Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Side 4

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Side 4
Bls. 4 HÁSKÓLINN STBL. • Desember 1994 Ummæli Davíðs Odd- sonar, cand.jur. og forsæt- isráðherra í Dagsljósi um miðjan október, hafa vakið athygli og þykja enn eitt dæmi þess hve naskur Dav- íð er á að finna skemmti- lega fleti á leiðindamálum. Aðspurður um niðurskurð- inn til Háskólans fullyrti Davíð eitthvað á þá leið að fjársveltið hefði nú barasta haft jákvæð áhrif innan sumra deilda sem væru hreinlega betri fyrir vikið. Samkvæmt þessari kenn- ingu liggur væntanlega beint við í ríkisstjórninni að skera enn niður til Háskól- ans til þess að gera hann ennþá betri. Þetta er snið- ugt og þessari aðferð mætti beita víðar. Það mætti t.d. lækka laun vinnandi fólks til þess að fá betri afköst, það má setja minna bensín á bílinn til þess að hann keyri meira á færri dropum og síðast en ekki síst má beita sömu hundalógík á stjórn- ina og skera niður allt ráð- stöfunarfé ráðuneytanna svo þau vinni betur að fyrir land og þjóð. Frá Alþjóðaskrifstofunni Stúdentar við Háskóla Íslands! í boði er námsstyrkur við háskól- ann í lowa. Samkvæmt samningi milli Háskóla íslands og lowahá- skóla (University of lowa) er ár- lega veittur styrkur til nemenda við Hl til að stunda hluta af námi sínu við lowaháskóla og fá nám sitt þar metið til eininga við Há- skóla Islands. Styrkurinn nemur niðurfellingu skólagjalda og 1000$ styrk. Nánari upplýsingar svo og um- sóknareyðublöð um styrk fyrir skólaárið 1995-1996 fást á Al- þjóðaskrifstofunni í Aðalbygging- unni, s. 694311. Umsóknarfrestur er til 15.des. næstkomandi. „Útvarp - góðan Hópur háskólastúde vinnur að stofnun út Hugmyndin um Háskólaútvarp er ekki ný af nálinni. Síðustu ár hefúr henni skotið upp kollinum með reglulegu millibili en logn- ast út af jafn óðum. Þetta kann að vera að breytast. Síðan í haust hefur starfað óform- legur undirbúningshópur að stofnun Há- skólaútvarps og eru haldbærar tillögur um dagskrárefni, rekstur og standsetningu á næsta leiti. Studentablaðið hitti að máli Helga Þorsteinsson, einn af forsprökkum áhugamanna um Háskólaútvarp og spurði hann jyrst hvers vegna Háskólinn þyrfti út- varp, nú á viðsjárverðum niðurskurðartím- um? „Háskólaútvarpið er m.a. hugsað sem vettvangur fyrir Háskólann til þess að koma starfí sínu, hugmyndum og sérþekkingu á framfæri. Kostir þess fyrir HÍ eru ótvíræðir og slíkt kæmi skólanum vafalítið að gagni og myndi auka skilning almennings á því starfi sem hér fer fram og á nauðsyn öflugs Háskóla. Svo held ég líka að Háskólaút- varp geti orðið gott stílbrot í einsleitum fjöl- miðlaheimi og á því er alltaf þörf.“ Vand- leg undirbúningsvinna hefur verið lögð í dagskrána sjálfa og þar kennir ýmissa grasa, eins og sjá má í hólfínu hér til hliðar. Hug- myndimar gera m.a. ráð fyrir því að stúd- entar taki virkan þátt í dagskárgerð og sá möguleiki verði fyrir hendi að fá þá vinnu metna til eininga. Þannig geti stúdentar unnið við útvarpið í tengslum við námió og komið sér á framfæri í leiðinni. „Stefnt er að því að útvarpa allan daginn fram á kvöld. Frá klukkan 7 á morgnanna til 12 á hádegi væri nokkuð um endurtekið efni. I hádeg- inu tæki við fréttatengt háskólaútvarp og í efitirmiðdaginn fram á kvöld er fjölbreytt dagskrárefni fyrirsjáanlegt. Það er afar auð- velt að láta sér detta í hug með hvaða hætti deildir Háskólans, bæði nemendur og kenn- m Sprelllifandi útvarp með spenvolgri morgunmjólkinni? arar, gætu lagt útvarpinu til efni svo dag- skráin sjálf verður sennilega ekki áhyggju- efni“, sagði Helgi. Aöspurður um stefnu hins ráðgerða Háskólaútvarps kvaðst Helgi hópinn vera sammála um að efnistök yrðu að vera bæði lífleg og frumleg. Háskólaút- varpið ætti að vera fersk og áræðin útvarps- stöð þar sem stúdentar yrðu að vera ó- hræddir við að taka á erfiðum málefnum á nýjan hátt. Háskólaútvarp ætti hins vegar að vera hlutlaust - en ekki að halda sig frá póli- tík. „Komið hefur til tals að koma á sam- starfi við aðra skóla á háskólastigi og víkka þannig út hóp þeirra sem við útvarpið myndu starfa. Þannig myndi um leið aukast upplýsingastreymi á milli skólanna svo og innan Háskólans sjálfs." En er þetta ekki rándýrt fyrirtœki? „Jú, vissulega kostar þetta peninga eins og annað. Markmiðið er hins vegar að útvarpið afli sjálft eins mikils fjár og kostur er, í gegnum auglýsingar, sjálfviljug áskrift verður í boði og ýmsar aðrar leiðir eru færar“. Og heldurðu að ein- hver muni hlusta? „Ég ætla rétt að vona það! í öllu gamni slepptu þá höldum við að það efni sem hugmyndir eru uppi um að hljómi í Háskólaútvarpi muni höfða til afar stórs hóps. Markhópurinn er hugsandi fólk á öllum aldri", sagði Helgi að lokum. Næstu skref undirbúningshópsins eru að leita leiða til ijármögnunar, afla tilboða í tæki og tól og skoða rekstrarhlið vandlega. Stefnt er að því að hefja tilraunaútsendingar næsta haust. Þangað til verður leitað að á- hugafólki og hugmyndum meöal kennara og nemenda. Hver var niðurstaða frumkvæðis Háskólakennara í fyrravetur, sem skoruðu á stjórnmálaflokka að gera fjármál sín opinber? / fyrravetur skoraði hópur Háskótakennara á alla stjórnmálaflokka að gera fjármál sín og bókahald opinber. Þessi áskorun vakti töluverða athygli en minna fór fyrir niðurstöðunni. Stúdentablaðið innti Gunnar Helga Kristinsson, doktor í stjórn- málafræði, eftir niðurstöðunni. „Það sem gerðist í kjölfar okkar áskorunnar var ekkert annað en það, að ýmsir framkvæmdastjórar flokkanna sýndu þessari hugmynd velvilja en aðrir ekki. í þinginu var hins vegar tekið á málinu á þann hátt, að það varð til málamiðiun um hækka framlag ríkisins til stjórnmálaflokka og ákveðið að framlög fyrirtækja til flokkanna væru frádráttarbær til skatts. Þetta var ekki alveg það sem til stóð. í dag erum við engu nær um það, hvernig fjármál stjórnmálaflokkanna líta út.“ Eldra fólk duglegra en ungt fólk a3 kjósa Stjórnmálafræðinemar standa fyrir átaki í tilefni alþingiskosninganna í vor „Tilgangur þess starfs sem við í stjórnmála- fræðinni munum vinna á næstu mánuðum er að hvetja ungt fólk til þess að taka afstöðu til stjórnmála. Rannsóknir hafa sýnt að 14-15% ungs fólks á aldrinum 18-25 ára kýs ekki og að 25% kjósenda úr þessum aldurshópi á- kveður sig á kjördegi. Leiða má að því líkur að þessi hópur kjósi að lítt ígrunduðu máli en markmið okkar er að aliir kjósendur kynni sér málefni og taki rökum studda afstöðu í al- þingiskosningum“, segir Einar Skúlason for- maður félags stjórnmálafræðinema. Stjórnmála- fræðinemar hafa því, í samráði við kennara í deildinni og forystumenn allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu, skipulagt átak til þess að efla umræður meöal ungs fólks um stjórnmál og auka þekkingu þessa hóps á grund- vallaratriðum stjórnmálanna. „Við leituðum til stjómmálaflokkanna sem skrifa undir viljayfir- lýsingu framtaki okkar til stuðnings, kennarar hafa verið okkur innan handar, m.a. fást einingar fyrir þessa vinnu. Þess ber þó að geta að öll framkvæmd átaksins er í höndum stúdenta sjálfra." Stjórnmálafræóinemar hyggjast gefa út sérstakt tímarit í lok janúar og senda til allra á aldrinum 18-25 ára, alls 40.000 einstaklinga. í Einar Skúlason, formaður félags stjórnmálafræöinema ritinu fá flokk- amir tækifæri til þess að reifa kjama sinnar stefnu í stuttu máli, íjallað verður um grundvallarhugtök í lýðræði og stjórnskipun, auk viðtala við forystumenn flokkanna og annars efnis. Fleira er í bígerð. „Við ætlum að auki að standa fyrir margs konar fundum, stærri og smærri. Stór fundur í Háskólabíói er ráðgerður 11. febrúar og í kjölfar hans fylgja minni fundir í Háskólanum urn einstök mál eða með einstökum frambjóðendum. Þaö er stór hópur sem vinnur að skipulagningu þessara mála, um fimmtíu stúdentar voru á kynningarfundi á dögunum og það er mikill áhugi fyrir því að láta þetta ganga sem best. Þá er vonandi að fleiri taki virkari og ábyrgari þátt í umræðum um stjórnmál og sleggju- og fordómum fækki í kosningum". En er þetta fyrirmyndarpólitík sem þið eruð að boða? „Auðvitað viljum við hafa einhver áhrif með þessu. Æskilegt væri að stjórnmálamenn horfðu meira fram á við í stað þess að líta stöðugt um öxl“ sagði Einar að lokum. F/S Heitar vöfflur Félagsstofnun stúdenta er annt um stúdenta enda í cigu stúdenta. Af tilefni I. des. hátíðarinnar, 76 ára fullveld- isafmælis íslensku þjóðarinn- ar býður FS til vöfflukaffis dagana 28.-29. nóvember, þ.e. mánudag og þriðjudag þessarar viku. Stúdentar eru því fiestir mettir og fullir hlýhugs í garð FS þegar þessi orð eni rituð og vonandi kemst þetta blað í hcndur einhverra 28. nóv. svo sá hinn sami geti svelt sig fyrir síðari lotuna þann 29. Vöffl- umar verða fríar en persónu- skilríkja, ISIC-skirteina, fæð- ingarvottorðs og skattskýrslna krafist við af- hendingu. Ódýrari kaffistofur Þeir hafa ekki farið mikinn mómælendur hás verös á kaffistofum FS í Háskóian- um enda svo sem engin á- stæða til, verð hefur verió sanngjarnt og fæstum ofviða. Kaffistofumar hafa öngvu að síður tekið þá ákvöröun að lækka allt verð um heil 10%. Talnaglöggir lesendur sjá í hendi sér sparnað þcssa skrels fyrir námsmenn: Þeir sem eyða um 10.000 kalli á misseri í kaffi og með því, eiga nú 1000 kall aukreitis. Það eru þrjár klassískar Penguin-bækur i Bóksölunni! Kaffíbollinn sem hvarf í kjölfar reykingabannsins al- ræmda hefur dularfull þróun átt sér stað í Háskólnum, kaffibollar hverfa í stórum stíl út af kaffístofunum og skila sér ekki tilbaka. Þetta er hið dularfyllsta mál og eins og alltaf liggja reykingamenn helst undir gmn, því kaffi og sígarettur tilheyra hvort öðnt eins og karl og kona, saltfisk- ur og tólgur, Halli og Laddi (fTÓmir reykingantenn hafa réttilega bent á að erfitt sé að íntynda sér Halla cinan að skemmta (!?!) og það sama gildi um sígarettur og kaffi). Kaffibollamir sem hverfa kosta náltúrulega monnín- gapéningaglás (eins og skáldiö sagði) svo sekir og samviskubitnir stúdentar em beðnir um að láta að þessum ósið sem allra fyrst. Umgengni - uss uss Og þaö er ekki aðeins að stúdentar séu að hnupla leir- taui af fúllkominni óbilgirni heldur er umgengni á kaffi- stofum ábótavant og skapar rnikia vinnu l'yrir það ágæta fólk sem þar vinnur. Altso: Hætta að stela bollum og ganga urn eins og fólk - eins og menn yrðu sjálfir að þrífa eftirsig. Það er boðoró dcs- embermánaðar.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.