Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.02.1993, Page 12

Stúdentablaðið - 01.02.1993, Page 12
Ekki skyldu- ðildargjald" egir Sveinbjörn Björnsson háskólarektor um skráning- rgjöldin til Stúdentaráðs og Félagsstofnunar Stúdentaráð og Félagsstofnun stúdenta eru hlutar af háskólasamfélaginu sem stúdentar sjálfir hafa yfirráð yfir. Þessar stofnanir gegna mikilvægu hlut- verki sem þjónustutæki og lýðræöislegur vettvang- ur til að ráða sameiginlegum málum allra skrá- settra stúdenta og þess vegna lætur Háskólaráð hluta af þeim skráningargjöldum sem innheimt eru árlega af stúdentum renna til þeirra. stuttu máli niðurstaðan af viðtölum vi jjörn Björnsson, háskólarektor og Sii lagaprófessor og fyrrum ritara Stúdenl lestri álitsgerðar lögskýringanefndar á skránini gjaldinu og af sögunni af stofnun Stúdentaráðs. „Eftir að upp kom ágreiningur um greiðslu skráningargjalda vegna þess að hluta þeirra var veitt til stofnana á vegum stúdenta leituðum við álits lögskýringa- nefndar," sagði Sveinbjörn Björnsson. „Þetta er einfalt mál: Gjaldið er bara eitt og það er á valdi Háskólans að deila því út. Þetta er líkt og með útsvar: Það er lagt á alla borgara og þeir geta ekki neitað að greiða einhvern hluta þess. Við lítum svo á að Fé- lagsstofnun og Stúdentaráð séu þjónustustofnanir fyrir stúdenta- samfélagið sem vinni verk sem við þyrftum annars að vinna og því greiði Háskólinn til þessara aðila.“ Sveinbjörn sagði að menn gætu velt því fyrir sér hvað gerðist ef Háskólinn hætti að láta þennan hluta skráningargjaldsins renna til stúdenta. Samkvæmt þessum skilningi eru stúdentum afhent ráð yfir stór- um hluta eigin mála og fjárráð til að sinna þeim í gegnum Stúdenta- ráð og Félagsstofnun stúdenta. Spurningin snýst því ekki um mannréttindabrot eða skylduaðild heldur hvort stúdentar vilji áfram halda þessum stjórnsýslutækjum í sínum höndum eða leggja þau nið- ur í núverandi mynd og stofna þess í stað félag sem stúdentar þyrftu sérstaklega að gerast með- limir í til að hafa áhrif á sín mál og njóta þjónustunnar. „Við viljum vera ákveðin í því að gjaldið sé eitt,“ sagði Svein- björn. Sé hins vegar litið á af- greiðslu stjórnsýslu Háskólans á máli þremenninganna sem neituðu að greiða hluta skráningargjalds- ins kemur í ljós að þar hafa vinnu- brögð fremur byggst á fornum venjum en skýrum skilningi á eðli Félagsstofnunar og Stúdentaráðs. Háskólinn hefur innheimt gjöld af stúdentum frá því 1909. Síðustu árin hefur Nemendaskrá séð um framkvæmdina. Með gíf- urlegri fjölgun stúdenta eftir 1970 hafa starfshættirnir innan stjórn- sýslu Háskólans orðið að taka ítrekuðum stökkbreytingum til að geta staðið undir stórauknum kröfum. Þótt skrásetningargjöldin séu innheimt af þúsundum stúd- enta virðist hafa gengið erfiðlega að hanna kerfi sem heldur utan um allt ferlið. Mál þremenninganna virðist hafa reynt á marga veika hlekki í jiessu innheimtuferli. Það er ef til vill ekki skrítið. Ef frá er talið andóf Hannesar Hólmsteins og nokkurra annarra frjálshyggja- manna gegn innheimtu gjaldsins upp úr 1970 hefur stjórnsýslukerf- ið fengið að móta sínar aðferðir að mestu í friði. Hlutirnir eru gerðir svona af því að svona hafa þeir alltaf verið gerðir. Nú þegar reynir á saumana kemur í Ijós að sam- kvæmni skortir í innheimtu og skráningu og verklagsreglur virð- ast ekki skýrar. Skyldur stúdenta eru ekki þungar miðað við réttindin „Það var aldrci litíð á Stúd- cntaráð öðruvísi en hverja aðra stofnun innan Háskólans,“ sagði Sigurður Líndal, lagapró- fessor, sem var ritari Stúdenta- ráðs 1955 til 1956. „Stúdenta- ráð fékk ákveðnar tekjur sem tryggðu starfsemina og hún fór vaxandi ár frá ári. Þótt deilt væri um hvað ætti að ræða mik- ið um pólitíkina og hvað ætti að ganga langt í hagsmunabarátt- unni heyrði ég aldrei minnst á að menn vildu afsala Stúdenta- ráði tekjustofnum eða leggja það niður.“ „Svo var litið á að Stúdenta- ráð og tengdar stofnanir væru stjórnsýslustofnanir innan Há- skólans sem stofnsettar væru með óorðuðu samþykki stúdenta. Háskólinn framseldi þeim með ákveðnum hætti vald í málum sem stúdentar hefðu þá forræði á. Eg á reyndar erfitt með að sjá hvemig ætti að breyta þessu fyr- irkomulagi. Hvernig færi til dæmis með þá þjónustu sem Stúdentaráð veitir í dag?“ Þegar Stúdentafélag Háskól- ans stofnaði Stúdentaráð árið 1920 var hugmyndin sú að félag- ið sæi um pólitíkina en ráðið hagsmunamálin. Þetta mun ekki hafa gengið upp þar sem starf fé- lagsins var of stopult. Afleiðing- in varð sú að Stúdentaráði var haslaður víðari vettvangur. I tíð Sigurðar þurfti Stúdentaráð að glíma við tekjuleysi og fjárskort og eitt helsta viðfangsefnið var að auka áhrif stúdenta á stjórn Háskólans. Það gerðist árið 1957 en samkvæmt háskólaiögum frá því ári skyldu stúdentar fá einn fulltrúa í háskólaráði. Sigurður telur að ofangreind viðhorf hafi mótað allar reglur sem gilda um Stúdentaráð og stofnanir því tengdu í gegnum tíðina. „Það var enginn vafi á því að gert var ráð fyrir Stúdentaráði og þau viðhorf hafa vafalaust lfka mótað reglurnar um skipt- ingu skráningargjaldsins eftir að hún kom til. Ef upp er komið núna að reglumar um tekjustofna stúdentastofnananna séu óskýrar er eins víst að orðalag þeirra sé eins og það er af þvf að menn hal'a talið þetta vera forna venju og ekki þörf á nákvæmari útlist- an.“ „Það er svo allt annar flötur á þessu máli ef menn vilja líta á það út frá mannréttindum og al- þjóðlegum sáttmálum um trygg- ingu þeirra. Að vísu má vera að reglurnar um gjaldtökuna séu ekki eins skýrar og æskilegt er og það er þá sjálfstætt úrlausnar- efni en ég býst við því að gagn- vart skýmm ákvæðum geti varla nokkur mannréttindalöggjöf bannað þetta fyrirkomulag. Það getur ekki talist óeðlilegt að stúd- entar beygi sig undir þær reglur sem gilda í háskólasamfélaginu á sama hátt og allir sem búa í sveitarfélagi verða að hlíta regl- um þess. Enginn neyðir jú stúd- enta til að stunda nám við há- skólann, það er í valdi hvers og eins. Og ég fæ heldur ekki séð að þær skyldur sem stúdentar bera vegna stofnana sinna séu of þungar miðað við þau réttindi sem þeir fá.“ Ósamkvæm afgreiðsla hjá stjórnsýslu Háskólans Hörður H. Helgason, einn þeirra þriggja stúdenta sem neituðu að greiða hluta skrán- ingargjalda sinna til Háskólans, segir að afgreiðsla stjórnsýslu Háskólans á máli þeirra hafi einkennst af ósamkvæmni. Hann hefur sett fram gagnrýni á málsmeðferðina og segir að málinu verði skotið til mennta- málaráðherra. Hörður gagnrýnir ýmsa þætti. „I fyrsta lagi var stjórn- sýslu Háskólans ljóst að við þremenningarnir ætluðum að- eins að greiða hluta Háskólans í gjöldunum því fyrirvari um það fylgdi greiðslunni í fyrravor." Hörður segir að þrátt fyrir þetta hafi þess ekki verið gætt að afla sjónar- STÚDENTABLAÐIÐ miða þeirra þegar málið var lagt fyrir lögskýringanefnd og að álit hennar hafi ekki verið birt honum. „í öðru lagi byggist álit lög- skýringarnefndar á því að gjald- ið til Háskólans sé eitt og ó- skipt. Hins vegar hefur fram- kvæmd Háskólans á innheimtu- málunum sýnt að þar er litið á þann hluta gjaldsins sem rennur til Stúdentaráðs og Félagsstofn- unar stúdenta sem sérstakt gjald.“ í þessu sambandi vísar Hörður til þess að kvittun sem þremenningarnir fengu eftir að þeir höfðu greitt síðasta hluta gjaldsins hljóðar upp á greiðslu til S.H.Í. og F.S. „Þannig er það aðeins í orði kveðnu sem nem- endaskrá innheimtir skrásetn- ingargjaldið sem eitt gjald. Reyndin er önnur.“ I þriðja lagi telur Hörður að ekki verði annað séð en þre- menningarnir hafi verið skráðir fullkominni skráningu í hinni árlegu skrásetningu í apríl 1992. I öllum samskiptum við Háskólann síðan þá hafi komi fram að þeir væru skráðir stúd- entar við skólann, einn þeirra hafi tekið próf um jólin og allir hafi þeir fengið vottorð um skráningu. Hörður telur því að hótun framkvæmdastjóra kennslusviðs frá því um miðjan desember um að fella þá af skrá ef þeir greiði ekki „nú þegar“ sé í raun hótun um brottvikn- ingu úr skóla. Brottvikning er alvarlegt mál sem lögum sam- kvæmt á að hljóta sérstaka meðferð. Hörður segir að starfsmenn skólans geti ekki bara tekið nemendur af skrá. Því tóku fulltrúar stúdenta mál- ið upp í Háskólaráði á fundi þann 7. janúar. Hörður segir að Háskólaráð hafi ekki tekið formlega afstöðu til þess hvort þeir teldust skráð- ir í skólann. Meirihluti ráðsins hafi vísað málinu til áframhald- andi meðferðar rektors og fram- kvæmdastjóra kennslusviðs. Þremenningarnir líta svo á að þeir hafi verið neyddir til að greiða það sem upp á skrásetn- ingargjöldin vantaði með órétt- mætri hótun um brottvísun úr skóla. Því verður málinu skotið til ráðuneytis menntamála. Ekki hótun um brottvísun Sveinbjörn Björnsson telur að afgreiðsla Háskólaráðs á máli þre- menninganna hafi ekki verið hótun um brottvísun því að þeir hafi ekki verið búnir að gera skráningargjöld sín upp að fullu og þar með ekki uppfyllt skilyrði fyrir skráningu samkvæmt lögum um Háskólann. Sveinbjörn bendir á að árlega sé fjölda stúdenta haldið inni á skrá þótt þeir hafi ekki gert upp skráning- argjöldin. Þeir séu ekki teknir af skrá fyrr en útséð sé að þeir ætli ekki að koma og greiða. „Þegar kennsla hefst að hausti eru oft um 300 stúd- entar sem ekki hafa gert upp að fullu og af ýmsum ástæðum. A meðan þeir eru á skránni eru þeir aðnjótandi allra réttinda." Að sögn Sveinbjörns myndi breyting á þessum afgreiðslu- máta koma mörgum mjög illa. „Hins vegar ætti að vera búið að gera þessi mál upp fyrir próf en framkvæmdastjóri kennslusviðs gaf þessum þremur enn frekari frest til að gera upp.“ Þegar síðasti frestur rann út fengu þremenningarnir bréf þar sem þeim var sagt að ef þeir greiddu ekki strax yrðu þeir teknir af skrá. Samkvæmt upplýsingum frá rektor hefðu þeir fengið endur- greiddan þann hluta innritunar- gjaldsins sem þeir höfðu greitt og þeir hefðu einnig haldið öllum rétt- indum sem þeir hefðu áunnið sér á meðan mál þeirra var í biðstöðu. Einnig hefði þeim verið velkomið að skrá sig aftur. Til þessa kom þó ekki þar sem allir þrír hafa nú gert upp við Háskólann að fullu.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.