Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1993, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 01.02.1993, Blaðsíða 13
Þegar þrír tímar eru liðnir frá síðustu sígarettu þá varðar mann ekkert um peninga. Vitundin er upptek- in af minningunni um reykinn sem hríslaðist um æða- kerfið ekki alls fyrir löngu. Eftirá læðist tilhugsunin um hvaö þetta kosti nú í raun og veru kannski óvart að. Hvað kosta reykingar - og hver borgar br Að beiðni Tóbaksvarna- nefndar tók Hagfræðistofn- un Háskólans það að sér að mæla þjóðfélagslegan kostnað vegna reykinga á íslandi fyrir árið 1990 á hlutlausan hált. Björgvin S. Sighvatsson vann mæling- una og gerði BS-ritgerð sína í hagfræði um þennan kostnað. Umsjón með verk- inu hafði Guðmundur Magnússon, forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Björg- vin, sem reykir sjálfur, sagði að tölurnar hefðu komið sér á óvart. „Ég er staðráðinn í að hætta,“ segir hann og setur upp tvíræðan svip. Þjóðfélags hvað? Það sem Björgvin mældi var það sem kallað er þjóðfélagslegur kostnaður. Með þjóðfélagslegum kostnaði er átt við þann kostnað sem aðrir en reyk- ingamaðurinn sjálfur þurfa að greiða, t.d. vinnutap vegna reykingahléa sem launagreiðandi borgar og kostnaður vegna sjúkralegu af völdum lungnakrabba- meins sem ríkið borgar. Með þjóðfélagslegum kostnaði er ekki átt við þann kostnað sem reykinga- maðurinn þarf sjálfur að greiða, svo sem verð á sígarettum og eldspýtum. Við mælingar sínar þurfti Björgvin að meta ýmsar stærðir. Þar á meðal var fjöldi dauðsfalla á Is- landi af völdurn reykinga. í því mati sínu studdist hann mikið við bandaríska rann- sókn sem byggðist á athug- unum á dánartíðni, dánaror- sökum og reykingavenjum einnar milljónar Banda- ríkjamanna. I ljós kom að af þeint 1700 einstaklingum sem látast árlega hér á landi má ætla að a.m.k. 240 látist af völdum reykinga eða u.þ.b. 14%. Kostnaðurinn nem- ur milljörðum Kostnaðurinn skiptist í beinan og óbeinan kostnað. Beini kostnaðurinn skiptist í heilbrigðiskostnað og tó- baksvarnir. „Beinn heil- brigðiskostnaður sem féll til á árinu var á bilinu 370-400 milljónir kr. Hér hefur þá verið tekið tillit til framtíð- arsparnaðar í heilbrigðis- kerilnu sem ótímabær dauði reykingamanna veldur. Framtíðarsparnaðurinn var metinn á 240 ntilljónir kr. Almennur sjúkrahússkostn- aður vegna sjúkdóma af völdum reykinga var 470 milljónir kr. á árinu. Lyfja-, sérfræði- og heilsugæslu- kostnaður og kostnaður við heimilislækningar vegna reykinga var áætlaður um 135-160 milljónir kr. Á ár- inu var 8 milljónum kr. var- ið til tóbaksvarna." Það er athyglisvert að það reiknast til „sparnaður" af því að reykingamenn deyja fyrir aldur fram. Þetta er vegna þess að sú upphæð sem rfkið hefði greitt í öldr- unarþjónustu og þess háttar vegna þessara einstaklinga ef þeir hefðu lifað lengur sparast. „Óbeinn kostnaður var á bilinu 2.940-3.420 milljónir kr. sem skiptist þannig að framleiðslu- og vinnutap vegna ótímabærra dauðs- l'alla, örorkuþega og veik- indaforfalla reykingamanna var 1.840-2.230 milljónir kr. Annar þjóðfélagslegur kostnaður, þ.e. eldsvoðar af völdunt reykinga og fram- leiðslutap fyrirtækja vegna reykinga á vinnustað, aðal- lega í formi reykingahléa, var 1.100-1.200 milljónir kr. Hlutur fyrirtækja og op- inberra stofnana af þjóðfé- lagslegum kostnaði vegna reykinga var um 1.500- 1.630 milljónir kr. á árinu en það jafngildir umfram- kostnaði að upphæð 30.000- 32.500 kr. á árinu á hvern starfsmann sem reykir. Þetta miðast við að af 60.000 reykingamönnum hafi 50.000 haft atvinnu- tekjur á árinu. Hér hefur þá verið tekið tillit til beinna og óbeinna veikindaforfalla af völdum tóbaksreyks, reykingahléa, þrifa, skemmda á búnaði og hús- mmmrnm Almenn vísindi og onnur vísyncf/ Höskuldur Ari Hauksson gögnum og að reykingar hafi versnandi áhrif á lík- amsgetu reykingamanna. Hér er ekki tekið tillit til skaða sem fyrirtæki verða fyrir vegna eldsvoða af völdum reykinga.“ Það virðist því vera svo að fyrirtæki gætu hagnast á því að bjóða starfsmönnum sínum sem reykja árlega greiðslu, a.m.k. 30.000 kr„ fyrir það eitt að hætta reyk- ingurn. Björgvin sagðist reyndar þekkja þess dæmi að reykingamanni hafi verið boðnar 50.000 kr. fyrir að hætta að reykja. Hvað græðir ríkið svo mikið? Ríkið hefur ýmsar að- ferðir við að ná inn nokkrum aurum frá reyk- ingantönnum til að vega upp á móti þessum kostn- aði. Þar má nefna „vask- inn”, toll, landsútsvar og skilahagnað. Heildartekjur ríkissjóðs tengdar reyking- um eru 3.100 milljónir kr. „Varfærnisleg niður- staða er því sú, að þjóðfé- iagslegur kostnaður árið 1990 af reykingum hafi ver- ið á bilinu tvöhundruð til sjöhundruð milljónir um- fram tekjur ríkis af tóbaks- sölu. Ef markmiðið er að láta reykingamenn standa undir öllum kostnaði af tó- baksneyslu sinni þyrfti skattlagning á tóbak að vera hærri sem þessu nemur á ári. ... Til þess að reykinga- menn greiði til ríkisins um- framkostnaðinn sem þeir valda með neyslu sinni þarf að hækka tóbaksverðið um c.a. 10-37%.“ Hagsmunaárátta stúdenta I nafni stúdenta fer á hverju ári fram starfssemi sem aðstand- endur hennar kjósa að kalla bar- áttu. Starfið er margþætt og merkilegt en sýnu merkilegast þykir sá hluti sem kallaður er „hin beina hagsmunabarátta”. Hún er í raun sameiningartákn stúdenta og fyrir hennar tilstilli komast stúd- entar hjá því að vera hlunnfarnir af hagsmunahópum sem allir vilja gera veg sinn sem mestan á kostn- að stúdenta. 1 ákafri viðleitni sinni til að sölsa undir sig auð og völd verða bændur, verkalýðsfélög og atvinnurckendur að keppa við öfl- ugan hagsmunahóp stúdenta sem tryggir að stúdentar munu hafa á- hrif á þjóðmálavettvangi í sam- ræmi við fjölda þeirra og dugnað. Hagsmunabaráttan gerir stúdent- um kleift að stunda nám sitt róleg- ir í þeirri fullvissu að glímunni um fjármagn og völd sé af þeirra hálfu sinnt af drengjum sem vel eru til þess fallnir og líkast til bet- ur til þess en til náms. Starf þessara sérhæfðu hags- munastúdenta er fórnfúst og þakk- arvert. Barátta þeirra hefur tryggt stúdentum almenn lýðréttindi inn- an háskólasamfélagsins auk ým- issa forréttinda utan þess. Undan- farin ár hefur hvert afrekið rekið annað í þessari baráttu. Á síðasta skólaári voru hagsmunastúdent- arnir upphafsmenn að þeirri snilld að flytja haustmisserisprófin fyrir jól svo að stúdentar gætu notið ntánaðarjólaleyfis eins og starfs- systkin þeirra í barnaskólum. Ár- angur þessa skólaárs hefur í engu verið síðri, þar sem stúdentum hafa boðist afsláttarkjör í við- skiptum við verslunina Japis auk sérkjara á ýmsum menningarleg- um uppákomum eins og leiksýn- ingum og ljóðafyrirlestrum. Samtakamáttur stúdenta tryggir nú sem fyrr að stúdentar fái notið pólitískra áhrifa sinna að verðleikum en auk þess hafa stúd- entar nú beitt sér fyrir arðbærari viðskiptum. Með þessari ný- breytni reka þeir í raun neytenda- samtök stúdenta þar sem þess er gætt að stúdentar njóti ávallt hag- stæðustu viðskiptakjara. Þannig hefur samtakamáttur stúdenta tryggt að hvorki pólitísk öfl né markaðsöfl geti unnið þeim ntein. Reyndar hefur enn ekki tekist að semja um afslátt á viðskiptum við Bóksölu Stúdenta en það kemur vitaskuld til af því hve harður hagsmunahópur stúdentar eru og sernja ekki um afslætti, allra síst við sjálfa sig. Þessi nýbreytni veldur því að árangurs verður samstundis vart í pyngjum náms- manna og því meira sem námslán- in verða skert, því oftar geta þeir farið í leikhús til að bæta hag sinn. Nú er undir einstaklingnum menningarlífs. Með afsláttarboð- um geta þeir stýrt neyslu stúdenta í menningarlegan farveg og veitt þeirn andlegan auð samfara þeim veraldlega með því að beisla menninguna sem aflgjafa andlegs ábata. Vaka stendur Röskvu langt að baki í þessunt efnurn og hefur til þessa verið allt að því menningar- Pistill Kolur skrifar sjálfum komið hve mikils ávinn- ings hann nýtur af baráttunni sem boðar upphaf nýrra tíma eða frjálsa aðild að ábata baráttunnar. Hinn efnislegi ábati sem neyt- endastarfið færir stúdentum er góður eins langt og hann nær en Röskvumenn vilja ekki aðeins fylla pyngjur stúdenta heldur einnig veita þeim lífsfyllingu með tengingu hagsmunabaráttunnar og fjandsamleg. Vökumenn hafa ekki áttað sig á þeirri ábyrgð sem þeir bera á lífshamingju stúdenta og hafa því staðið fyrir skemmtunum í stað menningar við lítinn fögnuð stúdenta sem sést best á því að þeir hafa tapað kosningum í sí- fellu undanfarið. Nú hefur ný von hins vegar kviknað í herbúðum Vökumanna þar sem að í þeirra röðurn hafa loksins fundist nægi- lega ntenningarlegir menn til að vera líklegir til vinsælda. Þetta eru þeir Börkur Gunnarsson og Stefán Eiríksson sent starfa undir merkj- um Funda- og menningarmála- nefndar Stúdentaráðs. Þeir voru áður tortryggðir innan Vöku og haldið frá ábyrgðarstöðum, m.a. á þeirn forsendum að annar þeirra kemur úr M.H., sem er nægilegt til að véfengja heiðarleika hans sem hægrimanns, en hinn liggur undir grun um að hafa komist til metorða innan félagsins á magan- um. Undir þeirra handleiðslu á Vaka von um að tileinka sér þær aðferðir sem skilað hafa meiri ár- angri í hagsmunabaráttunni en til þessa hefur þekkst og rétta úr kútnum eftir niðurlægingu síðustu ára. Þetta eru að sjálfsögðu fram- faratímar fyrir stúdentapólitíkina þar sem þessi stefnusamruni hefur nú valdið því að bæði kappliðin hafa loksins áttað sig á hvað er stúdentum fyrir bestu og geta því hætt að karpa um dægurmál eins og tekjutillit eða frítekjumark sem reynslan hefur kennt að baráttan fær hvort sem er engu um ráðið. STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.