Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.02.1993, Side 17

Stúdentablaðið - 01.02.1993, Side 17
Danmörk Dynastyflækjur Danska fjölskyldan hefur ekki verið eins vinsæl og frændur þeirra í Noregi. Margrét drottning (sem heilir Þórhildur að þriðja nafni) hefur reynt að sýna á sér al- þýðlega hlið, málar myndir í barnabækur og eitt og eitt leiktjald fyrir áhugaleikhús. Danir sýna konungshollustu sína í því að telja þessi verk hennar efnileg og líta fram hjá því að hana má ekki rnynda nema frá annari hliðinni og að fjölskyldan keðjureykir öll og hefur lagt í rúst margar reykinga- varnarherferðir danskra heilbrigð- isyfirvalda. Reyndar fer í taugarnar á þeim að dönskukunnátta franska vín- ræktandans og drottingarmannsins Hinriks prins þykir ekki upp á mörg vínber. Hann mun skorta orðaforða til að panta sér grænan Tuborg á barnum.þekkingu sem hver grunnskólanemandi íslenskur ræður yftr. En grpn. Ahyggjur Dana af framtíð konungsveldisins tengjast arfa- prinsinum. Friðrik þykir ekki sér- stakt gáfnaljós og hefur hvað eftir annað verið stöðvaður fyrir glannaakstur á glæsikerrum þeim sem fjölskyldan útvegar. Þungu fargi var þó létt af þeim konunghollu þegar slitnaði upp úr sambandi hans og baðfatafyrirsæt- unnar Malou Aamund sem þótti heldur vafasamt drottingarefni, enn verri cn fyrri kærustur Frikka sem voru lítt við smekk Amalíu- borgar. Malou var fráskilin eins og Wallis Simpson og það sem verra var: Stjúpmóðir hennar sameinar það að snúa happahjóli í danska sjónvarpinu í frekar skjóllitlum klæðnaði, vera með kynlífsdálk í einu stærsta dagblaði Danmerkur og að vera tapframbjóðandi íhaldsflokksins (Dct konservative folkeparti) til þings - ekki beint fjölskyldan sem Hinrik og Mar- grét vildu fá í jólaboð. Friðrik og Malou eru nú skilin að skiptúrfi og Malou tók saman við fyrrum eiginmann og barns- föður þriðju eiginkonu sjálfs Pplle, þ.e. tamíla-Schliiters, fyrr- verandi forsætisráðherra. Og þið hélduð að Dynasty hefði flókið plott! Við þessu má bæta að þó að Friðrik sé ekki skarpgreindur er hann Nóbelsverðlaunaefni í sam- anburði við afabróður sinn, Knút arfaprins. Knútur var bróðir Frið- riks IX, pabba Margrétar, og átti að erfa krúnuna þar sem Friðrik átti enga syni. Knútur þótti aftur á móli svo áberandi vitlaus að enn er haft að orðtaki í Danmörku: en gang til for prins Knud, ef einhver gerir sig beran að skilja ekki cin- földustu smáatriði. En Danir lágu ekki í því og breyttu stjórnar- skránni og gerðu Margréti að drottingu Svíþjóð Knugen leve! Hinum megin við Eyrarsund ríkir fjölskylda sem gerir dönsku fjölskylduna að gjalti því að flestir í henni kunna að skrifa nafnið sitt. Það á þó ekki við um Svíakonung sem skrifar nafnið sitt Carl Gustva við ýmis tækifæri. Knugen er nefnilega orðblindur auk þess sem hann þykir ekkert gáfnaljós og einkunnir hans í menntaskóla eru sennilega best gcymda hernaðar- leyndarmál Svíþjóðar (næst á eftir upplýsingunum um fjölda barr- trjáa í Finnmörku sem Norðmað- urinn Treholt lak í Rússa). Vinsældir Svíakonungs skýr- ast að miklu lcyti af því að Svíum linnst að þýski íþróttafréttaritarinn sem hann giftist sé algjört æði og trygg staða Karls 16 Gústavs er að stórum hluta Sylvíu drottingu að þakka. Sænska konungsættin er kom- in af vini og vopnabróður Napóle- ons keisara, byltingarmarskálkin- um Jean Baptiste Bernadotte. Hún hefur ættlægan áhuga á fornleifum og hefur farið um heiminn og grafið upp dauða forfeður sína. Ekki hafa öll áhugamál þeirra ver- ið svo saklaus. Gústav 5 naut virð- ingar þjóðar sinnar og var nokkuð velkynntur þrátt fyrir óvenjulegan áhuga á liðsforingjum sínum. Mikið langlífi er meðal Bernadott- anna. Gústav 5 varð 92 ára og tveir bræður hans álíka gamlir, Gústav 6 Adolf (sem varð kóngur á þeim aldri sem allir aðrir Svíar setjast í helgan stein og helga h'f sitt bridsi og samkvæmisdönsum) varð svo 91 árs og flestir sona hans lifa enn. Gera má því ráð fyr- ir að Svíar sitji upp með Karl Gústav fram að 2036. Belgía Kóngi leyft að snúa heim Konungsættirnar í smáríkjun- um flatlendu, Belgíu og Hollandi, hafa þótt frckar ótryggar í sessi. Þær hafa þó sýnt ótrúlegan lífs- þrótt miðað við hneykslin sem þeim hefur tekist að lenda í. Aður var minnst á það sem Norðmenn lelja hetjulega fram- komu Hákonar 7 í seinni heim- styrjöldinni. Þáltur Leopolds 3 Belgíukonungs vakti aftur á móti meiri deilur. Hann gaf fyrirskipun um uppgjöf belgíska hersins án þess að ræða við bandamenn sína og giftist þvínæst dóttur flæmsks stjórnmálamanns sem var ná- tengdur þarlendum nasistum. Að loknu stríði var honum ekki vært í landinu en í þjóðarat- kvæði 1950 var samþykkt með naumum meirihluta að íeyfa hon- um að snúa aftur. Kom þá til óeirða um land allt uns hann sagði af sér og Baldvin I tók við emb- ætti. Hefur hann ríkt síðan án telj- andi vandræða. Baldvin þykir ó- venju leiðinlegur og litlaus kon- ungur sem ekki hefur áhuga á neinu nema Ijósmyndun. Það eina sem er spennandi við belgíska konungsdæmið er hver á að erfa það þar sem konungur er barnlaus. Erfinginn er bróðursonur kóngs, Philippe, sem er glaumgosi af verstu sort og eru Belgar farnir að leita lciða til að slcppa við hann. Ein þeirra gæti verið að afnema konungdæmið. Holland Bernhard var í klúbbi með Birni Bjarnasyni Hollenska konungsdæmið er í sárum. Þar hafa konur setið á há- sæti síðan 1890. Þá lést síðasti karlmaðurinn af Oraníuætt, Vil- hjálmur 3. Fyrst var kornung ekkja hans Emma ríkisstjóri í 8 ár fyrir dóttur sína Vilhelmínu sem ríkti síðan í 50 ár. Af hennar fjöl- skyldulífi segir ekki mikið neina af manninum hennar sem setti nýtt konunglegt mct í því að vera leið- inlegur. Þegr Vilhelmína sagði af sér sökum heilsubrests tók Júlíanna dóttir hennar við völdum. Hennar maður var ekki jafn leiðinlegur og faðir hennar og af Bernhard prins er margt skemmtilegt að frétta. Hann var yfirmaður í hollenska hernum og áberandi í lista- og viðskiptalífi Hollands. Auk þess var hann einn af stofnendum World Wildlifc Fund ásamt starfs- bróður sínum, Filippusi drotting- armanni. Hann var að auki forseti Bildenberghópsins sem um tíma var eflirlæti allra samsæriskenn- ingasmiða í heiminum (sjá: Falið vald eftir Jóhannes Helga). í Bild- enberghópnum hefur eflaust vcrið glatt á hjalla því að annálaðir fjör- kálfar á borð við Geir Hallgríms- son heitinn og Björn Bjarnason voru meðal þeirra sem sóttu þessa fundi. Björn mun raunar aðeins hafa verið áheyrnarfulltrúi (skv. Földu valdi). Bernhard var ekki í jafn góð- um félagsskap þegar hann þurfti að segja af sér 1976 eftir að það kom í ljós að hann hafði þegið dá- lítið af mútum frá Lockheed flug- vélarverksmiðjum. Er hann senni- lega eini maðurinn í heimi sem hefur þurft að segja af sér sem drottningarmaður. Skömmu síðar sagði kona hans líka af sér og Be- atrix dóttir þein a tók við. Enda þótl Bernhard væri bófi líkaði Hollendingum mun betur við hann en jrjóðverjann Kláus, eiginmann Beatrix. Hann er svo óheppinn að vera geðveikur og hefur alla tíð verið Beatrix til ama, ekki sísl vegna síendurtekina sagna um stuðning hans við nas- ista og veru í Hitlersæskunni. Nokkrar vonir eru bundar við ríkisarfann, Willem Alexander, sem þykir hafa erft talsvert af því skapgerðareinkenni stofnanda Óraníuættarinar, Vilhjálmi þögla, sem viðurnefni hans var dregið af og er einnig ógiftur sem hlýtur að teljast jákvætt miðað við seinustu ínaka jrjóðhöfðingjanna. Spánn Vinsælar konunglegar sáraumbúðir Árið 1952 var Farouk, feitasta konungi heims, steypt af stóli í Ungfrú Stamford skálar fyrir krýningu Eiísabetar II. 1953 (mynd á síöunni á móti) og sýnir þannig hollustu sína. Áhugi almennings á kóngaliöinu veröur enn furöulegri þegar haft er í huga aö kóngaliöiö hefur yfirleitt engan áhuga á kjörum almennings. Skál fyrir ungfrú Stamford! Egyptalandi. Hann lét svo um- mælt skömmu síðar að um næstu aldamót yrðu bara fimm kóngar eftir í heiminum: hjarlakóngur, spaðakóngur, tígulkóngur, laufa- kóngur og Bretakóngur. Síðan þá hefur konungdæmið verið aflagt í Kambodju, Jemen, Uganda, Búr- undi, Grikklandi. Líbýu, Afganist- an, Eþíópíu, og íran og auk þess hafa mörg ríki breska samvcldis- ins fengið sér forseta. Einn nýr kóngur hefur hins vegar bæst við: Jóhann Karl Spánarkonungur sem tók við að Franco og tók þátt í að leiða þjóðina í átt að Iýðræði. Hann er frægur hrakfallabálkur og er alltaf að meiða sig á skíðum í tennis eða renna á bananahýði. Spánverjar hafa haft gaman af jtessunt konungulegu sáraumbúð- um en núna hafa þeir fengið skemmtilegra óhapp til að tala um, nefnilega framhjáhald Jóa með tölvuforitara frá Barcelóna. Svo virðist sem Soffía drotting hafa fyrirgefið Jóhanni og kon- ungdæmið sé nokkuð tryggt í sessi uns Felipe sonur þeirra tekur við. Við breytingarnar í Austur- Evrópu hafa fyrrverandi kóngar og erfingjar þeirra sem leita ör- vætingarfullir að vinnu risið upp í tonnatali. Almenningur hefur ekki verið yfir sig spenntur, annars vegar man hann þá tíð þegar þetta kóngadót var við völd og hins vegar er það ekki besta lækningin við slæmum efnahag að taka upp á arma sína rándýrt kóngalið og skyldulið þeirra. Svo það er líklegt að allt þetta lið vcrði áfram á atvinnuleysisbót- um. Dýrir pakkar af fjöl- skylduvandamálum Það verða tæplega færð skyn- samleg rök fyrir því að kóngar og hirðir tilheyri tuttugustu öldinni. Enn hjákátlegri muna þau sýnasl á þeirri næstu og lfklegt er því að fleiri lönd losi sig við þennan dýra pakka af fjölskylduvandamálum og taki í staðinn upp eitthvað í lfk- ingu við okkar kerfi af semí-royal- isma: lorseta sem hægt er að skipta um, ekki þarf að halda uppi stórum frændgarði, dýrum húsum eða hirð. Og engan áhuga þarf að hafa á svefnherbergisframmistöðu þjóðhöfðingjans og að viðkom- andi uppfylli grunnskyldu hvers konunglegs stjórnanda og ljölgi sér. -fe/-áj FÖRUM STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.