Stúdentablaðið - 01.02.1993, Síða 6
Einar Sigvaldason
og Björn Þór.
Kunnu að
segja
„bjór“ á
spænsku
- og skelltu sér til Spánar með
Á meöan hríðin lem-
ur gluggana í Odda
eru viðskiptafræði-
nemarnir Björn Þór
og Einar Sigvalda-
son suður á Spáni
að taka hluta af
námi sínu. Þeir fóru
á vegum ERASMUS
áætlunarinnar sem
gerir íslenskum
námsmönnum kleift
að stunda nám víðs
vegar í Evrópu. „Ó,
Ijúfa líf“ mátti lesa
úr sólbökuðum and-
litum þeirra þegar
þeir kíktu heim yfir
jólin.
Námsstyrkir
MENNTABRAUT
Námsmannaþjónusta fslanclsbanka
íslandsbanki mun I tengslum viö Menntabraut,
námsmannaþjónustu íslandsbanka,
veita sjö námsstyrki á árinu 1993.
Námsstyrkirnir verða veittir í apríl og er hver þeirra
að upphæð 100.000 kr. Allir námsmenn,
18 ára og eldri, geta sótt um styrkina, hvort sem
þeir eru í námi hér á landi eða erlendis.
Styrkirnir cru óháðir skólum og námsgreinum.
i umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um
nafn, heimili, símanúmer, námsferil og
framtíðaráform í stuttu máli.
Umsóknir skal senda til:
íslandsbanki hf.
Markaðsdeild (Námsstyrkir)
Kringlunni 7
155 Reykjavík
Umsóknarfrestur er til 15. mars 1993
ÍSLANDSBANKI
Eins og aðrir íslenskir
ERASMUS styrkþegar fengu þeir
Björn Þór og Einar 93.000 króna
styrk hvor til tungumálanáms,
sömu upphæð í ferðastyrk og auk
þess fá þeir 15.000 krónur á mán-
uði í svokallaða staðaruppbót.
ERASMUS styrkimir hafa engin á-
hrif á námslánin, þau haldast ó-
breytt.
„Við erum vtðsýnir ungir
menn,“ sagði Einar og bætti við að
þeir hafi áður farið út til náms,
bæði á vegum NORDPLUS og
AIESEC. „Við kynnumst menn-
ingu annars lands og nýju tungu-
máli,“ sagði Bjöm Þór. Þeir fréttu
af ERASMUS hjá kennurum sín-
um og Björn fór á stjá að kanna
málið. „Fólk vissi almennt lítið urn
þennan möguleika" sagði hann.
Einar vildi skjóta því að að þær á
Alþjóðaskrifstofu Háskólans væru
fínar og mjög liðlegar við að veita
allar upplýsingar. „Kærar þakkir."
Bjöm Þór og Einar cru svokall-
aðir „Free-movers“ eða bara
flakkarar á vegum ERASMUS þar
sem ekki er komið á fast tengslanet
milli H.í. og háskóla erlendis í við-
skiptafræði. Þeir félagar Iýstu um-
sóknarferlinu: fyrst sé sækja upp-
lýsingar og átta sig á því hvert
hægt er að fara og hvar passlegt
nám er í boð. Næst er að skrifa Há-
skólunum og sækja um niðurfell-
ingu skólagjalda þar sem um
ERASMUS er að ræða. „í svömn-
um sem við fengum sögðu allir há-
skólarnir að við yrðum að tala mál-
ið,“ sagði Einar og glotti. „Þetta er
spurning um trú á sjálfum sér,“
skaut Bjöm að og minnti á mála-
styrkinn.
Háskólarnir senda yfirlit yfir
námskeið sem em í boði og Bjöm
vildi benda væntanlegum ERASM-
USförum á að velja námskeiðin í
samráði við þá kennara sem eiga
að meta þau inn í námið hér heima
eftir námsdvölina. ERASMUS á
nefnilega ekki að þurfa að tefja
stúdenta í námi. Þegar búið er að fá
inni er svo sótt unt ERASMUS
styrkinn.
Og hví skyldi Spánn hafa orðið
fyrir valinu? Einar varpar allri á-
byrgð á Björn og ýjar glottuleitur
að því að konur hafi verið í spilinu.
Þeir félagar nema í Competense de
Madrid sem er 130.000 manna há-
skóli, sá næst stærsti í heimi. Er-
lendir stúdcntar þar eru álíka marg-
ir og allir nemendur Háskóla Is-
lands. „Þessi háskóli er vel metinn
innan viðskiptafræðinnar,“ sagði
Einar.
Þegar fyrstu fyrirlestrana bar á
góma litu þeir kumpánar hvor á
annan eins og þjáningabræður úr
langvinnri styrjöld. En þeir voru
sammála um að tungumálið hafi
komið ótrúlega fljótt og nántsdvöl-
in sé ómetanleg reynsla. Einar
sagði fróðlegt að kynnast því
hvernig viðskiptafræðin sé annars
staðar og Bjöm bætti við að svona
reynsla hjálpi bæði við umsóknir
um framhaldsnám og störf.
Þeir sögðu að tiltölulega auð-
velt væri að koma sér fyrir. Ef
hálfsmánaðar leit að húsnæði,
hringingar og blaðalestur skilar
engum árangri hjálpar skólinn
ERASMUS-stúdentum urn hús-
næði. Einar býr í íbúð með 6 öðr-
um ERASMUS-stúdentum og
sagði það mjög gott. Brosið á fé-
lögunum gaf til kynna að sambúð-
in væri oft fjörug. ERASMUS
skrifstofan í skólanum sér um öll
skráningarmál og samskiptin við
stjómsýsluna. „Við höfurn engar á-
hyggjur," sagði Björn, „við látum
bara vita hvað við viljum læra og
skrifstofan sér um skráninguna og
allt hitt.“
„Madrid er menningarborg“
sögðu þeir félagar og Einar bætti
við dreyminn á svip að spænskar
konur væru ótrúlega fallegar. Þegar
þeir voru spurðir hvort ekki væri
hætta á að þeir sykkju til hotns í
rauðvínsglasið og gleymdu náminu
í hinu Ijúfa lífi gáfu þcir fí skyn að
viðskiplafræðinemamir heima á ís-
landi væru heldur engir englar sem
sæju ekki upp úr skruddunum,
öðru hvoru að minnsta kosti.
„Menningarleg tengsl" voru frasi
sem sagður var með óræðum svip í
þessu spjalli.
____________■ Hjól__________
*...svartir sílsar, álfelgur,
sumar/vetrardekk, flækjur,
útistandandi hreyfanlegir
speglar, aflbremsur,
veltistýri o.fl. o.fl.... ”
d
SMÁAUGLÝSINGAR
632700