárlaga. Rétt fyrir afgreiðslu fjárlaga kom í ljós vanáætlun á greiðslu- byrði tekinna lána um u.þ.b. 300 milljónir króna. Fjárlögin gera því ráð fyrir að tekin verði ný lán að upphæð kr. 3.900 milljónir til fjár- mögnunar L.Í.N. í stað 3.540 milljóna sem frumvarpið gerði ráð fyrir. Samkvæmt fjárlögunum verður framlag ríkissjóðs 1.760 milljónir króna og veitt námslán 3.260 milljónir en af þeim fær L.Í.N. u.þ.b. 39 milljónir til baka í formi lántökugjalds. „Það sem er alvarlegast við fjárlög fyrir árið 1993 er að fram- lag ríkissjóðs er einungis um 54 prósent af áætluðum útborguðum námslánum á árinu," sagði Þor- steinn Þorsteinsson, fulltrúi stúd- enta í stjórn lánasjóðsins. “Þetta er það framlag sem Ríkisendurskoð- un reiknaði út að ríkissjóður þyrfti að lágmarki að leggja L.I.N. til eftir breytingu laga.“ „Hlutfallið var fyrir breytingu laga 66 prósent. Báðar stærðir gerðu ráð fyrir 6 prósent raun- vöxtum á lánum sem sjóðurinn tekur en þeir eru í raun 9 prósent. Jafnframt get ég ekki séð að gert hafi verið ráð fyrir meiri afföllum eldri námslána eins og eðlilegt hefði verið að gera. Ég tel því að Bókaverö lækkaði iim áramótin! bók/UðL /túdervtÖL hefur farið fram í öllu háskóla- samfélaginu í kjölfar niðurskurð- ar. „Það er nauðsynlegt að breyta þessari lagagrein í anda tímans,“ sagði Sveinbjörn. Hann telur að flestir séu hlynntir því að gefa deildum svigrúm til að gera nánari faglegar kröfur því ekki sé vitað hvernig stúdentsprófið breytist. „Þetta er fyrst og fremst til að deildir geti skilgreint og staðið við byrjunarskilyrðin eða forkröfurn- ar.“ Fjöldatakmarkanir og form þeirra verða umdeild atriði. Svein- björn benti á að í dag eru átta dæmi um slíkar takmarkanir, í heilbrigðisgreinunum og í félags- vísindadeild. „Lögin í dag kveða á um að engar takmarkanir skuli gera en svo er ákvæði um að nán- ari ákvæði megi selja í reglugerð. Það ákvæði er svo notað til beinna fjöldatakmarkana." Sveinbjörn telur hreinlegra að lögin segir að takmarka rnegi fjölda vegna á- kveðinna atriða og banni þá jafn- framt beitingu þeirra af öðrum á- stæðum. Svarthvít umræða um fjöldatakmarkanir Fjöldatakmarkanir gætu kom- ið til vegna aðstæðna sem Háskól- inn réði ekki yfir, til dæntis pláss- um á kennslusjúkrahúsum. En fjöldatakmarkanir gætu líka kom- ið til vegna aðstæðna sem Háskól- inn réði yfir, til dæmis peningaað- stæðna. Sveinbjörn tók sem dæmi að ef skyndilega fjölgaði margfalt Sveinbjörn Björnsson, há- skólarektor, vill skýrari laga- ákvæði um það hvenær beita megi fjöldatakmörkunum og þá einnig hvenær það sé ó- heimilt. í einhverju fagi þá gæti Háskólinn viljað stoppa það því peningamir væru betur komnir í einhverjum öðrum verkefnum. Hann nefndi að hugsanlegt gæti verið að grípa til tímabundinni takmarkana ef mikl- ar sveiflur ógnuðu kennslugæð- um. Að öllu jöfnu væri fagið opið fyrir öllum. „Harðasta hugmyndin er svo fyrirskrifaður fjöldi stúdenta í hverri námsgrein. Sú hugmynd á ekkert fylgi hér í Háskólanum, ég hef ekki heyrt í neinum sem er fylgjandi henni. Ég vona bara að umræðan verði ekki svarthvít, tak- ntarkanir gegn engum takmörkun- um,“ sagði Sveinbjörn Björnsson, háskólarektor, að lokum. framlag ríkisins sé ekki nægilega hátt.“ Þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum og reglum um L.Í.N. áttu að spara sjóðnum 550 milljónir en ljóst er að sparnaður- inn verður meiri vegna fækkunnar lánþega. Þær skerðingar sem urðu á námslánum vorið 1991 áttu að minnka fjárþörf L.Í.N. um 750 milljónir. Veitt námslán árið 1991 voru u.þ.b. 4.200 milljónir króna og hefðu orðið u.þ.b. 4.800 millj- ónir á síðasta ári ef ekkert hefði verið að gert. Ríkisstjórnin hefur því í raun lækkað veitt námslán um u.þ.b. 1.600 milljónir frá því hún tók við völdum sem er um þriðjungs lækkun. SAÍS m l mstiman LANDSBANKI N • A • M • A • N Landsbanki íslands auglýsir nú fjórða árið í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir. íl] Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. [2j Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir 15. mars 1993 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. IU Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1993 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkirtil háskólanáms á íslandi, 2 styrkirtil náms við framhaldsskóla hérlendis, 2 styrkir til fram- haldsnáms erlendis og 1 styrkurtil listnáms. [4] Umsóknum ertilgreini námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Lands- banka íslands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. [5] Umsóknir sendist til: Landsbanki íslands, Markaðssvið b.t. Gunnbjörns Þórs Ingvarssonar Bankastræti 7, 155 Reykjavík L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.